Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1514 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getið þið sagt mér eitthvað um dýralíf og helstu dýrategundir á Indlandi?

Óvíða í heiminum fyrirfinnast fleiri dýrategundir en á Indlandi. Náttúrufræðingar á Indlandi hafa einnig verið duglegir við að skrásetja tegundir sem finnast innan landamæra Indlands. Til dæmis lifa um 390 spendýrategundir á indverskri grund og samsvarar það um 8% af þekktum spendýrategundum í heiminum. Fjöldi fug...

category-iconLandafræði

Hvort er Mónakó eða Vatíkanið minna ríki?

Þó Mónakó sé aðeins á stærð við Seltjarnarnesbæ er það samt rúmlega fjórum sinnum stærra en Vatíkanið. Vatíkanið eða Páfagarður er minnsta sjálfstæða ríki heims, aðeins 0,44 km2 að flatarmáli. Útsýni yfir Vatíkanið og Róm frá Péturskirkjunni. Eins og sjá má í töflunni hér fyrir neðan eru fimm af tíu minnstu...

category-iconStærðfræði

Hvernig tengjast stærðfræði og samskipti?

Margir hugsa um stærðfræði sem safn af verkfærum, það er aðferðum, aðgerðum og formúlum, sem hver á við sitt tilvik. Aðalatriðið sé að þekkja þessi verkfæri vel og muna hvert þeirra á við hvað. Þessir þættir stærðfræðinnar eru þó aðeins hluti af heildarmyndinni. Stærðfræðin snýst fyrst og fremst um hugsun, það ...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvar er best að sjá norðurljós nálægt höfuðborgarsvæðinu og hvernig er hægt að vita hvenær þau eru á lofti?

Hægt er að sjá norðurljósin hvar sem er á Íslandi að því gefnu að norðurljósakraginn svonefndi sé yfir landinu, himinninn heiðskír og úti sé myrkur. Líkt og við á um stjörnuskoðun er best að fara út fyrir ljósmengað höfuðborgarsvæðið til að njóta norðurljósanna í allri sinni dýrð. Ekki skemmir fyrir ef skjólgott e...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hver er algengasti blóðflokkur í heimi?

Þegar fjallað er um blóðflokka er oftast átt við ABO-blóðflokkakerfið og Rhesus-kerfið, enda þótt mun fleiri blóðflokkakerfi séu til. Þegar talað er um blóðflokka í ABO-kerfinu er átt við fjóra flokka, O, A, B og AB. Um blóðflokkakerfið má lesa nánar í svari Bergþórs Björnssonar við spurningunni Hvernig verkar bl...

category-iconVeðurfræði

Eru tengsl á milli sjávarfalla og vinds þannig að vind lægi þegar fellur út?

Menn telja víða um land að samband sé á milli vinda og sjávarfalla og þá þannig að vindur aukist með aðfallinu, en það lægi þegar falla tekur út. Líklegt er að einhver raunveruleg reynsla sé að baki þessara alþýðuvísinda og er ekki aðeins talað um þetta hér á landi heldur einnig í Noregi, á Bretlandseyjum og ef ti...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getið þið sagt mér um M.C. Escher?

Maurits Cornelis Escher (1898 - 1972), betur þekktur sem M.C. Escher, var grafískur listamaður frá Hollandi. Hann er best þekktur fyrir þakningar sínar á tvívíðum flötum og myndir sem nýta sjónskekkjur til að sýna ómögulega hluti. Óendanleikinn, óvenjuleg sjónarhorn og reglulegar þakningar koma oft fyrir í seinni ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað voru vökulögin og af hverju voru þau sett?

Skömmu eftir aldamótin 1900 tóku Íslendingar að veiða fisk á togurum. Fyrsti togarinn sem var gerður út frá Íslandi og í eigu Íslendinga hét Coot og fór fyrst til veiða árið 1905. Árið 1911 höfðu landsmenn eignast tíu togara, árið eftir 20; árið 1920 urðu þeir 28. Togararnir voru miklu stærri skip en höfðu verið n...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju kallast Dauðahafið þessu nafni og hver er eðlismassi þess?

Nafnið á Dauðahafinu má vísast rekja til þess að það er svo salt að þar þrífast hvorki fiskar né aðrar stærri sjávarlífverur. Eina lífið sem þar finnst eru smásæir þörungar og gerlar. Dauðahafið er stórt stöðuvatn á landamærum Ísraels og Jórdaníu. Það er í lægð sem er framhald af Austur-Afríku sprungunni (e. E...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er líffræði?

Líffræði er fræðigrein sem fjallar um lífið í allri sinni fjölbreyttustu mynd, allt frá minnstu lífefnasameindum upp í flóknustu vistkerfi, frá veirum upp í stærstu hvali og hávöxnustu tré. Á vef Háskóla Íslands er sagt að líffræði fjalli meðal annars um: byggingu og starfsemi frumna byggingu, eftirmyndun, s...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Teljast bjargdúfur til villtra íslenskra fuglategunda?

Þeir sem búa í þéttbýlinu á Suðvesturlandi þekkja flestir dúfur (Columbidae) sem réttilega eru kallaðar húsdúfur og hafa haldið til á torgum og götum í Reykjavík í áratugi. Húsdúfan er afkomandi villtra dúfna sem nefnast bjargdúfur. Þessar villtu frænkur húsdúfnanna hafa numið hér land og ættu því að teljast rétti...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Í hvaða mánuði og hvaða dag er líklegt að hiti fari fyrst yfir 20 stig á Íslandi?

Hiti fer í að minnsta kosti 20 stig á hverju sumri á Íslandi. Það er hins vegar mjög misjafnt hversu snemma sumars eða vors það gerist. Upplýsingar um hámarkshita hvers dags á landinu eru aðgengilegar aftur til og með 1949 og því lítum við fyrst á meðaltöl þess tímabils og einungis á mannaðar veðurstöðvar. Hiti...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Hver var Cecilia Payne-Gaposchkin og hvernig sýndi hún fram á að sólin væri að mestu úr vetni?

Cecilia Helena Payne-Gaposchkin er eflaust frægust fyrir að hafa sýnt fram á að sólin væri að mestu leyti úr vetni. Áður fyrr höfðu vísindamenn talið að sólin og aðrir himinhnettir hefðu efnasamsetningu svipaða jörðinni en Payne-Gaposchkin sýndi fram á að svo var ekki í doktorsritgerð sem rússnesk-bandaríski stjar...

category-iconLæknisfræði

Hvenær voru fyrstu þungunarprófin framkvæmd á Íslandi og með hvaða hætti?

Skriflegar heimildir um notkun þungunarprófa á Íslandi á síðustu öld eru af mjög skornum skammti. Það sem hér fer á eftir er að miklu leyti byggt á munnlegum upplýsingum sem íslenskir læknar, meinatæknar, lyfjafræðingar og leikmenn hafa gefið eftir minni. Þungunarhormónið hCG (e. human chorionic gonadotropin) h...

category-iconLandafræði

Hvað er vitað um örnefnin Fagridalur og Fagradalsfjall á Reykjanesskaga?

Fagradalsörnefni hafa verið mikið í umræðunni undanfarið í kjölfar eldgoss í Geldingadölum, en lítið hefur þó farið fyrir sjálfum Fagradal sem er norðan undir Fagradalsfjalli. Honum hefur verið lýst sem uppblásnu landi eða aurmelum, en svæðið hefur í seinni tíð einfaldlega verið kallað Aurar af heimamönnum ef mark...

Fleiri niðurstöður