- Hvernig er rafmagn búið til úr vindi?
- Hvernig eru vindmyllur gerðar?
- Grunnurinn (e. foundation) gerir það að verkum að vindmyllan dettur ekki niður.
- Turninn heldur vélarhúsinu og hreyflinum uppi.
- Vélarhús (e. nacelle) hýsir gírkassa og rafal sem eru tengdir við turninn og hreyfil. Á vélarhúsinu eru einnig skynjarar sem mæla vindhraða og vindátt, vélin snýr síðan vélarhúsinu upp í vindinn til að hámarka afköstin.
- Hreyfillinn er samsettur úr spöðum og svokallaðri nöf (e. hub). Spaðarnir eru annaðhvort festir beint á nöfina eða á búnað á nöfinni sem getur snúið spöðunum. Fjöldi spaða er valinn eftir loftflæðisnýtni, efniskostnaði og áreiðanleika kerfisins. Vindmyllur síðustu 50 ára hafa yfirleitt tvo eða þrjá spaða. Lengd spaðanna getur verið meira en 60 metrar.
- Wind energy's frequently asked questions - The European Wind Energy Association. (Skoðað 25.08.2016).
- How a wind turbine works - Office of Energy Efficiency and Renewable Energy. (Skoðað 25.08.2016).
- Wind turbine design - Wikipedia, the free encyclopedia. (Skoðað 25.08.2016).
- Krempel windpark - Wikimedia Commons. (Sótt 25.08.2016).
- Windmills D1-D4 (Thornton Bank) - Wikimedia Commons. ©Hans Hillewaert. Birt undir Creative Commons-leyfi. (Sótt 25.08.2016).