Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða íslenski texti er sunginn við breska þjóðsönginn?

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir og JGÞ

Íslenski textinn sem sunginn er við breska þjóðsönginn God save the king (eða queen, eftir því hvers kyns þjóðhöfðinginn er hverju sinni), er Íslands minni eða Eldgamla Ísafold eftir Bjarna Thorarensen (1786-1841). Kvæðið orti Bjarni þegar hann var kornungur lagastúdent í Kaupmannahöfn í upphafi 19. aldar.

Fyrsta erindið af Eldgamla Ísafold, eins og það birtist í kverinu Studenterviser i dansk, islandsk, latinsk og græsk Maal, bls. 119.

Ljóðið birtist fyrst á prenti 1819 í danskri stúdentabók sem ber heitið Studenterviser i dansk, islandsk, latinsk og græsk Maal. Kvæðið er fimm erindi og má sjá þau öll hér en textinn við fyrsta og síðasta erindið er eftirfarandi:

Eldgamla Ísafold,
ástkæra fósturmold,
Fjallkonan fríð!
mögum þín muntu kær
meðan lönd gyrðir sær
og guma girnist mær,
gljár sól á hlíð.
[...]
Eldgamla Ísafold,
ástkæra fósturmold,
Fjallkonan fríð!
ágætust auðnan þér
upplyfti, biðjum vér,
meðan að uppi er
öll heimsins tíð![1]

Ekki er vitað hvenær eða hver samdi breska þjóðsönginn, hvorki lagið né textann, en ýmsar tilgátur hafa verið settar fram. Hins vegar er vitað að söngurinn var fyrst fluttur opinberlega í svipaðri mynd og þekkist í dag í Theatre Royal leikhúsinu á Drury Lane í London í lok september 1745. Söngnum var ætlað að blása fylgismönnum Georgs II. konungs ættjarðarást í brjóst eftir að fréttist af ósigri hersveita hans í Skotlandi gegn uppreisnarmönnum svonefndra Jakobíta sem vildu koma Stúartættinni aftur til valda.

Söngurinn vakti strax mikla lukku og smám saman festist í sessi sá siður að flytja hann þegar konungborið fólk sótti opinberar skemmtanir. Með tímanum öðlaðist söngurinn stöðu þjóðsöngs Breta án þess að það væri ákveðið með formlegum hætti yfirvalda.

Nótur og texti við God save the king úr Thesaurus musicus sem kom út í desember 1745. Þá birtist það undir heitinu A Loyal Song.

Rétt eins og Íslendingar, eiga ýmsar aðrar þjóðir texta við þetta sama lag og hafa meðal annars notað sem þjóðsöng eða konungssöng. Heil dir im Siegerkranz, konungssöngur Prússlands frá 1795 og síðar keisarasöngur Þýska keisaradæmisins 1871-1918, er til dæmis sama lag og God save the king. Bandaríkjamenn eiga sinn texta, My Country, 'Tis of Thee, líka þekktur sem einfaldlega America, sem var eitt af þeim lögum sem voru nokkur konar ígildi þjóðsöngs áður en The Star-Spangled Banner var lögfestur sem þjóðsöngur. Kongesangen, konungssöngur Normanna, er einnig sunginn við sama lag sem og þjóðsöngur Liechtenstein, Oben am jungen Rhein. Ef landslið England og Liechtenstein mætast í íþróttakappleik þar sem þjóðsöngvar landanna er fluttur eins og tíðkast oft við landsleiki, þá er því leikið sama lag fyrir bæði liðin.

Tilvísun:
  1. ^ Hér er rithætti eiginhandarrits skáldsins fylgt og hendingin „gumar girnast mær“ því höfð á þennan hátt: „og guma girnist mær“. Helga Kress hefur sýnt fram á að í öllum prentuðum útgáfum kvæðisins hafi hendingunni verið breytt þannig að karlarnir girntust konuna. Sú breyting á sér hins vegar enga stoð. Sjá nánar um þetta í afar fróðlegri grein Helgu: (PDF) Guma girnist mær (1989) . (Sótt 10.7.2024).

Heimildir og myndir:

Höfundar

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

10.7.2024

Síðast uppfært

1.8.2024

Spyrjandi

Páll Viðarsson

Tilvísun

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir og JGÞ. „Hvaða íslenski texti er sunginn við breska þjóðsönginn?“ Vísindavefurinn, 10. júlí 2024, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=86721.

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir og JGÞ. (2024, 10. júlí). Hvaða íslenski texti er sunginn við breska þjóðsönginn? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=86721

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir og JGÞ. „Hvaða íslenski texti er sunginn við breska þjóðsönginn?“ Vísindavefurinn. 10. júl. 2024. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=86721>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða íslenski texti er sunginn við breska þjóðsönginn?
Íslenski textinn sem sunginn er við breska þjóðsönginn God save the king (eða queen, eftir því hvers kyns þjóðhöfðinginn er hverju sinni), er Íslands minni eða Eldgamla Ísafold eftir Bjarna Thorarensen (1786-1841). Kvæðið orti Bjarni þegar hann var kornungur lagastúdent í Kaupmannahöfn í upphafi 19. aldar.

Fyrsta erindið af Eldgamla Ísafold, eins og það birtist í kverinu Studenterviser i dansk, islandsk, latinsk og græsk Maal, bls. 119.

Ljóðið birtist fyrst á prenti 1819 í danskri stúdentabók sem ber heitið Studenterviser i dansk, islandsk, latinsk og græsk Maal. Kvæðið er fimm erindi og má sjá þau öll hér en textinn við fyrsta og síðasta erindið er eftirfarandi:

Eldgamla Ísafold,
ástkæra fósturmold,
Fjallkonan fríð!
mögum þín muntu kær
meðan lönd gyrðir sær
og guma girnist mær,
gljár sól á hlíð.
[...]
Eldgamla Ísafold,
ástkæra fósturmold,
Fjallkonan fríð!
ágætust auðnan þér
upplyfti, biðjum vér,
meðan að uppi er
öll heimsins tíð![1]

Ekki er vitað hvenær eða hver samdi breska þjóðsönginn, hvorki lagið né textann, en ýmsar tilgátur hafa verið settar fram. Hins vegar er vitað að söngurinn var fyrst fluttur opinberlega í svipaðri mynd og þekkist í dag í Theatre Royal leikhúsinu á Drury Lane í London í lok september 1745. Söngnum var ætlað að blása fylgismönnum Georgs II. konungs ættjarðarást í brjóst eftir að fréttist af ósigri hersveita hans í Skotlandi gegn uppreisnarmönnum svonefndra Jakobíta sem vildu koma Stúartættinni aftur til valda.

Söngurinn vakti strax mikla lukku og smám saman festist í sessi sá siður að flytja hann þegar konungborið fólk sótti opinberar skemmtanir. Með tímanum öðlaðist söngurinn stöðu þjóðsöngs Breta án þess að það væri ákveðið með formlegum hætti yfirvalda.

Nótur og texti við God save the king úr Thesaurus musicus sem kom út í desember 1745. Þá birtist það undir heitinu A Loyal Song.

Rétt eins og Íslendingar, eiga ýmsar aðrar þjóðir texta við þetta sama lag og hafa meðal annars notað sem þjóðsöng eða konungssöng. Heil dir im Siegerkranz, konungssöngur Prússlands frá 1795 og síðar keisarasöngur Þýska keisaradæmisins 1871-1918, er til dæmis sama lag og God save the king. Bandaríkjamenn eiga sinn texta, My Country, 'Tis of Thee, líka þekktur sem einfaldlega America, sem var eitt af þeim lögum sem voru nokkur konar ígildi þjóðsöngs áður en The Star-Spangled Banner var lögfestur sem þjóðsöngur. Kongesangen, konungssöngur Normanna, er einnig sunginn við sama lag sem og þjóðsöngur Liechtenstein, Oben am jungen Rhein. Ef landslið England og Liechtenstein mætast í íþróttakappleik þar sem þjóðsöngvar landanna er fluttur eins og tíðkast oft við landsleiki, þá er því leikið sama lag fyrir bæði liðin.

Tilvísun:
  1. ^ Hér er rithætti eiginhandarrits skáldsins fylgt og hendingin „gumar girnast mær“ því höfð á þennan hátt: „og guma girnist mær“. Helga Kress hefur sýnt fram á að í öllum prentuðum útgáfum kvæðisins hafi hendingunni verið breytt þannig að karlarnir girntust konuna. Sú breyting á sér hins vegar enga stoð. Sjá nánar um þetta í afar fróðlegri grein Helgu: (PDF) Guma girnist mær (1989) . (Sótt 10.7.2024).

Heimildir og myndir:...