Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig fjölga sporðdrekar sér?

Jón Már Halldórsson

Flestar tegundir sporðdreka fjölga sér með kynæxlun. Kynlaus æxlun þekkist þó hjá einhverjum tegundum, til dæmis af ættkvíslunum Tityus og Hottentotta, en þar verður æxlun með meyfæðingu, það er ófrjóvguð egg þroskast og verða að nýjum einstaklingum.

Kynæxlun sporðdreka verður þegar sáðsekkur frá karldýri flyst yfir í kvendýr. Á undan þessum kynfrumuflutningi á sér stað flókinn æxlunar- eða biðilsdans. Til þess að finna sér maka fara einhver boðskipti á milli dýra þar sem bæði titringur og ferómón eða lyktarhormón koma við sögu. Þegar par er sannfært um að þau henta hvort öðru hefst mökunarferlið á því að karldýrið læsir klónum í fremstu fótapör eða klær kvendýrsins og leiðir hana um, líkt og í dansi.



Mökunardans sporðdreka af tegundinni Centruroides.

Karldýrið kemur sæðinu ekki beint í kynop kvendýrsins heldur notar hann dansinn til að finna heppilegan stað til að láta frá sér sæðissekkinn og leiðir kvendýrið svo yfir sekkinn. Þegar hún er komin yfir sæðissekkinn þá virkjast sæðið og berst upp í kynop hennar og frjóvgun verður.

Annað merkilegt við æxlunaratferli sporðdreka er klóskærakossinn en í sumum tilfellum bítur karlinn létt einhvers staðar í frambol kvendýrsins og skilur eftir lítið magn af eitri. Náttúrufræðingar telja að með þessu sé hann að deyfa kvendýrið og draga þannig úr árásarhneigð hennar og minnka líkurnar á því að hann verði drepinn. Að æxlun lokinni kemur karldýrið sér strax í burtu, sennilega til að forðast að vera étinn en sjálfsafrán er þekkt meðal sporðdreka þótt það sé ekki algilt.

Æxlunarferlið er mislangt eftir tegundum og aðstæðum, frá einni klukkustund og upp í meira en sólahring. Stundum finnur karlinn ekki strax heppilegan stað til að leggja sáðsekkinn og getur þá teygst verulega á dansi kynjanna. Tíminn frá frjóvgun og til “fæðingar” , eða þegar kvikar smávaxnar eftirmyndir fullorðna dýra skríða úr kynopi móðurinnar er einnig háður tegundum.



Kvendýr af tegundinni Serradigitus wupatkiensis með afkvæmi á bakinu.

Eftir að ungviðið kemur í heiminn kemur það sér strax fyrir á baki móðurinnar og heldur sig þar í einhverja daga eða vikur, þar til kemur að fyrstu hamskiptum.

Hægt er að lesa meira um sporðdreka í svörum sama höfundar við spurningunum:

Myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

21.5.2008

Spyrjandi

Hugrún Hjálmsdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvernig fjölga sporðdrekar sér?“ Vísindavefurinn, 21. maí 2008, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=47385.

Jón Már Halldórsson. (2008, 21. maí). Hvernig fjölga sporðdrekar sér? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=47385

Jón Már Halldórsson. „Hvernig fjölga sporðdrekar sér?“ Vísindavefurinn. 21. maí. 2008. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=47385>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig fjölga sporðdrekar sér?
Flestar tegundir sporðdreka fjölga sér með kynæxlun. Kynlaus æxlun þekkist þó hjá einhverjum tegundum, til dæmis af ættkvíslunum Tityus og Hottentotta, en þar verður æxlun með meyfæðingu, það er ófrjóvguð egg þroskast og verða að nýjum einstaklingum.

Kynæxlun sporðdreka verður þegar sáðsekkur frá karldýri flyst yfir í kvendýr. Á undan þessum kynfrumuflutningi á sér stað flókinn æxlunar- eða biðilsdans. Til þess að finna sér maka fara einhver boðskipti á milli dýra þar sem bæði titringur og ferómón eða lyktarhormón koma við sögu. Þegar par er sannfært um að þau henta hvort öðru hefst mökunarferlið á því að karldýrið læsir klónum í fremstu fótapör eða klær kvendýrsins og leiðir hana um, líkt og í dansi.



Mökunardans sporðdreka af tegundinni Centruroides.

Karldýrið kemur sæðinu ekki beint í kynop kvendýrsins heldur notar hann dansinn til að finna heppilegan stað til að láta frá sér sæðissekkinn og leiðir kvendýrið svo yfir sekkinn. Þegar hún er komin yfir sæðissekkinn þá virkjast sæðið og berst upp í kynop hennar og frjóvgun verður.

Annað merkilegt við æxlunaratferli sporðdreka er klóskærakossinn en í sumum tilfellum bítur karlinn létt einhvers staðar í frambol kvendýrsins og skilur eftir lítið magn af eitri. Náttúrufræðingar telja að með þessu sé hann að deyfa kvendýrið og draga þannig úr árásarhneigð hennar og minnka líkurnar á því að hann verði drepinn. Að æxlun lokinni kemur karldýrið sér strax í burtu, sennilega til að forðast að vera étinn en sjálfsafrán er þekkt meðal sporðdreka þótt það sé ekki algilt.

Æxlunarferlið er mislangt eftir tegundum og aðstæðum, frá einni klukkustund og upp í meira en sólahring. Stundum finnur karlinn ekki strax heppilegan stað til að leggja sáðsekkinn og getur þá teygst verulega á dansi kynjanna. Tíminn frá frjóvgun og til “fæðingar” , eða þegar kvikar smávaxnar eftirmyndir fullorðna dýra skríða úr kynopi móðurinnar er einnig háður tegundum.



Kvendýr af tegundinni Serradigitus wupatkiensis með afkvæmi á bakinu.

Eftir að ungviðið kemur í heiminn kemur það sér strax fyrir á baki móðurinnar og heldur sig þar í einhverja daga eða vikur, þar til kemur að fyrstu hamskiptum.

Hægt er að lesa meira um sporðdreka í svörum sama höfundar við spurningunum:

Myndir:

...