Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru til mörg trúarbrögð í heiminum?

HMS

Það er eiginlega ómögulegt að svara þessari spurningu nákvæmlega þar sem erfitt er að skilgreina hugtakið trúarbrögð.

Flestir myndu til að mynda samþykkja að kristni, búddismi og hindúatrú væru mismunandi trúarbrögð. En innan kristninnar eru margir "skólar", til dæmis mótmælendatrú og rómversk-kaþólsk trú. Á þá kristni að teljast sem ein eða mörg trúarbrögð?

Ennfremur á kristni sameiginlegar rætur með gyðingdómi og gyðingar og kristnir menn trúa á sama guð. Ætti þá að líta á þetta sem sömu eða sitt hvor trúarbrögðin?

Til að gefa spyrjanda samt eitthvert svar má nefna að yfir 95% allra jarðarbúa aðhyllast eitthvað af eftirfarandi:

  • Kristni
  • Íslam
  • Hindúatrú
  • Búddisma
  • Kínversk trúarbrögð
  • Trúleysi eða guðleysi

Nánar má lesa um þetta í svari við spurningunni Hvaða trúarbrögð eru útbreiddust í heiminum?

Að lokum er bent á að á vefsetri Dóms- og kirkjumálaráðuneytisins má finna lista yfir skráð trúfélög á Íslandi.

Mynd: Image:ReligijneSymbole.png. Wikimedia Commons.


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Heiða María Sigurðardóttir

prófessor við Sálfræðideild

Útgáfudagur

9.10.2006

Spyrjandi

Thelma Rós, f. 1996

Tilvísun

HMS. „Hvað eru til mörg trúarbrögð í heiminum?“ Vísindavefurinn, 9. október 2006, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6285.

HMS. (2006, 9. október). Hvað eru til mörg trúarbrögð í heiminum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6285

HMS. „Hvað eru til mörg trúarbrögð í heiminum?“ Vísindavefurinn. 9. okt. 2006. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6285>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru til mörg trúarbrögð í heiminum?
Það er eiginlega ómögulegt að svara þessari spurningu nákvæmlega þar sem erfitt er að skilgreina hugtakið trúarbrögð.

Flestir myndu til að mynda samþykkja að kristni, búddismi og hindúatrú væru mismunandi trúarbrögð. En innan kristninnar eru margir "skólar", til dæmis mótmælendatrú og rómversk-kaþólsk trú. Á þá kristni að teljast sem ein eða mörg trúarbrögð?

Ennfremur á kristni sameiginlegar rætur með gyðingdómi og gyðingar og kristnir menn trúa á sama guð. Ætti þá að líta á þetta sem sömu eða sitt hvor trúarbrögðin?

Til að gefa spyrjanda samt eitthvert svar má nefna að yfir 95% allra jarðarbúa aðhyllast eitthvað af eftirfarandi:

  • Kristni
  • Íslam
  • Hindúatrú
  • Búddisma
  • Kínversk trúarbrögð
  • Trúleysi eða guðleysi

Nánar má lesa um þetta í svari við spurningunni Hvaða trúarbrögð eru útbreiddust í heiminum?

Að lokum er bent á að á vefsetri Dóms- og kirkjumálaráðuneytisins má finna lista yfir skráð trúfélög á Íslandi.

Mynd: Image:ReligijneSymbole.png. Wikimedia Commons.


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....