Kærastan mín sagðist vilja fá 'ogguponsu' mjólk í teið. Ég finn ekkert um þetta orð í neinni orðabók, málið.is innifalið. Getið þið sagt mér hvaðan þetta orð kemur?Orðið ogguponsu um eitthvað mjög lítið er orðið til í barnamáli. Oggu- er ummyndun á ógnar-. Ógn merkir ‘skelfing, ótti, ógnun’ en er einnig notað sem áhersluforliður, til dæmis ógnarmikið ‘mjög mikið’ eða ógnargott ‘mjög gott’. Forliðurinn oggu- eða oggo- vísar til þess sem er mjög lítið, eitthvað er oggulítið það er mjög lítið. Orðin teljast til óformlegs máls, upphaflega barnamáls. Ponsa er smástelpa en í samsetningunum pínupons og oggupons vísar orðið til einhvers sem er mjög lítið, smávegis af einhverju. Mynd:
- Dajeering med mælk - Wikimedia Commons. (Sótt 06.01.2020).