Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 113 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað kallast kvenkyns hlébarði?

Venjan er að kalla kvenkyns kattardýr læður hvort sem það eru dýr af smákattategundum svo sem heimiliskettir (Felix cattus) eða kettir af stórkattaættkvíslinni (Panthera). Því er eðlilegt að nota orðið hlébarðalæða um kvendýr hlébarðans (Panthera pardus). Hins vegar hefur skapast sú hefð að kalla kvendýr tígrisdýr...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað heita kven- og karldýr tígrisdýra?

Kvendýr tígrisdýra eru kölluð á íslensku tígrisynjur samanber kvendýr ljóna, ljónynjur. Þetta er þýðing á enska orðinu tigress. Aftur á móti eru karldýrin oftast kölluð fress eða tígrisfress. Í ensku eru oftast notað orðin male tiger, karltígrisdýr eða karltígrar, þannig að ekkert sérstakt orð hefur þar verið fun...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig fjölga sporðdrekar sér?

Flestar tegundir sporðdreka fjölga sér með kynæxlun. Kynlaus æxlun þekkist þó hjá einhverjum tegundum, til dæmis af ættkvíslunum Tityus og Hottentotta, en þar verður æxlun með meyfæðingu, það er ófrjóvguð egg þroskast og verða að nýjum einstaklingum. Kynæxlun sporðdreka verður þegar sáðsekkur frá karldýri flys...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Ráðast hákarlar á stökkla?

Það er þekkt að stökklar (Tursiops truncatus) verði fyrir árásum stórra hákarla. Helstu afræningjar stökkla eru hákarlar, háhyrningar og menn. Hákarlar ráðast gjarnan að stökklum þegar kvendýrin eru að fæða. Blóðið laðar hákarlana á staðinn. Samhjálp er mikil meðal stökkla og í hópnum eru nokkur kvendýr, eins ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað heitir kvenkyns hákarl? Er það hámeri?

Orðið hámeri er vissulega í kvenkyni en það er þó alls ekki heiti yfir kvendýr hákarla heldur nafn á sérstakri tegund háfiska (Pleurotremata). Hámeri á því bæði við um kven- og karldýr tegundarinnar, rétt eins og orðið hákarl er notað bæði fyrir kven- og karldýr hákarla. Háfiskar (eins og hámeri, hákarlar og háfar...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um bavíana og félagskerfi þeirra?

Einnig er svarað spurningunum: Hvað vitið þið um fjallabavíana (e. chacma baboon)? Getið þið sýnt mér myndir af bavíönum? Til eru fimm tegundir bavíana. Fjórar tilheyra ættkvíslinni Papio: Gulbavíani (Papio cynocephalus), fjallabavíani (Papio ursinus), ólífubavíani (Papio anubis) og hamadrýasbavíani (Papio hama...

category-iconVísindavefurinn

Hver voru tíu vinsælustu svörin á Vísindavefnum í febrúar 2012?

Samkvæmt vefmælingu Modernus voru tíu vinsælustu svör febrúarmánaðar á Vísindavefnum árið 2012 þessi hér: Hvaða áhrif hefur of mikið estrógen á karlmenn? Getið þið sagt mér frá eitruðu sprettköngulónni og af hverju éta kvendýr hennar karlana eftir mökun? Hversu mikið blóð kemur þegar konur hafa blæðingar? Hv...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað geta górillur orðið gamlar og hver er meðalaldur þeirra?

Fjölmargir þættir í líffræði górilluapa (Gorilla gorilla) eru lítt kunnir vísindamönnum, þrátt fyrir að þessi apar séu nánir ættingjar manna. Górilluapar eru bæði afar sjaldgæfir, til að mynda fjallagórillur (Gorilla beringei beringei), og lifa á afar ógreiðfærum svæðum í miðhluta Afríku, aðallega í Kongó (áður Za...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju eru til brjóst?

Megintilgangur brjósta er að framleiða mjólk fyrir afkvæmi. Í spenunum eru mjólkurkirtlar en þar myndast mjólkin. Kvendýr allra spendýrategunda mynda mjólk sem afkvæmi þeirra drekka. Að jafnaði fara brjóst ekki að stækka fyrr en við kynþroska en þau stækka fyrir tilstilli kvenkynhormóna. Þess vegna stækka brjóst s...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er til dýr sem heitir lígur? Það er sagt vera blanda af ljóni og tígrisdýri.

Já, til er dýr sem kallast lígur. Lígur er blendingur, afkvæmi karlljóns og tígrisynju. Afkvæmi ljónynju og karltígurs kallast síðan lígon. Ólíkt flestum blendingum annarra dýrategunda eru kvendýr þessara blendinga stundum frjó. Nánar má lesa um blendinga í svari Jóns Más Halldórssonar við spurningunni Hefur t...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers vegna éta kvenkyns köngulær karldýrin eftir mökun?

Hér er einnig að finna svar við spurningunni:Hvernig makast krossköngulær?Æxlunarmáti krossköngulóa er mjög óvenjulegur. Sæði karldýrsins er framleitt í kynkirtlum sem tengjast ekki þreifurum sem gegna hlutverki getnaðarlims. Þegar köngulærnar verða kynþroska ummyndast þreifararnir og geta þá tekið við og geymt sæ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hversu margar dýrategundir hafa einungis einn maka á lífsleiðinni? Hvaða dýr eru það?

Nokkur pörunarmynstur eru þekkt í náttúrunni. Í fyrsta lagi er það svokallað einkvæni (e. monogamy). Einkvæni kallast það þegar dýr velja sér annað dýr til pörunar á hverju pörunartímabili en halda að því loknu í sitt hvora áttina. Í öðru lagi er það svokallað fjölkvæni (e. polygyny). Fjölkvæni kallast það þegar ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers kyns eru hermaurar í maurabúum?

Ef átt er við termíta (Isoptera) eru vinnumaurar og hermaurar gyðlur (ungviði skordýra með ófullkomna myndbreytingu) sem ná ekki fullum þroska. Bæði vinnutermítar og hertermítar eru af báðum kynjum. Hjá tegundinni Nasutitermes exitiosus er munur á stórum (kvenkyns) og litlum (karlkyns) hermaurum. Ef átt er við...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er helsti útlitsmunur á núlifandi deilitegundum tígrisdýra?

Aðeins sex deilitegundur tígrisdýra eru eftir á jörðinni. Þær eru amur-(ussuri)tígrisdýrið (Panthera tigris altaica) sem stundum er nefnt Síberíu-tígrisdýr, suður-kínverska tígrisdýrið (Panthera tigris amoyensis), bengaltígrisdýrið (Panthera tigris tigris), indókínverska tígrisdýrið (Pantera tigris corbetti), ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hversu stór er stærsti kakkalakki í heiminum og hvar fannst hann?

Stærsta tegund kakkalakka í heiminum er tegundin Megaloblatta longipennis. Eitt kvendýr þessarar tegundar mældist rúmlega 9 sentímetrar á lengd og tæplega 4,2 sentímetrar á breidd. Ekki fylgir sögunni hvenær þetta risavaxna kvendýr fannst. M. longipennis lifa í regnskógum Kólumbíu í norðanverðri Suður-Ameríku. V...

Fleiri niðurstöður