Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 47 svör fundust
Hvenær er best að framkvæma það sem menn ætla að gera eftir dúk og disk?
Orðasambandið eftir dúk og disk er algengast í merkingunni ‘seint og um síðir’. Elsta dæmi í ritmálssafni Orðabókar Háskólans er í Málsháttasafni Magnúsar prúða frá miðri 16. öld sem til er í eftirriti frá 1780: ,,Þú kemur epter dúk oc disk“. Sambandið er einnig notað í merkingunni ‘of seint, þegar öllu er lokið’...
Hvað er vormeldúkur?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Í Kuml og haugfé eftir Kristján Eldjárn (bls. 89, 3. útg.) er lýst taubút sem fannst í fornmannagröf og sagt að "Vendin er hin sama og á svokölluðum vormeldug sem notaður var í yfirhafnir á seinni tímum." En hvað er vormeldúkur? Í Blöndals orðabók er orðið þýtt sem "Vor...
Hvaða tilgangi gegnir harði diskurinn?
Harði diskur tölvunnar er gagnageymsla sem tilheyrir ytra minni hennar. Ytra minni hefur þann tilgang að geyma gögn, hvort sem það eru forrit eða aðrar skrár, og varðveita þau eftir að slökkt hefur verið a tölvunni. Jafnframt er harði diskurinn notaður sem vinnsluminni þegar innra minni tölvunnar er ekki nægilegt....
Af hverju eru vettlingar ekki kallaðir handklæði og öfugt?
Bæði orðin handklæði og vettlingur koma fyrir þegar í fornu máli. Vettlingur er smækkunarorð myndað með smækkunarviðskeytinu -lingur af vöttur sem notað var um hanska eða grófa vettlinga. Vöttur er gamalt orð í germönskum málum, en íslenska telst til þeirrar greinar sem nefnist norðurgermönsk mál. Dæmi um skyld or...
Getur lofttæmi lyft loftskipi eins og vetni?
Svarið er já að því leyti að það er vel hægt að hugsa sér að lofttæmt ílát eða loftskip geti lyfst frá jörðu. Hins vegar höfum við prófað að leita að vacuum balloons á veraldarvefnum og niðurstöður þeirrar leitar benda til þess að mönnum hafi ekki tekist að smíða slíkt ílát og muni jafnvel aldrei takast það. Um...
Hverju svaraði Jesús þegar farísear spurðu lærisveinana hvers vegna meistari þeirra æti með tollheimtumönnum og bersyndugum?
Sagan er sögð í Matteusarguðspjalli (9:10-9:17): Nú bar svo við, er Jesús sat að borði í húsi hans, að margir tollheimtumenn og bersyndugir komu og settust þar með honum og lærisveinum hans. Þegar farísear sáu það, sögðu þeir við lærisveina hans: „Hvers vegna etur meistari yðar með tollheimtumönnum og bersyndug...
Er til hálf hola? (svar 2)
Hálfa holu má grafa í moldarbeð með því að moka sem nemur hálfri hrúgu af mold upp úr beðinu. Árangursríkast er að vinna verkið með hálfum huga, eða jafnvel hálfsofandi, við birtu frá hálfu tungli, tautandi hálfkveðnar vísur og hálfyrði í hálfum hljóðum. Hætta skal verkinu þegar það er hálfkarað og ber að hafa í...
Hvernig skilgreinir maður hring?
Orðið hringur í íslensku hefur margar merkingar en spyrjandi er trúlega á höttunum eftir merkingu þess í stærðfræði. Hún er sem hér segir:Hringur eða hringferill er mengi þeirra punkta í sléttu eða plani sem eru í tiltekinni fjarlægð frá gefnum punkti. Sá punktur nefnist miðja eða miðpunktur hringsins. Gefni pu...
Þursabit og brjósklos, hver er munurinn á þessu tvennu?
Í stuttu máli er munurinn á þursabiti og brjósklosi sá að þursabit er almennt heiti á skyndilegum bakverk en brjósklos er fræðilegt heiti á orsök fyrir bakverk. Hryggurinn er burðarás líkamans, súla sem ber mannslíkamann uppi. Hann er gerður úr flóknu kerfi 26 samtengdra hryggjarliða úr beini, taugum, vöðvum, s...
Getur einstaklingur lært og geymt lærdóm í heilanum endalaust og notfært sér hann?
Vísindamenn vita nú orðið margt um heilann í okkar, til að mynda það að hann getur geymt meira af upplýsingum en við gætum nokkurn tíma þurft að muna. Um þetta má til dæmis lesa í svari Sigurðar J. Grétarssonar við spurningunni Er geymslurými heilans óendanlegt? Við getum þess vegna svarað fyrri hluta spurningari...
Hvað er átt við þegar talað er um „eðli vísindalegra skýringa“?
Þegar talað er um eðli vísindalegra skýringa er átt við einkenni slíkra skýringa sem gera þær frábrugðnar annars konar skýringum, til dæmis hversdagslegum skýringum. En hvaða einkenni skyldu þetta vera? Lítum fyrst á skýringu á einhverju hversdagslegu fyrirbæri. Í bókinni Þannig hugsum við segir bandaríski hei...
Er harði diskurinn í tölvum þyngri þegar hann er fullur af gögnum en þegar hann er tómur?
Í svari Hildar Guðmundsdóttur við spurningunni Hvernig verka disklingar og harðir diskar í tölvum? kemur fram að virkni harðra diska byggist á járnseglandi efni. Slík efni hafa þann eiginleika að yfirborð þeirra getur seglast á mismunandi hátt ef það er sett í segulsvið eins og það sem skrif- og leshausar harðra d...
Ef heilinn væri tölva hveru mörg gígabæti væri hann þá?
Vísindamenn telja að í mannsheila séu líklega um 100 milljarðar heilafruma. Hver heilafruma tengist að meðaltali 3000 öðrum og tengingar á milli fruma í heilanum eru því eitthvað um 100 billjónir! Hver tenging getur síðan tekið nokkur gildi, sumir telja jafnvel að gildin gætu verið allt að 10. Sé það rétt þá erum ...
Hvers vegna snýst jörðin um sjálfa sig?
Jörðin snýst einfaldlega vegna þess að hún hefur ekki stöðvast enn! Í svari Tryggva Þorgeirssonar við spurningunni 'Hvernig varð jörðin til?' segir meðal annars:Uppruna sólkerfis okkar má rekja til gríðarmikils gas- og rykskýs. Vegna ytri röskunar byrjaði þetta ský að falla saman fyrir um fimm milljörðum ár...
Af hverju eru ekki til 50 og 70 GB harðir diskar heldur bara 10, 20, 30, 40, 60, 80 GB og svo framvegis?
Það eru eflaust engin ein ástæða fyrir því að 50 og 70 GB harðir diskar sjást varla. Þó er ein tæknileg ástæða sem líklega veldur þar mestu. Harðir diskar eru samsettir úr nokkrum skífum sem lokaðar eru inni í sterku málmhulstri. Hægt er að skrifa gögn á báðar hliðar hverrar skífu og eru leshausar disksins því ...