Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvenær er best að framkvæma það sem menn ætla að gera eftir dúk og disk?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Orðasambandið eftir dúk og disk er algengast í merkingunni ‘seint og um síðir’. Elsta dæmi í ritmálssafni Orðabókar Háskólans er í Málsháttasafni Magnúsar prúða frá miðri 16. öld sem til er í eftirriti frá 1780: ,,Þú kemur epter dúk oc disk“. Sambandið er einnig notað í merkingunni ‘of seint, þegar öllu er lokið’. Þannig er til dæmis notkunin í Vefaranum mikla frá Kasmír eftir Halldór Laxness: ,,Það er eftir dúk og disk að tala máli konúnganna á vorum dögum“.

Annað orðasamband þessu skylt er halda dúk og disk ‘reka heimili; vera til heimilis’. Það er komið úr dönsku holde dug og disk.

Dúkur er hér í venjulegastri merkingu, það er ‘borðdúkur’ og diskur er tökuorð úr dönsku í merkingunni ‘borð, afgreiðsluborð’, samanber þýsku Tisch ‘borð’. Eiginleg merking orðasambandsins eftir dúk og disk er því ‘eftir að staðið hefur verið upp frá borðum, eftir að menn hafa matast.

Mynd:

Spurningin hljóðaði svona í heild sinni:
Hvenær er best að framkvæma það sem menn ætla að gera eftir dúk og disk? Hvaðan kemur orðatiltækið?

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

3.3.2009

Spyrjandi

Gestur Hilmarsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvenær er best að framkvæma það sem menn ætla að gera eftir dúk og disk?“ Vísindavefurinn, 3. mars 2009, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=51442.

Guðrún Kvaran. (2009, 3. mars). Hvenær er best að framkvæma það sem menn ætla að gera eftir dúk og disk? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=51442

Guðrún Kvaran. „Hvenær er best að framkvæma það sem menn ætla að gera eftir dúk og disk?“ Vísindavefurinn. 3. mar. 2009. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=51442>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvenær er best að framkvæma það sem menn ætla að gera eftir dúk og disk?
Orðasambandið eftir dúk og disk er algengast í merkingunni ‘seint og um síðir’. Elsta dæmi í ritmálssafni Orðabókar Háskólans er í Málsháttasafni Magnúsar prúða frá miðri 16. öld sem til er í eftirriti frá 1780: ,,Þú kemur epter dúk oc disk“. Sambandið er einnig notað í merkingunni ‘of seint, þegar öllu er lokið’. Þannig er til dæmis notkunin í Vefaranum mikla frá Kasmír eftir Halldór Laxness: ,,Það er eftir dúk og disk að tala máli konúnganna á vorum dögum“.

Annað orðasamband þessu skylt er halda dúk og disk ‘reka heimili; vera til heimilis’. Það er komið úr dönsku holde dug og disk.

Dúkur er hér í venjulegastri merkingu, það er ‘borðdúkur’ og diskur er tökuorð úr dönsku í merkingunni ‘borð, afgreiðsluborð’, samanber þýsku Tisch ‘borð’. Eiginleg merking orðasambandsins eftir dúk og disk er því ‘eftir að staðið hefur verið upp frá borðum, eftir að menn hafa matast.

Mynd:

Spurningin hljóðaði svona í heild sinni:
Hvenær er best að framkvæma það sem menn ætla að gera eftir dúk og disk? Hvaðan kemur orðatiltækið?
...