Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju segja menn skinkur í merkingunni þúsund krónur?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Í þessu svari er tveimur spurningum svarað:

Af hverju er sumar stelpur kallaðar skinkur? Og af hverju segja menn skinkur í merkingunni þúsund krónur?

Skinka er slanguryrði um ákveðna tegund kvenna og vísar til útlits og oft til sjálfsdýrkunar. Orðið er ekki með í Orðabók um slangur sem gefin var út 1982 og er því líklega heldur yngra. Lýsingu á skinku má finna á Wikipediu. Þar er sagt að orðið skinka

notað yfir tískufyrirbrigði sem vísar til útlits- og sjálfsdýrkunn kvenna sem ganga lengra en aðrir í fegrunarleiðum og því að ganga í augun á hinu kyninu og nota til þess oftast einhverjar gerfileiðir. Sem dæmi ofbrúnar, þá oftast með hjálp brúnkukrems eða ljósabekkja, ljóshærðar með aflitun hárs, ofmálaðar, klæðast mjög þröngum flegnum fötum, sem dæmi föt sem eru flegin langt niður á brjóst eða svo stutta toppa að kviðurinn verður ber og margar hafa farið í einhverjar lítaaðgerðir eins og brjóstastækkun.

Skinka er slanguryrði um ákveðna tegund kvenna og vísar til útlits og oft til sjálfsdýrkunar. Á myndinni sést Paris Hilton, erfingi Hilton-hótelkeðjunnar.

Lýsingin kemur heim og saman við þau svör sem ég hef fengið frá yngra fólki en ekki virðist orðið mikið notað.

Enginn hefur getað sagt mér hvers vegna þúsund króna seðillinn er kallaður skinka og fáir virðast kannast við notkunina. Mér dettur helst í hug að liturinn á seðlinum minni á litinn á skinkusneið.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

19.10.2018

Spyrjandi

Vigfús Rúnarsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Af hverju segja menn skinkur í merkingunni þúsund krónur?“ Vísindavefurinn, 19. október 2018, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=75400.

Guðrún Kvaran. (2018, 19. október). Af hverju segja menn skinkur í merkingunni þúsund krónur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=75400

Guðrún Kvaran. „Af hverju segja menn skinkur í merkingunni þúsund krónur?“ Vísindavefurinn. 19. okt. 2018. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=75400>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju segja menn skinkur í merkingunni þúsund krónur?
Í þessu svari er tveimur spurningum svarað:

Af hverju er sumar stelpur kallaðar skinkur? Og af hverju segja menn skinkur í merkingunni þúsund krónur?

Skinka er slanguryrði um ákveðna tegund kvenna og vísar til útlits og oft til sjálfsdýrkunar. Orðið er ekki með í Orðabók um slangur sem gefin var út 1982 og er því líklega heldur yngra. Lýsingu á skinku má finna á Wikipediu. Þar er sagt að orðið skinka

notað yfir tískufyrirbrigði sem vísar til útlits- og sjálfsdýrkunn kvenna sem ganga lengra en aðrir í fegrunarleiðum og því að ganga í augun á hinu kyninu og nota til þess oftast einhverjar gerfileiðir. Sem dæmi ofbrúnar, þá oftast með hjálp brúnkukrems eða ljósabekkja, ljóshærðar með aflitun hárs, ofmálaðar, klæðast mjög þröngum flegnum fötum, sem dæmi föt sem eru flegin langt niður á brjóst eða svo stutta toppa að kviðurinn verður ber og margar hafa farið í einhverjar lítaaðgerðir eins og brjóstastækkun.

Skinka er slanguryrði um ákveðna tegund kvenna og vísar til útlits og oft til sjálfsdýrkunar. Á myndinni sést Paris Hilton, erfingi Hilton-hótelkeðjunnar.

Lýsingin kemur heim og saman við þau svör sem ég hef fengið frá yngra fólki en ekki virðist orðið mikið notað.

Enginn hefur getað sagt mér hvers vegna þúsund króna seðillinn er kallaður skinka og fáir virðast kannast við notkunina. Mér dettur helst í hug að liturinn á seðlinum minni á litinn á skinkusneið.

Mynd:

...