Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 53 svör fundust

category-iconStærðfræði

Hver er þyngd og rúmmál eins milljarðs íslenskra króna í fimm þúsund króna seðlum?

Þær upplýsingar fengust frá Seðlabanka Íslands að einn milljarður króna í fimm þúsund króna seðlum sé 186,7 kíló að þyngd og því sem næst fjórðungi úr rúmmetra að rúmmáli. Þessar tölur miðast við að seðlarnir séu ónotaðir. Til að setja þessar tölur í samhengi má benda á að eins lítra mjólkurferna vegur um það bil...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvað er langt síðan jarðarbúar voru raunverulega helmingi færri en þeir eru í dag?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Heyrði einhvern í viðtalsþætti (um eitthvað allt annað) halda því blákalt fram að það væri ekki lengra síðan en á 10. áratug síðustu aldar sem jarðarbúar voru helmingi færri en í dag - Getur þetta virkilega staðist? Þegar þetta er skrifað, vorið 2020, er talið að jarðarbúar séu...

category-iconStærðfræði

Hvaða tölur koma á eftir milljón og milljarði?

Milljón er sem kunnugt er þúsund þúsundir og milljarður er þúsund milljónir. Næsta tala sem hefur sérstakt heiti í þessum stiga er billjónin sem er milljón milljónir. Síðan kemur trilljónin sem er milljón billjónir og kvadrilljón sem er milljón trilljónir. Þá kemur kvintilljón, sextilljón og svo framvegis. Forskey...

category-iconFélagsvísindi

Hversu há eru heildarfjárlög ríkissjóðs Íslands?

Í fjárlögum fyrir árið 2003 er gert ráð fyrir að tekjur svokallaðs A-hluta ríkissjóðs verði 271,6 milljarðar króna og útgjöld 260,1 milljarður. Langstærstur hluti umsvifa ríkisins telst til þessa A-hluta. Nokkur ríkisfyrirtæki með mjög sjálfstæðan rekstur teljast til B-hluta og er gert ráð fyrir að þau skili samta...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað eru margir nanómetrar í einum metra?

Eins og fram kemur í svari okkar við spurningunni Hver eru heiti allra eininga metrakerfisins? Hvað ræður nafngiftinni? þá er einn milljarður nanómetra í einum metra. Í þessu sama svari er tafla sem sýnir hvað forskeyti metrakerfisins merkja. Í svari Viðars Guðmundssonar við spurningunni Hvað er nanótækni? kemu...

category-iconLæknisfræði

Hversu margir reykja?

Samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) er talið að undir lok síðustu aldar hafi að minnsta kosti þriðjungur allra jarðarbúa fimmtán ára og eldri reykt. Tíðni reykinga er mjög breytileg á milli landa en almennt er hlutfall þeirra sem reykja nokkuð hærra í þróunarlöndum og í löndum...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvað eru til margar stjörnur í alheiminum?

Í fyrsta lagi eru um 6000 stjörnur sýnilegar á næturhimninum með berum augum. Við sjáum þó aldrei nema helminginn af þeim í einu af því að helmingur himinsins er fyrir neðan sjóndeildarhring. Sjá nánar um þetta í svari Sævars Helga Bragasonar við spurningunni Hversu margar stjörnur sjást á heiðskírri nóttu? Í ...

category-iconLandafræði

Hvert verður þriðja landið til að ná milljarði íbúa samkvæmt fólksfjöldaspám?

Í dag eru aðeins tvö ríki í heiminum þar sem fólksfjöldi nær einum milljarði. Kínverjar eru rúmlega 1,3 milljarðar og Indverjar rúmlega 1,2 milljarðar. Spár gera ekki ráð fyrir að nokkurt annað ríki nái að fagna milljarðasta íbúanum. Aðeins tvö lönd falla í flokk þeirra sem hafa fleiri en einn milljarð íbúa og ...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvers vegna telja vísindamenn að þeir geti séð aftur í Miklahvell ef þeir horfa nógu langt út í geim? - Er sá eiginleiki ekki ónothæfur ef fjarlægðin var ekki til staðar þá?

Vísindamenn telja ekki að þeir geti séð aftur í Miklahvell ef þeir horfa nógu langt út í geiminn. Ástæðan er sú að fyrstu milljón árin var heimurinn ógegnsær og því verður aldrei hægt að sjá nær Miklahvelli en það. Sennilega er þó nær að gera ráð fyrir að ekki muni unnt í náinni framtíð að sjá miklu nær Miklah...

category-iconLandafræði

Ef allt mannkynið stæði á einum fleti, hvað yrði hann þá stór, til dæmis miðað við eitthvert land?

Í svari okkar við spurningunni Hvað búa margir í heiminum? kemur fram að mannkynið er nú talið vera um 6,2 milljarðar en einn milljarður er þúsund milljónir eða 109. Til samanburðar má nefna að Ísland er rúmir 100.000 ferkílómetrar að stærð. Hver ferkílómetri er milljón fermetrar þannig að landið er samtals rúm...

category-iconFélagsvísindi

Hvað duga peningaseðlar og mynt lengi?

Seðlabanki Íslands hefur einkarétt á því að gefa út gjaldmiðil Íslands. Í lok nóvembermánaðar 2003 var samanlagt verðgildi peninga í umferð tæplega 10 milljarðar króna. Þar af var um 8½ milljarður í seðlum og 1½ milljarður í mynt. Fjöldi seðla í umferð var um 6,9 milljónir, þar af voru 2,3 milljónir af 10, 50 og ...

category-iconÁrtúnsskóli

Hvað eru til margir menn og konur í heiminum?

Á síðu Manntalsskrifstofu Bandaríkjanna er teljari sem sýnir áætlaðan mannfjölda í heiminum. Þar kemur fram að þegar þetta svar er endurskoðað (28. júní 2019) er áætlaður mannfjöldi í heiminum:7.581.592.200eða rétt rúmur sjö og hálfur milljarður. Okkur er ekki kunnugt um síðu á vefnum þar sem konur og karlar ...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hver er vinsælasta íþrótt í heimi?

Fótbolti er vinsælasta íþrótt í heimi. Samkvæmt tölum frá FIFA (frá árinu 2000) leika rúmlega 240 milljónir manna um heim allan fótbolta. Það þýðir að einn af hverjum 25 iðka knattspyrnu reglulega. Í dómarastétt knattspyrnunnar eru um 5 milljónir manna. Knattspyrna er leikin í öllum heimshornum. Ef börn og aðr...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvenær varð alheimurinn til?

Hægt er að beita nokkrum aðferðum til að finna aldur alheimsins og þessum aðferðum ber ekki alveg saman. Auk þess þróast aðferðir og hugmyndir ört. Um þessar mundir telja flestir aldur alheimsins vera á bilinu 11-20 milljarðar ára og margir þrengja bilið frekar og tala um 12-14 milljarða. Þetta er gífurlega lan...

category-iconLandafræði

Eru fleiri manneskjur lifandi í dag heldur en nokkurn tímann hafa dáið?

Eins og kemur fram í þessu svari eru núlifandi jarðarbúar rúmlega 6 milljarðar. Í svari Gísla Gunnarssonar við spurningunni Hvað hafa margir fæðst á jörðinni? kemur hins vegar fram að alls hafi um 27,5 milljarðar manna fæðst hingað til. Af þessu má draga þá ályktun að 21,5 milljarður hafi dáið. Svarið við spurn...

Fleiri niðurstöður