Þannig má skipta yfirborði harðra diska í örsmá svæði sem hvert getur haft seglun af eða á og geymt þannig bita 0 eða 1. Í svari Hjálmtýs Hafsteinssonar við spurningunni Af hverju byggjast tölvur upp á 1 og 0? má lesa um hvernig tölvur nýta sér svo bitana sem geta geymt 0 og 1. Ef við höfum ofangreindar skýringar í huga er ljóst að engu er bætt við harða diskinn þegar hann er fylltur af gögnum heldur breytist einungis segulmögnun yfirborðs hans. Enginn þyngdarmunur er því á tómum og fullum hörðum disk. Frekara lesefni af Vísindavefnum:
- Hver er stærsti harði diskur í heimi og hver á hann? eftir Bergþór Jónsson
- Hvernig verka disklingar og harðir diskar í tölvum? eftir Hildi Guðmundsdóttur
- Hvernig eru tölvuskrár geymdar og hvað verður um þær þegar þeim er hent? eftir Hjálmtý Hafsteinsson