Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 595 svör fundust

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvað er söguskekkja?

Þegar fjallað er um liðna tíma, vill oft brenna við að menn meta liðna atburði á forsendum síns eigin tíma, í stað þess að setja sig í spor þeirrar fortíðar sem við er að fást. Þessi tilhneiging hefur verið nefnd söguskekkja og er skyld því sem kallað er whig history á ensku en þau orð fela þó ekki í sér sömu auka...

category-iconDagatal vísindamanna

Hver var George Sarton og hvaða áhrif hafði hann á vísindasögu sem fræðigrein?

Belgísk-bandaríski fræðimaðurinn George Sarton (1884-1956) hefur oft verið kallaður faðir vísindasagnfræðinnar, og má það vel til sanns vegar færa. Sarton fæddist í borginni Ghent í Belgíu. Hann lagði stund á efnafræði og stærðfræði í háskóla og lauk doktorsprófi í Ghent árið 1911. Hann kvæntist enskri konu sam...

category-iconFélagsvísindi

Hvers vegna eru bara tveir stjórnmálaflokkar í Bandaríkjunum?

Í Bandaríkjunum er svokallað tveggja flokka kerfi (e. two party system) þar sem tveir stórir flokkar bera höfuð og herðar yfir aðra flokka og skipta með sér völdum á öllum stigum stjórnkerfisins. Flokkarnir skiptast þá á að vera í meirihluta og minnihluta en aðrir flokkar komast lítið sem ekkert að. Í Bandaríkjunu...

category-iconVísindavefur

Hvað hafa Bandaríkjamenn farið margar geimferðir frá upphafi?

Bandaríkjamenn hafa farið 136 mannaðar ferðir frá upphafi. Frægasta verkefni NASA í slíkum ferðum er sjálfsagt Apollo-verkefnið, en þær flaugar rannsökuðu tunglið:Apollo-1 1967 (Ferðin var raunar ekki farin vegna óhapps í undirbúningi).Apollo-7 1968Apollo-8 1968Apollo-9 1969Apollo-10 1969Apollo-11 1969 (til tungls...

category-iconHugvísindi

Hvað er saga?

Orðið saga er skylt sögninni segja og hefur upphaflega vísað til þess sem var sagt, óháð innihaldi þess. Leifar þeirrar merkingar höfum við í orðum eins og fiskisaga, sem er frekar frétt af fiskigöngu heldur en eiginleg saga. En strax í fornu máli norrænu var tekið að nota orðið sérstaklega í tveim merkingum sem s...

category-iconBókmenntir og listir

Hver var sjóræninginn Anne Bonny?

Anne Bonny (f. um 1698, d. um 1782) var írsk-amerískur sjóræningi og önnur tveggja kvensjóræningja sem sagt er frá í þekktri enskri 18. aldar sjóræningjasögu. Sjóræningjasagan A General History of the Robberies and Murders of the Most Notorious Pyrates (Saga af ránum og morðum hinna alræmdustu sjóræningja) kom ...

category-iconHeimspeki

Hvað er hugmyndasaga?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað er hugmyndasaga og hvað getur maður mögulega orðið eftir að hafa menntað sig í henni? Einfalt svar gæti verið svohljóðandi: Hugmyndasaga er saga hugmynda, hugmyndastrauma eða hugmyndakerfa, hvort sem um er að ræða heimspekilegar hugmyndir, vísindakenningar, pólitís...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaða ár urðu bílar til?

Það er frekar erfitt að segja nákvæmlega hvenær fyrstu bílarnir urðu til. Bílar eins og við þekkjum þá voru ekki fundnir upp í einu vetfangi heldur þróuðust þeir af eldri farartækjum. Fyrstu gufuknúnu bílarnir voru smíðaðir á seinni hluta 18. aldar. Reyndar eru til sögur um að kaþólskur prestur að nafni Ferdina...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvenær byrjaði fólk að keppa í sundi?

Ýmsar heimildir frá fyrri tíð sýna að menn hafa kunnað að synda frá örófi alda þótt kunnáttan hafi vitanlega verið misútbreidd meðal almennings. Menn hafa sjálfsagt reynt með sér í sundi fyrr á tímum en lítið er um aðgengilegar heimildir um slíkt. Sund varð eiginleg keppnisíþrótt í Bretlandi snemma á 19. öld. Árið...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvenær var vindorka fyrst virkjuð?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Hvenær var byrjað að virkja vindorku og hvar get ég fundið upplýsingar um það? Hér er einnig svarað spurningunni:Hver fann upp á vindmyllum? Menn hafa lengi nýtt sér hreyfiorkuna sem falin er í vindinum til þess að knýja til dæmis seglskip og vindmyllur. Elsta heimildin ...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvenær var konum leyft að spila fótbolta?

Á Vesturlöndum hefur konum ekki beinlínis verið bannað að spila fótbolta en á síðustu öld var þeim lengi vel gert það mjög erfitt fyrir. Eins og fram kemur í svari Unnars Árnasonar við spurningunni Hver fann upp fótboltann? hefur einhvers konar leikur tveggja liða sem gengur út á að koma knetti í mark verið þek...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvenær komst sú hefð á að flytja þjóðsöngva fyrir landsleiki?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvaðan kemur sú áralanga hefð að syngja þjóðsöngva landa fyrir landsleiki? Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvenær var þjóðsöngur fyrst fluttur við íþróttaleik? er flutningur söngsins Hen Wlad Fy Nhadau á Cardiff Arms Park í Wales árið 1905 fyrsta þekkta dæm...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig voru logratöflur búnar til fyrir daga tölvunnar?

Bæði í verkum síðmiðalda og í verkum Arkímedesar (287 – 212 f. Kr.) má sjá þess merki að menn hafa tekið eftir því að samlagning veldisvísa tiltekinnar tölu, til dæmis 2, samsvarar margföldun talnanna. Dæmi um það gæti til dæmis verið 25·27 = 32·128 = 4096, en einnig mætti reikna 25·27 = 25+7 = 212 = 4096. Margfö...

category-iconBókmenntir og listir

Hvaða íslenski texti er sunginn við breska þjóðsönginn?

Íslenski textinn sem sunginn er við breska þjóðsönginn God save the king (eða queen, eftir því hvers kyns þjóðhöfðinginn er hverju sinni), er Íslands minni eða Eldgamla Ísafold eftir Bjarna Thorarensen (1786-1841). Kvæðið orti Bjarni þegar hann var kornungur lagastúdent í Kaupmannahöfn í upphafi 19. aldar. Fyrs...

category-iconBókmenntir og listir

Getið þið sagt mér hvar ég finn nákvæmar og góðar heimildir um upphaf kvikmyndalistarinnar?

Nokkrar ágætar bækur eru til um sögu kvikmyndalistarinnar. Hér bendum við á tvær þeirra en önnur er nýútkomin í íslenskri þýðingu. Hægt er að nálgast ritin annað hvort á Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni, á öðrum bókasöfnum eða í bókabúðum:Parkinson, David, Saga kvikmyndalistarinnar (þýð. Vera Júlíusdóttir...

Fleiri niðurstöður