Í Kuml og haugfé eftir Kristján Eldjárn (bls. 89, 3. útg.) er lýst taubút sem fannst í fornmannagröf og sagt að "Vendin er hin sama og á svokölluðum vormeldug sem notaður var í yfirhafnir á seinni tímum." En hvað er vormeldúkur? Í Blöndals orðabók er orðið þýtt sem "Vormeldug" en annars staðar finn ég það ekki.Orðið vormeldúkur þekkist í málinu frá 19. öld. Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók (1989:1152) er átt við sérstaka tegund af klæði eða dúk. Önnur mynd er vúlmerdúkur sem þekkist frá 17. öld og er tilbrigði við úlmerdúkur. Síðastnefnda orðið er tökuorð úr dönsku, ulmerdug, olmerdug. Dúkurinn er kenndur við þýsku borgina Ulm. Um er að ræða mjög þétt ofið bómullarefni. Heimildir:
- Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík.
- Ordbog over det danske sprog, sjá ordnet.dk.
- Hørvævsmuseet. (Sótt 18.10.2019).