Aftur á móti vantar einhverjar kirkjur hinna ýmsu safnaða sem finna má á landinu. En þessar tölur gefa þó ágæta mynd af fjölda kirkna á Íslandi. Sóknir þjóðkirkjunnar eru á þriðja hundrað og prófastsdæmin 12 talsins en þeim hefur heldur fækkað síðustu ár. Þau voru til að mynda 16 er áðurnefnd kirknaskrá var tekin saman. Frekara lesefni á Vísindavefnum:
- Hvers vegna heitir kirkja þessu nafni? eftir Guðrúnu Kvaran
- Hvað er stærsta kirkja í heimi stór og hvar er hún? eftir Margréti Einarsdóttur
- Snúa allar kirkjur á Íslandi í vestur? eftir Hjalta Hugason
- Wikipedia.com. Sótt 7.7.2010.