Á 11. og 12. öld hefur síðan fyrsta kirkjubyggingaskeið landsins gengið yfir og kirkjur hafa þá risið víða um land og sumar hverjar á stöðum sem enn eru kirkjustaðir. Aðrar hafa lagst af eftir lengri eða skemmri tíma og fallið í gleymsku. Vert er að geta þess að á þessu skeiði var kirkjustofnun veikburða í landinu og því engin yfirvöld til staðar sem ákváðu hvar kirkjur skyldu rísa. Þar var því aðeins um einkaframtak að ræða og allar kirkjur voru þá í einkaeign. Frekara lesefni á Vísindavefnum:
- Snúa allar kirkjur á Íslandi í vestur? eftir Hjalta Hugason
- Hver er munurinn á dómkirkju og venjulegri kirkju? eftir HMS
- Hver er munurinn á kirkju og kapellu? eftir Hjalta Hugason
- Hvað lærði fólk árið 1000? Var um einhverja „menntun“ að ræða? eftir Hjalta Hugason
- Hvað eru margar kirkjur á Íslandi? eftir ÍDÞ
- Hvað er stærsta kirkja í heimi stór og hvar er hún? eftir Margréti Einarsdóttur
- Mats: Myndasafn © Mats Wibe Lund. Sótt 20.3.2009.