Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Getur einstaklingur lært og geymt lærdóm í heilanum endalaust og notfært sér hann?

JGÞ

Vísindamenn vita nú orðið margt um heilann í okkar, til að mynda það að hann getur geymt meira af upplýsingum en við gætum nokkurn tíma þurft að muna. Um þetta má til dæmis lesa í svari Sigurðar J. Grétarssonar við spurningunni Er geymslurými heilans óendanlegt? Við getum þess vegna svarað fyrri hluta spurningarinnar auðveldlega: Það er vel hægt að halda endalaust áfram að læra og það þarf enginn að hafa áhyggjur af því að það sem hann lærir í dag skrifist yfir það sem hann lærði í gær, svona eins og heilinn í okkur væri harður diskur í tölvu.

Seinni hluti spurningarinnar snýr að því hvort við getum notfært okkur það sem við lærum og þeirri spurningu verður hver og einn eiginlega að svara fyrir sjálfan sig. Stundum lærum við eitthvað sem við höldum að við höfum engin sérstök not fyrir en seinna kemur í ljós að gagnast okkur vel.

Eitt af markmiðum Vísindavefsins er auðvitað að miðla þekkingu til lesenda sem gagnast þeim á einhvern hátt. Þeir sem eiga erfiða bekkjarfélaga geta til dæmis lesið svarið við spurningunni Ef einhver strákur er leiðinlegur, hvað á ég þá að gera? og notfært sér það sem þar stendur til að bæta ástandið í bekknum. Þeir sem skilja stundum ekki af hverju kennarinn þeirra kallar þá 'Geiri minn' eða 'Ásta mín' geta áttað sig betur á kennaranum með því að lesa svarið við þessari spurningu: Svo bendum við þeim sem vilja endalaust halda áfram að fræðast og læra einfaldlega á að setja eitthvað orð sem þeim dettur í hug í leitarvél Vísindavefsins og fara að lesa. Prófið til dæmis að slá inn 'pylsa', 'tómarúm', 'grænn', 'galdur', 'lófi', eða hvað sem ykkur dettur í hug!

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

12.5.2006

Spyrjandi

Þórey Bergsdóttir, f. 1993

Tilvísun

JGÞ. „Getur einstaklingur lært og geymt lærdóm í heilanum endalaust og notfært sér hann?“ Vísindavefurinn, 12. maí 2006, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5925.

JGÞ. (2006, 12. maí). Getur einstaklingur lært og geymt lærdóm í heilanum endalaust og notfært sér hann? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5925

JGÞ. „Getur einstaklingur lært og geymt lærdóm í heilanum endalaust og notfært sér hann?“ Vísindavefurinn. 12. maí. 2006. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5925>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Getur einstaklingur lært og geymt lærdóm í heilanum endalaust og notfært sér hann?
Vísindamenn vita nú orðið margt um heilann í okkar, til að mynda það að hann getur geymt meira af upplýsingum en við gætum nokkurn tíma þurft að muna. Um þetta má til dæmis lesa í svari Sigurðar J. Grétarssonar við spurningunni Er geymslurými heilans óendanlegt? Við getum þess vegna svarað fyrri hluta spurningarinnar auðveldlega: Það er vel hægt að halda endalaust áfram að læra og það þarf enginn að hafa áhyggjur af því að það sem hann lærir í dag skrifist yfir það sem hann lærði í gær, svona eins og heilinn í okkur væri harður diskur í tölvu.

Seinni hluti spurningarinnar snýr að því hvort við getum notfært okkur það sem við lærum og þeirri spurningu verður hver og einn eiginlega að svara fyrir sjálfan sig. Stundum lærum við eitthvað sem við höldum að við höfum engin sérstök not fyrir en seinna kemur í ljós að gagnast okkur vel.

Eitt af markmiðum Vísindavefsins er auðvitað að miðla þekkingu til lesenda sem gagnast þeim á einhvern hátt. Þeir sem eiga erfiða bekkjarfélaga geta til dæmis lesið svarið við spurningunni Ef einhver strákur er leiðinlegur, hvað á ég þá að gera? og notfært sér það sem þar stendur til að bæta ástandið í bekknum. Þeir sem skilja stundum ekki af hverju kennarinn þeirra kallar þá 'Geiri minn' eða 'Ásta mín' geta áttað sig betur á kennaranum með því að lesa svarið við þessari spurningu: Svo bendum við þeim sem vilja endalaust halda áfram að fræðast og læra einfaldlega á að setja eitthvað orð sem þeim dettur í hug í leitarvél Vísindavefsins og fara að lesa. Prófið til dæmis að slá inn 'pylsa', 'tómarúm', 'grænn', 'galdur', 'lófi', eða hvað sem ykkur dettur í hug!...