Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Getur verið að Morinsheiði sé kennd við enska ferðalanginn William Morris?

Hallgrímur J. Ámundason

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Morinsheiði er á þekktri gönguleið yfir Fimmvörðuháls. Örnefnið Morinsheiði er sérkennilegt og uppruni þess er ekki þekktur. Orðhlutinn Mor- er kunnur, getur merkt ‘smáagnir’, ‘óhreinindi’ og líka ‘mistur’ eða ‘moldrok’. Orðið getur einnig táknað lit og merkir þá það sama og þegar eitthvað er sagt mólitað. Til dæmis má nefna samsetninguna morvatn sem merkir ‘jökulvatn’.

Hvernig orðmyndin Morins- er tilkomin er erfiðara að segja. Þórður Tómasson telur að heiðin dragi nafn af mórauðum lit sínum (munnleg heimild 30.3.2010). Einnig má ímynda sér að til grundvallar liggi lýsingarorðið (lh.þt.) *morinn sem að vísu er hvergi skjalfest en liggur ef til vill sagnorðinu morna til grundvallar. Sögnin morna merkir að ‘visna’ eða ‘hrörna’.

Morinsheiði er á þekktri gönguleið yfir Fimmvörðuháls. Heiðin sést hér fyrir miðri mynd. Hægt er að smella á myndina til að sjá stærra eintak af henni.

Samsetta orðið Morinsheiði gæti þá vísað til þess að hún er gróðurlaus, veðruð og eyðileg. Sambærilega samsett örnefni eru til dæmis Óþveginstunga og Ódáinsakur. Samnöfn eru stundum samsett á sama hátt, nægir að nefna hulinshjálm (eða huliðshjálm) sem dæmi.

Kenningar hafa verið uppi um að heiðin sé kennd við enska ferðalanginn William Morris sem ferðaðist um Ísland árin 1871 og 1873. (William Morris, Dagbækur úr Íslandsferðum 1871–1873. Reykjavík 1975.) Örnefnið Morrisheiði hefur jafnvel sést á prentuðum kortum. Morris þessi var vissulega á svipuðum slóðum árið 1873 en hann hefur þó samkvæmt dagbók sinni ekki farið í Goðaland heldur aðeins haft skamma viðdvöl í Þórsmörk.

Ekki eru kunnar neinar heimildir um að heiðin sé kennd við Morris og ólíklegt að svo sé. Menn hafa freistast til þess að tengja heiðina við Morris vegna þess hversu torskilið örnefni Morinsheiði er og vegna þess að vitað var af Morris í nágrenninu. Þórður Tómasson aftekur að heiðin geti verið kennd við William Morris (munnleg heimild 30.3.2010).

Kenningar hafa verið uppi um að heiðin sé kennd við enska ferðalanginn William Morris en engar heimildir eru kunnar um það.

Ritmyndin Morinsheiði kemur á prenti þegar 1884 (Ísafold 7. maí) og þá er ekki liðinn nema réttur áratugur síðan Morris var á ferðinni. Afar ólíklegt er að örnefnið kunni að hafa afbakast á svo stuttum tíma. Aðrar heimildir frá fyrri hluta 20. aldar styðja allar ritmyndina Morinsheiði. Morinsheiðarkambar heita uppi á heiðinni.

Myndir:


Þetta svar er hluti af lengri umfjöllun um Fimmvörðuháls og fleiri örnefni á þeim slóðum sem lesa má á vef Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Það er birt hér með góðfúslegu leyfi.

Höfundur

Hallgrímur J.  Ámundason

fyrrverandi verkefnisstjóri nafnfræðisviðs á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Útgáfudagur

21.2.2012

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Hallgrímur J. Ámundason. „Getur verið að Morinsheiði sé kennd við enska ferðalanginn William Morris?“ Vísindavefurinn, 21. febrúar 2012, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=55912.

Hallgrímur J. Ámundason. (2012, 21. febrúar). Getur verið að Morinsheiði sé kennd við enska ferðalanginn William Morris? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=55912

Hallgrímur J. Ámundason. „Getur verið að Morinsheiði sé kennd við enska ferðalanginn William Morris?“ Vísindavefurinn. 21. feb. 2012. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=55912>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Getur verið að Morinsheiði sé kennd við enska ferðalanginn William Morris?
Morinsheiði er á þekktri gönguleið yfir Fimmvörðuháls. Örnefnið Morinsheiði er sérkennilegt og uppruni þess er ekki þekktur. Orðhlutinn Mor- er kunnur, getur merkt ‘smáagnir’, ‘óhreinindi’ og líka ‘mistur’ eða ‘moldrok’. Orðið getur einnig táknað lit og merkir þá það sama og þegar eitthvað er sagt mólitað. Til dæmis má nefna samsetninguna morvatn sem merkir ‘jökulvatn’.

Hvernig orðmyndin Morins- er tilkomin er erfiðara að segja. Þórður Tómasson telur að heiðin dragi nafn af mórauðum lit sínum (munnleg heimild 30.3.2010). Einnig má ímynda sér að til grundvallar liggi lýsingarorðið (lh.þt.) *morinn sem að vísu er hvergi skjalfest en liggur ef til vill sagnorðinu morna til grundvallar. Sögnin morna merkir að ‘visna’ eða ‘hrörna’.

Morinsheiði er á þekktri gönguleið yfir Fimmvörðuháls. Heiðin sést hér fyrir miðri mynd. Hægt er að smella á myndina til að sjá stærra eintak af henni.

Samsetta orðið Morinsheiði gæti þá vísað til þess að hún er gróðurlaus, veðruð og eyðileg. Sambærilega samsett örnefni eru til dæmis Óþveginstunga og Ódáinsakur. Samnöfn eru stundum samsett á sama hátt, nægir að nefna hulinshjálm (eða huliðshjálm) sem dæmi.

Kenningar hafa verið uppi um að heiðin sé kennd við enska ferðalanginn William Morris sem ferðaðist um Ísland árin 1871 og 1873. (William Morris, Dagbækur úr Íslandsferðum 1871–1873. Reykjavík 1975.) Örnefnið Morrisheiði hefur jafnvel sést á prentuðum kortum. Morris þessi var vissulega á svipuðum slóðum árið 1873 en hann hefur þó samkvæmt dagbók sinni ekki farið í Goðaland heldur aðeins haft skamma viðdvöl í Þórsmörk.

Ekki eru kunnar neinar heimildir um að heiðin sé kennd við Morris og ólíklegt að svo sé. Menn hafa freistast til þess að tengja heiðina við Morris vegna þess hversu torskilið örnefni Morinsheiði er og vegna þess að vitað var af Morris í nágrenninu. Þórður Tómasson aftekur að heiðin geti verið kennd við William Morris (munnleg heimild 30.3.2010).

Kenningar hafa verið uppi um að heiðin sé kennd við enska ferðalanginn William Morris en engar heimildir eru kunnar um það.

Ritmyndin Morinsheiði kemur á prenti þegar 1884 (Ísafold 7. maí) og þá er ekki liðinn nema réttur áratugur síðan Morris var á ferðinni. Afar ólíklegt er að örnefnið kunni að hafa afbakast á svo stuttum tíma. Aðrar heimildir frá fyrri hluta 20. aldar styðja allar ritmyndina Morinsheiði. Morinsheiðarkambar heita uppi á heiðinni.

Myndir:


Þetta svar er hluti af lengri umfjöllun um Fimmvörðuháls og fleiri örnefni á þeim slóðum sem lesa má á vef Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Það er birt hér með góðfúslegu leyfi.

...