Hvenær var byrjað að virkja vindorku og hvar get ég fundið upplýsingar um það?Hér er einnig svarað spurningunni:
Hver fann upp á vindmyllum?Menn hafa lengi nýtt sér hreyfiorkuna sem falin er í vindinum til þess að knýja til dæmis seglskip og vindmyllur. Elsta heimildin um siglingar er mynd af seglskipi máluð á disk sem fannst í Kúveit og er talin vera frá því 5500-5000 f.Kr. Seglskip voru lengi vel helstu farartækin til þess að flytja fólk og vörur langar vegalengdir, þar til gufuknúin skip urðu vinsælli á seinni hluta 19. aldar. Hinir frægu landkönnuðir Ferdinand Magellan, Kristófer Kólumbus og Vasco da Gama sigldu til dæmis á seglskipum í leiðöngrum sínum, og landnámsmenn Íslands komu hingað á skipum sem voru aðallega knúin af vindi.

Heron frá Alexandríu er talinn hafa búið til fyrstu vindmylluna á 1. öld e.Kr. Vindmyllan var notuð til að knýja einhvers konar vatnsorgel.

Skoski verkfræðiprófessorinn James Blyth varð fyrstur til að breyta vindorku í raforku en það gerði hann árið 1887. Myndin er frá 1891.
- Vindur og vindorka | Veðurstofa Íslands. (Skoðað 21.04.2017).
- ÍDÞ. „Hvaða orkugjafar eru á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 7. október 2016. (Skoðað 21.04.2017).
- History of wind power - Wikipedia. (Skoðað 21.04.2017).
- Maritime history - Wikipedia. (Skoðað 21.04.2017).
- Geir Þ. Þórarinsson. „Hvað getið þið sagt mér um uppfinningamenn og uppfinningar Forngrikkja?“ Vísindavefurinn, 25. mars 2010. (Skoðað 21.04.2017).
- History of Wind Power - Energy Explained, Your Guide To Understanding Energy - Energy Information Administration. (Skoðað 21.04.2017).
- Wind Energy Foundation | History of Wind Energy. (Skoðað 21.04.2017).
- Vindmylla Herons: History of wind power - Wikipedia. (Sótt 21.04.2017).
- Vindmylla Blyths: History of wind power - Wikipedia. (Sótt 21.04.2017).
- Vindmyllur: Windmill - Wikipedia. Myndrétthafi er Uberprutser. Myndin er birt undir Creative Commons-leyfi. (Sótt 21.04.2017).