Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hversu margar dýrategundir hafa einungis einn maka á lífsleiðinni? Hvaða dýr eru það?

Jón Már Halldórsson

Nokkur pörunarmynstur eru þekkt í náttúrunni. Í fyrsta lagi er það svokallað einkvæni (e. monogamy). Einkvæni kallast það þegar dýr velja sér annað dýr til pörunar á hverju pörunartímabili en halda að því loknu í sitt hvora áttina. Í öðru lagi er það svokallað fjölkvæni (e. polygyny). Fjölkvæni kallast það þegar eitt karldýr parar sig við fleiri kvendýr á hverju pörunartímabili. Þriðja pörunarmynstrið kallast svo fjölveri (e. polyandry). Fjölveri kallast það þegar kvendýr parar sig við fleiri en eitt karldýr á sama pörunartímabilinu en karldýr einungis með einu kvendýri.

Mikilvægt er að hafa í huga þegar verið er að fjalla um einkvæni á meðal dýra að stundum velja dýr sér einn maka til æviloka. Ef svo illa vill til að makinn deyr kemur annar í staðinn en annars eru þau saman ár eftir ár.

Rannsóknir á pörunarmynstri dýra benda til þess að mikill meirihluti fugla eða allt að 90% falli í flokk einkvænisdýra. Það er langhæsta hlutfall einkvænis sem þekkist á meðal hryggdýra. Of langt mál væri að telja upp fuglategundirnar sem tilheyra þessum hópi enda eru þær um 7000.

Af þeim tæplega 80 varpfuglategundum sem verpa hér á Íslandi ættu því um 70 tegundir að stunda einkvæni. Íslenskir einkvænis varpfuglar eru meðal annars: álftin (Cygnus cygnus), hrafn (Corvus corax), haförninn (Haliaetus albicilla), fálki (Falco rustuculus), smyrill (Falco columbriasis), himbrimi (Gavia immer) og lómur (Gavia stellata).

Mun færri spendýr stunda einkvæni eða einungis um 3 til 5 % en það eru í kringum 150 tegundir. Á meðal villtra rándýra sem stunda einkvæni er íslenski refurinn (Alopex lagopus).

Fjölveri er mjög sjaldséð pörunarform en þekkist þó á meðal nokkurra fuglategunda. Þó einkvæni sé algengast á meðal snjótittlinga (Plectrophenax nivalis) er nokkuð um fjölveri kvenfuglanna.

Rannsóknir hafa leitt í ljós að fjölkvæni er lang algengasta pörunarmynstrið í náttúrunni. Hæfasta karldýrið á tilteknu svæði eða í viðkomandi hjörð sér þá um að frjóvga kvendýrin á fengitímanum. Þessi háttur er ríkjandi hjá ýmsum hjarðdýrum en einnig á meðal ljóna og fjölmargra apategunda svo dæmi séu tekin.



Myndin er tekin af vefsetrinu www.isafjordur.is

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

13.3.2002

Spyrjandi

Indíana Hreinsdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hversu margar dýrategundir hafa einungis einn maka á lífsleiðinni? Hvaða dýr eru það?“ Vísindavefurinn, 13. mars 2002, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2184.

Jón Már Halldórsson. (2002, 13. mars). Hversu margar dýrategundir hafa einungis einn maka á lífsleiðinni? Hvaða dýr eru það? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2184

Jón Már Halldórsson. „Hversu margar dýrategundir hafa einungis einn maka á lífsleiðinni? Hvaða dýr eru það?“ Vísindavefurinn. 13. mar. 2002. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2184>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hversu margar dýrategundir hafa einungis einn maka á lífsleiðinni? Hvaða dýr eru það?
Nokkur pörunarmynstur eru þekkt í náttúrunni. Í fyrsta lagi er það svokallað einkvæni (e. monogamy). Einkvæni kallast það þegar dýr velja sér annað dýr til pörunar á hverju pörunartímabili en halda að því loknu í sitt hvora áttina. Í öðru lagi er það svokallað fjölkvæni (e. polygyny). Fjölkvæni kallast það þegar eitt karldýr parar sig við fleiri kvendýr á hverju pörunartímabili. Þriðja pörunarmynstrið kallast svo fjölveri (e. polyandry). Fjölveri kallast það þegar kvendýr parar sig við fleiri en eitt karldýr á sama pörunartímabilinu en karldýr einungis með einu kvendýri.

Mikilvægt er að hafa í huga þegar verið er að fjalla um einkvæni á meðal dýra að stundum velja dýr sér einn maka til æviloka. Ef svo illa vill til að makinn deyr kemur annar í staðinn en annars eru þau saman ár eftir ár.

Rannsóknir á pörunarmynstri dýra benda til þess að mikill meirihluti fugla eða allt að 90% falli í flokk einkvænisdýra. Það er langhæsta hlutfall einkvænis sem þekkist á meðal hryggdýra. Of langt mál væri að telja upp fuglategundirnar sem tilheyra þessum hópi enda eru þær um 7000.

Af þeim tæplega 80 varpfuglategundum sem verpa hér á Íslandi ættu því um 70 tegundir að stunda einkvæni. Íslenskir einkvænis varpfuglar eru meðal annars: álftin (Cygnus cygnus), hrafn (Corvus corax), haförninn (Haliaetus albicilla), fálki (Falco rustuculus), smyrill (Falco columbriasis), himbrimi (Gavia immer) og lómur (Gavia stellata).

Mun færri spendýr stunda einkvæni eða einungis um 3 til 5 % en það eru í kringum 150 tegundir. Á meðal villtra rándýra sem stunda einkvæni er íslenski refurinn (Alopex lagopus).

Fjölveri er mjög sjaldséð pörunarform en þekkist þó á meðal nokkurra fuglategunda. Þó einkvæni sé algengast á meðal snjótittlinga (Plectrophenax nivalis) er nokkuð um fjölveri kvenfuglanna.

Rannsóknir hafa leitt í ljós að fjölkvæni er lang algengasta pörunarmynstrið í náttúrunni. Hæfasta karldýrið á tilteknu svæði eða í viðkomandi hjörð sér þá um að frjóvga kvendýrin á fengitímanum. Þessi háttur er ríkjandi hjá ýmsum hjarðdýrum en einnig á meðal ljóna og fjölmargra apategunda svo dæmi séu tekin.



Myndin er tekin af vefsetrinu www.isafjordur.is

...