Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 108 svör fundust
Hvert var upphaf forngrískra bókmennta? Er ekki til eitthvað eldra en Hómerskviður?
Gríska stafrófið var fundið upp á 8. öld f.Kr. Reyndar höfðu Grikkir átt sér ritmál áður en þeir fundu upp stafróf sitt: Línuletur B var notað til að rita grísku um 1600 til 1100 f.Kr. og arkadó-kýpverska mállýskan hafði verið rituð með sérstöku atkvæðarófi. En hvorugt þessara eldri ritkerfa Grikkja var notað til ...
Hvernig byrja ævintýri?
Upprunalegar spurningar hljóðuðu svona: Af hverju byrja ógeðslega margar sögur á Einu sinni var eða Einu sinni kom eða Einu sinni fór? (Elín Heiður) og Eru til einhver ævintýri sem byrja á y eða ý? (Christina Bengtsson). Ævintýri eru oft skilgreind með því að bera þau saman við aðrar þjóðsögur, svo sem sagnir,...
Hvað er ljóð?
Samkvæmt Íslenskri orðabók er ljóð:ljóðrænn texti þar sem hrynjandi og myndmáli er meðal annars beitt markvisst, stuðlar eru áberandi og rím er oft notað, er annaðhvort háttbundinn, þar sem skipan þessara og fleiri atriða fer eftir föstum reglum, eða frjáls, án slíkra reglna […] (Íslensk orðabók, bls. 916).Í ljóðu...
Hvar eru öll tunglsýnin geymd?
Sex Apollo-geimför lentu á tunglinu milli 1969 og 1972 og samanlagt söfnuðu geimfararnir 382 kg af tunglgrjóti, jarðvegi og öðrum sýnum af tunglinu. Sýni voru tekin á sex mismunandi rannsóknarsvæðum. Þar að auki sneru þrjú ómönnuð sovésk geimför til jarðar með um 300 grömm af sýnum frá þremur stöðum á tunglinu. ...
Hvað er Talmúð?
Orðið Talmúð þýðir „að læra“ á hebresku en vísar yfirleitt til safnrits margra bóka með lögum og margvíslegum túlkunum og útskýringum á ýmsum laga- og ritningargreinum. Næst á eftir Biblíunni, sem hjá gyðingum tekur aðeins til Gamla testamentisins, er Talmúð mikilvægasta rit gyðingdóms. Þetta mikla safnrit innihel...
Getur verið að Morinsheiði sé kennd við enska ferðalanginn William Morris?
Morinsheiði er á þekktri gönguleið yfir Fimmvörðuháls. Örnefnið Morinsheiði er sérkennilegt og uppruni þess er ekki þekktur. Orðhlutinn Mor- er kunnur, getur merkt ‘smáagnir’, ‘óhreinindi’ og líka ‘mistur’ eða ‘moldrok’. Orðið getur einnig táknað lit og merkir þá það sama og þegar eitthvað er sagt mólitað. Til dæm...
Er hægt að gefa líkama sinn til vísindarannsókna eftir dauðann?
Ekki er að finna nein ákvæði í lögum eða reglugerðum um heimild til að gefa líkama sinn til vísindarannsókna. Menn geta ánafnað líkama sinn, til dæmis til læknadeildar Háskóla Íslands, til rannsóknar og kennslu. Sá sem hefur áhuga á því gerir lögformlegan samning í votta viðurvist við Háskóla Íslands. Í samning...
Hvernig er nafnið á Valhúsahæð til komið?
Nafnið Valhúsahæð er talið dregið af því að fálkafangarar á fyrri öldum hafi geymt veiðifálka (vali) sem ætlaðir voru Danakonungi í húsi á hæðinni á Seltjarnarnesi meðan beðið var skips. Ekki er vitað hvenær það var byggt, en um miðja 18. öld var byggt fálkahús á Bessastöðum sem síðar var flutt til Reykjavíkur. Sí...
Hver skrifaði Kóraninn?
Múslímar telja að Kóraninn hafi vitrast Múhameð spámanni smám saman á 20 ára tímabili. Þá var Múhameð í leiðslu og Gabríel erkiengill birtist honum og opinberaði honum textann sem síðar varð að Kóraninum. Þegar Múhameð vaknaði úr leiðslunni fór hann með orðin sem honum höfðu vitrast. Sumir lærðu þau utanbókar e...
Er vörumerkið Nike nefnt eftir grísku gyðjunni Níke?
Já, vörumerkið er nefnt eftir sigurgyðjunni Níke en nafn hennar merkir einfaldlega "sigur" á grísku. Ástæðan er einföld: í íþróttum er keppt til sigurs. Níke er hvergi getið í kviðum Hómers en skáldið Hesíódos (uppi á seinni hluta 8. aldar f.Kr.) segir að sigurgyðjan hafi verið dóttir Pallasar og Styx, dóttur ...
Hvar geyma fuglar eggin áður en þeir verpa þeim?
Spyrjandinn vill líklega vita hvar frjóvguð egg eru geymd því ófrjóvguð egg eru í eggjastokkum kvenfugla líkt og er raunin á meðal annara kvendýra. En til þess að geta svarað spurningunni er nauðsynlegt að fjalla fyrst um æxlunarfæri kvenfuglsins. Langflestar fuglategundir eru aðeins með einn eggjaleiðara og eg...
Hvað er ATP?
ATP er skammstöfun fyrir adenosine triphosphate eða adenósín þrífosfat á íslensku. Þetta er lífrænt efnasamband sem finnst í öllum frumum. ATP geymir í sér mikla orku og er gjarnan kallað orkuefni líkamans. Eins og nafnið bendir til eru þrír fosfathópar í hverri sameind af ATP. Efnatengin milli fosfathópanna...
Er hægt að stoppa upp köngulær og langfætlur?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Er hægt að stoppa upp köngulær og langfætlur? Ef það er hægt hvernig er það þá gert?Best er að varðveita köngulær og langfætlur í sérstökum vökva því þær hafa ekki harða skurn eins og skordýr. Því hentar illa þurrka þær og festa með nál því þær skorpna og molna þegar þær þor...
Hvað eru yrðlingar stórir við fæðingu?
Orðið yrðlingur er oftast notað um ung afkvæmi refs (þar á meðal heimskautarefs, Alopex lagopus), en stundum annarra dýra, til dæmis músa. Við gerum ráð fyrir að spyrjandi sé að velta því fyrir sér hvað refayrðlingar séu stórir þegar þeir fæðast. Eftir um 49-57 daga meðgöngu gýtur lágfóta eða bleyðan, eins og ...
Hvaða fiskitegundir er hægt að veiða í kringum Ísland?
Á hafsvæðinu í kringum Ísland eru þekktar um 350 tegundir fiska. Það er þó langt frá því að allar þessar tegundir séu veiddar eða veiðanlegar. Margar þeirra eru sjaldséðar og koma ekki oft í veiðarfæri sjómanna. Árið 2014 veiddu íslensk skip 57 fisktegundir á miðunum í kringum landið. Þegar skoðaðar eru tölu...