Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 526 svör fundust

category-iconVeðurfræði

Hvað er loftvog og hvernig er hún notuð?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvað er barómetermælir og hvernig les maður úr þessum tveim vísum sem er í mælinum og af hverju heitir þetta barómeter? Loftvog er samheiti yfir tæki sem notuð eru til þess að mæla þrýsting loftsins. Neðstu loftlög hvíla undir þeim sem ofar liggja, hin efri þjappa hinum neðri s...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju vísar skottið á ljónum og rófan á köttum alltaf upp í loft?

Skottið á ljónum og rófan á köttum vísar alls ekki alltaf upp á við. Staða rófunnar (eða skottsins í tilviki ljónsins) lýsir geðslagi viðkomandi kattardýrs og er afar mikilvæg í samskiptum þess við aðra meðlimi tegundar sinnar. Sperrt rófan á þessum kettlingi gæti verið merki um áhuga eða forvitni. Oft er hægt ...

category-iconHeimspeki

Hvenær er núna?

Núna er auðvitað nákvæmlega á þessari stundu, það er að segja þegar þetta er skrifað ... eða kannski alveg eins þegar þetta er lesið. Núna er eitt af þeim orðum sem kölluð hafa verið ábendingarorð (e. indexicals) og eru þeim eiginleikum gædd að merking þeirra ræðst af því hver segir þau, hvar og hvenær. Me...

category-iconHugvísindi

Hvaðan kemur heitið landi á heimabruggi?

Orðið landi hefur sennilega orðið til á bannárunum á fyrri hluta 20. aldar þegar óheimilt var að flytja inn og selja áfengi. Vissulega var bruggið einnig óheimilt en margir stunduðu það samt og landabruggun fór víða fram. Orðið landi um heimagert, ólöglegt áfengi, vísar sennilega til þess að það var innlent. Dæ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers vegna heitir allt „Sindra“ á Hornafirði?

Við þessari einföldu spurningu er til einfalt svar. Það er vegna Ungmennafélagsins Sindra. Sindri var stofnaður árið 1934 á Höfn í Hornafirði og hefur síðan þá verið miðpunktur í félagsstarfi og íþróttalífi bæjarins. Sindrabragginn eða Bíóbragginn hýsti fyrstu félagsaðstöðuna sem tekin var í notkun 1944 og ger...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðatiltækið að "gjalda rauðan belg fyrir gráan"?

Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:Hvaðan kemur orðatiltækið að "gjalda rauðan belg fyrir gráan" sem er víst úr Brennu Njáls sögu og einnig til sem "að gjalda bláan belg fyrir gráan". Orðatiltækið að gjalda einhverjum rauðan belg fyrir gráan merkir að 'hefna sín rækilega á einhverjum' og er, eins og fram k...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju segja menn skinkur í merkingunni þúsund krónur?

Í þessu svari er tveimur spurningum svarað: Af hverju er sumar stelpur kallaðar skinkur? Og af hverju segja menn skinkur í merkingunni þúsund krónur? Skinka er slanguryrði um ákveðna tegund kvenna og vísar til útlits og oft til sjálfsdýrkunar. Orðið er ekki með í Orðabók um slangur sem gefin var út 1982 og er ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða mis og -indi er átt við hjá misindismönnum?

Orðið misindi 'hættulegur, slæmur eiginleiki' er sett saman úr tveimur liðum, forskeytinu mis- og viðliðnum –indi. Það er oft fyrri liður samsettra orða sem tákna eitthvað neikvætt eins og misindismaður, misindisfólk, misindislýður, misindishátterni sem öll vísa til ills innrætis. Forskeytið mis- er stendur með na...

category-iconHugvísindi

Er í raun eitthvað til sem heitir staðreyndir?

Heimurinn er settur saman úr staðreyndum sagði frægur heimspekingur einu sinni og hélt að málið væri leyst. En spurningarnar sem vöknuðu voru fleiri en þær sem svarað var. Hvernig birtast þessar staðreyndir, hvert er samband okkar við þær? Er hægt að halda því fram með fullu viti að ekkert sé til nema staðreyndir?...

category-iconHeimspeki

Af hverju þurfa menn að heita eitthvað? Af hverju ekki bara þú, hún eða hann?

Þegar við tölum um hluti og segjum eitthvað um þá, til dæmis „þessi bíll þarna er Volvo“, þurfum við að vísa til þeirra. Þannig tengjum við orð okkar og hugsanir við raunveruleikann, og tryggjum að það sé þessi hlutur en ekki einhver annar sem verið er að tala um. Tungumálið hefur yfir ýmiss konar orðum að ráða...

category-iconBókmenntir og listir

Er atómljóð og prósaljóð sama fyrirbærið eða er einhver munur þar á?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hver, ef einhver, er helsti munurinn á atómljóðum annars vegar og prósaljóðum hins vegar? Í stuttu máli er helsti munurinn sá að prósaljóð er alþjóðlegt hugtak en atómljóð séríslenskt. Hugtakið prósaljóð er alþjóðlegt hugtak um skáldlegan texta sem ekki er á bundnu ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Kærastan mín vill fá ogguponsu mjólk í teið sitt, hvað á hún eiginlega við?

Öll spurningin hljóðaði svona: Kærastan mín sagðist vilja fá 'ogguponsu' mjólk í teið. Ég finn ekkert um þetta orð í neinni orðabók, málið.is innifalið. Getið þið sagt mér hvaðan þetta orð kemur? Orðið ogguponsu um eitthvað mjög lítið er orðið til í barnamáli. Oggu- er ummyndun á ógnar-. Ógn merkir ‘skelfing, ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðasambandið í háa herrans tíð?

Lýsingarorðið hár hefur fleiri en eina merkingu en í sambandinu há tíð hefur það í sér fólgna lengdarmerkingu, það er ‘mjög lengi, langalengi’. Orðið herra hefur merkinguna ‘húsbóndi, yfirmaður, en er einnig notað sem stöðutitill. Þannig má líta á merkinguna þegar talað er um herrann Jesús í sálminum alkunna eftir...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað eru sokkabandsár og duggarabandsár og notaði fólk þessi bönd á einhverju sérstöku tímabili ævinnar?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hverjar eru orðsifjar orðanna sokkabandsár og duggarabandsár? Notaði fólk þessi bönd á einhverju sérstöku tímabili ævinnar? Er einhver munur á orðunum? Nafnorðið sokkabandsár (hk.) merkir ‘bernsku- eða æskuár’ og virðist það býsna gagnsætt, vísar til þess æviskeiðs er ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju segjum við að klukkan sé fjögur en ekki klukkan er fjórar?

Þegar við tilgreinum tímasetningu notum við töluorð í hvorugkyni – segjum klukkan er eitt / tvö / þrjú / fjögur. Við sem eigum íslensku að móðurmáli tökum yfirleitt ekki eftir því að þetta sé neitt skrítið en það veldur oft heilabrotum hjá þeim sem eru að læra íslensku sem annað mál. Lýsingarorð og beygjanleg töl...

Fleiri niðurstöður