Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 869 svör fundust
Hvaðan kemur orðið ferming, pabbi minn sem býr í Svíþjóð er oft spurður að því?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona: Pabbi minn býr í Svíþjóð og hefur verið spurður hvaðan orðið ferming er komið, þar sem ferming er á flestum tungumálum confirmatio. Nafnorðið ferming er leitt með viðskeytinu –ing af sögninni að ferma 'staðfesta skírnarsáttmála eða trúarheit einhvers’. Það kom inn í máli...
Var klaustur í Bæ í Borgarfirði?
Upprunalega spurningin var:Af hverju er yfirleitt talað um Þingeyrarklaustur sem fyrsta klaustur á Íslandi en ekki hið skammlífa Bæjarklaustur í Bæ í Borgarfirði? Mat manna á hvort klaustur hafi nokkurn tímann verið í Bæ er mikið á reiki. Í skýringum með landnámuútgáfu sinni ritaði Jakob Benediktsson (1968, bls...
Hvert er upphaf kristni?
Upphaf kristinnar trúar er að rekja til lífs og starfs Jesú frá Nazaret. Er hann var um þrítugsaldur hóf hann að boða nálægð Guðs ríkis. Að sögn guðspjallanna staðfesti hann boðskap sinn með undrum og kraftaverkum er sannfærðu ýmsa tilheyrendur hans um að Guð væri í verki með honum. Einn þáttur í boðskap hans var ...
Hvaðan kemur orðið „jól“ og úr hverju er það myndað?
Orðið jól kemur þegar fyrir í heiðnum sið og var þá notað um miðsvetrarblót, sólhvarfahátíð. Síðar þegar kristni barst til Norðurlanda og fæðingar Krists var minnst á svipuðum tíma færðist heitið á heiðnu hátíðinni yfir á þá kristnu. Í færeysku er notað jól, í dönsku, norsku og sænsku jul. Í norsku er jol uppr...
Hvort tala fræðimenn um siðbreytingu eða siðaskipti? Af hverju?
Orðnotkun í íslensku hefur verið nokkuð breytileg gegnum tíðina þegar rætt og ritað hefur verið um upptök, útbreiðslu og áhrif lútherskunnar á 16. öld. Fram undir þetta hafa fræðimenn almennt notað eitt heiti yfir alla þætti þessarar þróunar. Það hefur svo verið breytilegt hvort rætt hefur verið um siðbót, siðaski...
Hvað einkenndi kirkjuna og kristni á Íslandi á miðöldum?
Miðaldakristnin hér á landi var kaþólsk kristni á borð við þá sem var að finna um gjörvalla Evrópu. Kaþólska kirkjan er þó ekki eins um allan heim nú á dögum og var það enn síður á þessum fornu tímum þegar erfitt var að koma á miðstýringu og stöðlun. Við kristnitöku hér var tekið við hinni almennu, kaþólsku m...
Hvað eru til mörg trúarbrögð í heiminum?
Það er eiginlega ómögulegt að svara þessari spurningu nákvæmlega þar sem erfitt er að skilgreina hugtakið trúarbrögð. Flestir myndu til að mynda samþykkja að kristni, búddismi og hindúatrú væru mismunandi trúarbrögð. En innan kristninnar eru margir "skólar", til dæmis mótmælendatrú og rómversk-kaþólsk trú. Á þ...
Hvernig urðu menn skylmingaþrælar og hvað fólst í því?
Spurningin í heild var: Hvað voru skylmingaþrælar? Hvaðan komu þeir og hvernig urðu þeir skylmingaþrælar? Hver var besti skylmingaþræll heims? Skylmingaþrælar voru menn sem látnir voru berjast öðru fólki til skemmtunar. Siðurinn átti uppruna sinn hjá Etrúrum og tóku Rómverjar hann síðan upp eftir þeim. Sýningar ...
Hvað gerðist á hvítasunnu?
Á hvítasunnudag tóku postularnir á móti heilögum anda. Þeir töluðu tungum -- það er mæltu þannig að hver og einn nærstaddur skildi þá líkt og þeir töluðu á hans móðurmáli, en þar voru menn af mörgum þjóðernum. 3000 manns létust skírast til kristni þann daginn. Þessi þrjú þúsund voru fyrsti kristni söfnuðurinn. ...
Hver er saga hirðfífla?
Í Snöru má finna skilgreiningu á hirðfífli: trúður, maður sem skemmtir hirðfólki með skrípalátum. Hægt er að rekja sögu hirðfífla allt aftur til Forn-Egypta, eða til fimmtu keisaraættar Egyptalands sem var við völd frá 2494-2345 f.Kr. Á þeim tíma voru Pygmýar frá Afríku vinsælir sem hirðfífl. Þá voru hirðfífl vi...
Hversu langt aftur er hægt að rekja sögu kirkjubygginga á Íslandi?
Svarið við spurningunni veltur á túlkun manna á fyrsta skeiði kristni í landinu sem og í hvaða merkingu orðið kirkja er notað. Ef við notum hugtakið kirkja um byggingu sem einkum er notuð til helgihalds burtséð frá stærð, gerð, eignarhaldi, vígslu og kirkjuréttarlegri stöðu má geta sér þess til að „kirkjur“ hafi r...
Hvað eru til margir kristnir menn?
Kristnir menn eru taldir vera um 2 milljarðar að tölu. Kristni er útbreiddustu trúarbrögð heims og flestir kristnir menn tilheyra kaþólsku kirkjunni. Sjá þessa töflu til frekari glöggvunar: ...
Hvaðan er heitið Kænugarður upprunnið?
Spurningin í fullri lengd var þessi: Er vitað hvaðan nafnið Kænugarður er upprunnið, mér finnst svolítið sérkennilegt að þetta nafn skuli ávallt vera notað af fjölmiðlafólki hérlendis, sérstaklega í seinni tíð, borgin heitir Kiev (eða Kyiv) og er að mér hefur skilist ævafornt nafn á höfuðborg Ukraínu. Orðið...
Hverjir eru helstu hátíðisdagar kirkjuársins og hvað gerðist á þeim?
Í þessu svari er aðallega fjallað um hátíðisdaga íslensku þjóðkirkjunnar en aðrar kirkjudeildir geta haft fleiri eða færri hátíðisdaga. Kirkjuárið hefst með fyrsta sunnudegi í aðventu eða jólaföstu, sem getur verið frá 27. nóvember til 3. desember. Á einu kirkjuári er farið í gegnum líf og starf Jesú Krists á ...
Í hversu mörgum löndum búa kristnir menn?
Spurningin „Í hversu mörgum löndum búa kristnir menn?“ er flóknari en virðist fljótt á litið. Hvað er til dæmis átt við með lönd? Eru það sjálfstæð þjóðríki/þjóðlönd eða landssvæði sem byggð eru ákveðnum þjóðum, þjóðarbrotum eða þjóðflokkum? Þá er líka torvelt að vita hvað átt er við með sögninni að búa? Er át...