Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju eru til brjóst?

ÍDÞ

Megintilgangur brjósta er að framleiða mjólk fyrir afkvæmi. Í spenunum eru mjólkurkirtlar en þar myndast mjólkin. Kvendýr allra spendýrategunda mynda mjólk sem afkvæmi þeirra drekka. Að jafnaði fara brjóst ekki að stækka fyrr en við kynþroska en þau stækka fyrir tilstilli kvenkynhormóna. Þess vegna stækka brjóst stelpna en ekki brjóst stráka. Bæði kynin hafa mjólkurkirtla en mjólkurkirtlar stráka þroskast ekki undir eðlilegum kringumstæðum.

Þrátt fyrir að kvendýr allra spendýrategunda myndi mjólk eru brjóstin eða spenarnir einungis þrýstnir eða útstæðir þegar mjólkurmyndun er í gangi. Konur eru hins vegar alltaf með útstæð brjóst. Margir eru á þeirri skoðun að þau hafi þróast sem síðkomið kyneinkenni til að ganga í augun á körlum. Önnur kenning gerir hins vegar ráð fyrir því að útstæð brjóst minnki líkur á köfnun ungabarns. Þannig er mál með vexti að forfeður okkar og aðrir prímatar hafa framstæðan kjálka en ekki börn. Möguleiki er á því að flatt brjóst hindri loftflæði inn í nef barns.

En fyrst og fremst er líffræðilegur tilgangur brjósta að framleiða mjólk fyrir afkvæmi.

Frekara lesefni og heimild á Vísindavefnum:

Mynd:


Þetta svar er í flokknum „bekkirnir spyrja“ þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Útgáfudagur

23.5.2011

Spyrjandi

Kiddi, f. 1997

Tilvísun

ÍDÞ. „Af hverju eru til brjóst?“ Vísindavefurinn, 23. maí 2011, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=59789.

ÍDÞ. (2011, 23. maí). Af hverju eru til brjóst? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=59789

ÍDÞ. „Af hverju eru til brjóst?“ Vísindavefurinn. 23. maí. 2011. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=59789>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju eru til brjóst?
Megintilgangur brjósta er að framleiða mjólk fyrir afkvæmi. Í spenunum eru mjólkurkirtlar en þar myndast mjólkin. Kvendýr allra spendýrategunda mynda mjólk sem afkvæmi þeirra drekka. Að jafnaði fara brjóst ekki að stækka fyrr en við kynþroska en þau stækka fyrir tilstilli kvenkynhormóna. Þess vegna stækka brjóst stelpna en ekki brjóst stráka. Bæði kynin hafa mjólkurkirtla en mjólkurkirtlar stráka þroskast ekki undir eðlilegum kringumstæðum.

Þrátt fyrir að kvendýr allra spendýrategunda myndi mjólk eru brjóstin eða spenarnir einungis þrýstnir eða útstæðir þegar mjólkurmyndun er í gangi. Konur eru hins vegar alltaf með útstæð brjóst. Margir eru á þeirri skoðun að þau hafi þróast sem síðkomið kyneinkenni til að ganga í augun á körlum. Önnur kenning gerir hins vegar ráð fyrir því að útstæð brjóst minnki líkur á köfnun ungabarns. Þannig er mál með vexti að forfeður okkar og aðrir prímatar hafa framstæðan kjálka en ekki börn. Möguleiki er á því að flatt brjóst hindri loftflæði inn í nef barns.

En fyrst og fremst er líffræðilegur tilgangur brjósta að framleiða mjólk fyrir afkvæmi.

Frekara lesefni og heimild á Vísindavefnum:

Mynd:


Þetta svar er í flokknum „bekkirnir spyrja“ þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....