Þetta er býsna stór tala en hún er þó minni en fjöldi vatnssameinda í 18 grömmum af vatni, en hann er um 600.000 trilljónir. Hún er líka minni en fjöldi sandkorna í heiminum en þau eru 66.300 trilljónir samkvæmt svari JGÞ við spurningunni Hvort eru fleiri, sandkorn jarðar eða stjörnur alheims? Um fjölda stjarna í alheiminum má lesa nokkru nánar í svari Sævars Helga Bragasonar og Tryggva Þorgeirssonar við spurningunni Hvað eru margar stjörnur í geimnum? Til frekari fróðleiks má svo benda á önnur svör á Vísindavefnum, til dæmis:
- Hvað er búið að finna mörg sólkerfi? eftir ÞV
- Hvað eru til margar reikistjörnur? eftir ÞV
- Hvað eru margar fastastjörnur í Vetrarbrautinni okkar, og hversu margar eru tvístirni? eftir Sævar Helga Bragason og Þorstein Vilhjálmsson
- Hvað eru til mörg stjörnumerki í himinhvolfinu? eftir Sævar Helga Bragason
- Hvernig verða stjörnur til? eftir SHB
- Hvernig er leitað að reikistjörnum utan sólkerfisins? eftir Tryggva Þorgeirsson
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.