Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Hægt er að beita nokkrum aðferðum til að finna aldur alheimsins og þessum aðferðum ber ekki alveg saman. Auk þess þróast aðferðir og hugmyndir ört. Um þessar mundir telja flestir aldur alheimsins vera á bilinu 11-20 milljarðar ára og margir þrengja bilið frekar og tala um 12-14 milljarða.
Þetta er gífurlega langur tími því að einn milljarður er sem kunnugt er þúsund milljónir og milljón ár er í rauninni óskiljanlega langur tími.
Af þessum tíma hefur jörðin verið til í um það bil 4,6 milljarða ára eða þriðjung tímans. Aldur lífsins á jörðinni er nú talinn vera um 3,6 milljarðar ára. Talið er að fyrir 5-6 milljónum ára hafi verið komin fram tegund sem þróaðist til nútímamannsins en tegundin hinn viti borni maður (Homo sapiens) hefur aðeins verið til í 300-400 þúsund ár.
Nánar má lesa um þetta í svörum Tryggva Þorgeirssonar við spurningunum Hvenær varð heimurinn til? og Hvernig varð jörðin til?
Einnig er áhugavert að lesa svar Guðmundar Eggertssonar við spurningunni Hvenær kviknaði líf á jörðinni og hvers vegna?
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.