Af hverju er sumar stelpur kallaðar skinkur? Og af hverju segja menn skinkur í merkingunni þúsund krónur?Skinka er slanguryrði um ákveðna tegund kvenna og vísar til útlits og oft til sjálfsdýrkunar. Orðið er ekki með í Orðabók um slangur sem gefin var út 1982 og er því líklega heldur yngra. Lýsingu á skinku má finna á Wikipediu. Þar er sagt að orðið skinka sé
notað yfir tískufyrirbrigði sem vísar til útlits- og sjálfsdýrkunn kvenna sem ganga lengra en aðrir í fegrunarleiðum og því að ganga í augun á hinu kyninu og nota til þess oftast einhverjar gerfileiðir. Sem dæmi ofbrúnar, þá oftast með hjálp brúnkukrems eða ljósabekkja, ljóshærðar með aflitun hárs, ofmálaðar, klæðast mjög þröngum flegnum fötum, sem dæmi föt sem eru flegin langt niður á brjóst eða svo stutta toppa að kviðurinn verður ber og margar hafa farið í einhverjar lítaaðgerðir eins og brjóstastækkun.
Skinka er slanguryrði um ákveðna tegund kvenna og vísar til útlits og oft til sjálfsdýrkunar. Á myndinni sést Paris Hilton, erfingi Hilton-hótelkeðjunnar.
- Flickr. (Sótt 18.10.2018).