Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Ráðast hákarlar á stökkla?

Jón Már Halldórsson

Það er þekkt að stökklar (Tursiops truncatus) verði fyrir árásum stórra hákarla. Helstu afræningjar stökkla eru hákarlar, háhyrningar og menn.

Hákarlar ráðast gjarnan að stökklum þegar kvendýrin eru að fæða. Blóðið laðar hákarlana á staðinn. Samhjálp er mikil meðal stökkla og í hópnum eru nokkur kvendýr, eins konar ljósmæður, sem meðal annars verja nýfædda kálfa gegn árásum.

Sjómenn hafa séð höfrunga á flótta undan hungruðum hákörlum þannig að árásir hákarla á fullorðna stökkla er staðreynd. Hákarlarnir reyna gjarnan að bíta annað bægsli höfrungsins af honum sem getur þá ekki annað en synt í hringi og blæðir smám saman út. Á meðan heldur hákarlinn sig í öruggri fjarlægð og ræðst ekki aftur til atlögu fyrr en mjög er dregið af stökklinum.

Ekki er vitað hversu algengar slíkar árásir eru en oft má sjá ör á fullorðnum stökklum sem mörg hver gætu verið eftir árásir hákarla eða háhyrninga en einnig eftir átök innan höfrungahópsins.



Kvendýr og kálfur á ferð. Þegar stökklar eru á flótta

stökkva þeir upp úr sjónum og er heiti þeirra á íslensku sennilega dregið af því háttalagi.

Stærsti stökkull sem hefur veiðst var um 650 kg að þyngd en meðalþyngd karldýra sem eru mun stærri en kvendýrin eru um 300 kg.

Myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

22.12.2003

Spyrjandi

Elí Úlfarsson, f. 1992

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Ráðast hákarlar á stökkla?“ Vísindavefurinn, 22. desember 2003, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3927.

Jón Már Halldórsson. (2003, 22. desember). Ráðast hákarlar á stökkla? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3927

Jón Már Halldórsson. „Ráðast hákarlar á stökkla?“ Vísindavefurinn. 22. des. 2003. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3927>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Ráðast hákarlar á stökkla?
Það er þekkt að stökklar (Tursiops truncatus) verði fyrir árásum stórra hákarla. Helstu afræningjar stökkla eru hákarlar, háhyrningar og menn.

Hákarlar ráðast gjarnan að stökklum þegar kvendýrin eru að fæða. Blóðið laðar hákarlana á staðinn. Samhjálp er mikil meðal stökkla og í hópnum eru nokkur kvendýr, eins konar ljósmæður, sem meðal annars verja nýfædda kálfa gegn árásum.

Sjómenn hafa séð höfrunga á flótta undan hungruðum hákörlum þannig að árásir hákarla á fullorðna stökkla er staðreynd. Hákarlarnir reyna gjarnan að bíta annað bægsli höfrungsins af honum sem getur þá ekki annað en synt í hringi og blæðir smám saman út. Á meðan heldur hákarlinn sig í öruggri fjarlægð og ræðst ekki aftur til atlögu fyrr en mjög er dregið af stökklinum.

Ekki er vitað hversu algengar slíkar árásir eru en oft má sjá ör á fullorðnum stökklum sem mörg hver gætu verið eftir árásir hákarla eða háhyrninga en einnig eftir átök innan höfrungahópsins.



Kvendýr og kálfur á ferð. Þegar stökklar eru á flótta

stökkva þeir upp úr sjónum og er heiti þeirra á íslensku sennilega dregið af því háttalagi.

Stærsti stökkull sem hefur veiðst var um 650 kg að þyngd en meðalþyngd karldýra sem eru mun stærri en kvendýrin eru um 300 kg.

Myndir:...