Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaðan er heitið Kænugarður upprunnið?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Spurningin í fullri lengd var þessi:
Er vitað hvaðan nafnið Kænugarður er upprunnið, mér finnst svolítið sérkennilegt að þetta nafn skuli ávallt vera notað af fjölmiðlafólki hérlendis, sérstaklega í seinni tíð, borgin heitir Kiev (eða Kyiv) og er að mér hefur skilist ævafornt nafn á höfuðborg Ukraínu.

Orðið Kænugarður er gamalt orð í íslensku og þekkist þegar í fornum bókmenntum. Í Kristni sögu segir að þeir Þorvaldur víðförli Konráðsson og Stefnir Þorgilsson hafi ferðast víða um lönd til að boða kristni. Í 13. kafla sögunnar stendur (stafsetningu breytt):

Þeir Þorvaldur Konráðsson og Stefnir Þorgilsson fundust eftir hvarf Ólafs konungs. Þeir fóru báðir saman víða um heiminn og allt út í Jórsalaheim og þaðan til Miklagarðs og svo til Kænugarðs hið heystra eftir Nepur. Þorvaldur andaðist Í Rúzía, skammt frá Pallteskju (2003:37).

Í neðanmálsskýringum útgefenda stendur um Kænugarð á sömu síðu:

Kænugarður er borgin Kiev á bökkum árinnar Nepur (Dniepr). Hún var lengstum höfuðborgin í veldi Rússa meðan það stóð í blóma. Pallteskja er borgin Polotsk á bökkum árinnar Dvínu í vestanverðu Rússlandi. Hún var ein af þrem helstu borgum í ríki Rússa ásamt Kænugarði og Hólmgarði (Novgorod).

Kænugarður er gamalt orð í íslensku, notað um borgina Kiev á bökkum árinnar Nepur eða Dniepr.

Í þeim stutta kafla sem vitnað er til í Kristni sögu koma fyrir nokkur nöfn sem norrænir menn hafa búið til eða lagað að sínu máli, Jórsalaheimur (Gyðingaland hið forna), Mikligarður (nú Istanbúl), Kænugarður, Nepur og Pallteskja. Mörg fleiri nöfn á erlendum stöðum koma fyrir í fornum bókmenntum. Sum þeirra hafa lifað fram á þennan dag, önnur ekki.

Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989:536) vísar höfundur undir flettunni Kænugarður í fornrússnesku Kijan-gorod eða þann möguleika nafnið sé dregið af íbúaheitinu í fornrússnesku Kijane 'íbúar Kiev'. Górod á rússnesku merkir 'borg' og er af sama stofni og íslenska garður. Forliðurinn hefur verið tengdur orðinu kæna 'lítill bátur, smáfleyta'.

Heimildir:
  • Ásgeir Blöndal Magnússon 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík.
  • Kristni saga. 2003. Í: Biskupa sögur I. Síðari hluti – sögutextar. Sigurgeir Steingrímsson, Ólafur Halldórsson og Peter Foote gáfu út. Hið íslenzka fornritafélag, Reykjavík.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

19.3.2014

Síðast uppfært

12.5.2017

Spyrjandi

Arnar Hjaltason

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaðan er heitið Kænugarður upprunnið?“ Vísindavefurinn, 19. mars 2014, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=66993.

Guðrún Kvaran. (2014, 19. mars). Hvaðan er heitið Kænugarður upprunnið? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=66993

Guðrún Kvaran. „Hvaðan er heitið Kænugarður upprunnið?“ Vísindavefurinn. 19. mar. 2014. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=66993>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaðan er heitið Kænugarður upprunnið?
Spurningin í fullri lengd var þessi:

Er vitað hvaðan nafnið Kænugarður er upprunnið, mér finnst svolítið sérkennilegt að þetta nafn skuli ávallt vera notað af fjölmiðlafólki hérlendis, sérstaklega í seinni tíð, borgin heitir Kiev (eða Kyiv) og er að mér hefur skilist ævafornt nafn á höfuðborg Ukraínu.

Orðið Kænugarður er gamalt orð í íslensku og þekkist þegar í fornum bókmenntum. Í Kristni sögu segir að þeir Þorvaldur víðförli Konráðsson og Stefnir Þorgilsson hafi ferðast víða um lönd til að boða kristni. Í 13. kafla sögunnar stendur (stafsetningu breytt):

Þeir Þorvaldur Konráðsson og Stefnir Þorgilsson fundust eftir hvarf Ólafs konungs. Þeir fóru báðir saman víða um heiminn og allt út í Jórsalaheim og þaðan til Miklagarðs og svo til Kænugarðs hið heystra eftir Nepur. Þorvaldur andaðist Í Rúzía, skammt frá Pallteskju (2003:37).

Í neðanmálsskýringum útgefenda stendur um Kænugarð á sömu síðu:

Kænugarður er borgin Kiev á bökkum árinnar Nepur (Dniepr). Hún var lengstum höfuðborgin í veldi Rússa meðan það stóð í blóma. Pallteskja er borgin Polotsk á bökkum árinnar Dvínu í vestanverðu Rússlandi. Hún var ein af þrem helstu borgum í ríki Rússa ásamt Kænugarði og Hólmgarði (Novgorod).

Kænugarður er gamalt orð í íslensku, notað um borgina Kiev á bökkum árinnar Nepur eða Dniepr.

Í þeim stutta kafla sem vitnað er til í Kristni sögu koma fyrir nokkur nöfn sem norrænir menn hafa búið til eða lagað að sínu máli, Jórsalaheimur (Gyðingaland hið forna), Mikligarður (nú Istanbúl), Kænugarður, Nepur og Pallteskja. Mörg fleiri nöfn á erlendum stöðum koma fyrir í fornum bókmenntum. Sum þeirra hafa lifað fram á þennan dag, önnur ekki.

Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989:536) vísar höfundur undir flettunni Kænugarður í fornrússnesku Kijan-gorod eða þann möguleika nafnið sé dregið af íbúaheitinu í fornrússnesku Kijane 'íbúar Kiev'. Górod á rússnesku merkir 'borg' og er af sama stofni og íslenska garður. Forliðurinn hefur verið tengdur orðinu kæna 'lítill bátur, smáfleyta'.

Heimildir:
  • Ásgeir Blöndal Magnússon 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík.
  • Kristni saga. 2003. Í: Biskupa sögur I. Síðari hluti – sögutextar. Sigurgeir Steingrímsson, Ólafur Halldórsson og Peter Foote gáfu út. Hið íslenzka fornritafélag, Reykjavík.

Mynd:

...