Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig tengjast stærðfræði og samskipti?

Kristín Bjarnadóttir

Margir hugsa um stærðfræði sem safn af verkfærum, það er aðferðum, aðgerðum og formúlum, sem hver á við sitt tilvik. Aðalatriðið sé að þekkja þessi verkfæri vel og muna hvert þeirra á við hvað.

Þessir þættir stærðfræðinnar eru þó aðeins hluti af heildarmyndinni. Stærðfræðin snýst fyrst og fremst um hugsun, það er rökvísi, skilning, íhugun og hugkvæmni. Þjálfun og þroskun þessara þátta á sér ekki stað í tómarúmi heldur í lifandi samskiptum við aðra sem eru að fást við sams konar eða svipuð verkefni. „Funi kveikist af funa“ segir í Hávamálum, hugmynd fæðist af hugmynd. Umræður geta varpað nýju ljósi á viðfangsefnið og dýpkað skilning á því.

Samsipti eru mikilvæg í stærðfræði til að auka skilning.

Áhersla er lögð á að þjálfa samskipti um stærðfræðileg efni í aðalnámskrá grunnskóla í stærðfræði (1999). Þar segir:
Nemendur þurfa að fá tækifæri til að skýra hugsun sína um stærðfræðileg viðfangsefni með því að ræða við aðra, bæði kennara og aðra nemendur, um viðfangsefni sín og lausnaleiðir og læra þannig að nota tungumál stærðfræðinnar. Þeir þurfa að læra að gera grein fyrir niðurstöðum sínum, bæði munnlega og skriflega ... Enn fremur þurfa nemendur að þjálfast í að hlusta á aðra, taka þátt í samræðum og túlka upplýsingar frá öðrum (Áfangamarkmið við lok 4. bekkjar, bls. 21).

Við allt nám er það mikilvæg krafa að nemendur komi hugsunum sínum í skiljanlegan búning ... Liður í því að þjálfa nemendur í að skilja hvað þeir eru að gera er að deila skilningnum með öðrum og hlusta á hugmyndir annarra. Við það skerpist og agast hugsun nemandans sjálfs og skilningurinn dýpkar (Áfangamarkmið við lok 7. bekkjar, bls. 57).

Vinnubrögð sem þjálfa nemendur í að hlusta, lesa, skrifa og tala um stærðfræði, [ættu] að vera samofin stærðfræðináminu. Nemendur ættu að öðlast leikni í að finna svör og sýna útreikninga á skipulegan hátt en þeir þurfa enn fremur að geta tjáð sig um úrlausnir og hlustað á sjónarmið annarra og á þann hátt dýpkað skilning sinn á eðli viðfangsefnanna (Áfangamarkmið við lok 10. bekkjar, bls. 92).
Þegar viðfangsefnið hefur verið rætt og íhugað í samskiptum við aðra og það liggur ljóst fyrir þarf að velja verkfærin, aðferðirnar, aðgerðirnar og formúlurnar, til að leysa það. Þar eru samskipti einnig mikilvæg, en það tefur og truflar að nota rangar aðferðir eða aðgerðir og því gott að ráðgast við aðra áður en ráðist er í verkið. Að lokum er gagnlegt að ræða um úrlausnina, að gera öðrum og um leið sjálfum sér skiljanlegt hver niðurstaðan er, hvernig hún er fengin, hversu traust hún er og hve víðtækt gildi hún hefur.

Einnig er fróðlegt að hugleiða þessa spurningu út frá notkun stærðfræði í vísindum yfirleitt, hvort sem er í raunvísindum eða félagsvísindum. Margir líta þá á stærðfræðina sem eins konar tungumál eða öllu heldur hluta af tungumáli vísindanna. Með öðrum orðum er stærðfræðin þarna greinilega í hlutverki samskiptatækis eða -miðils. Margir vísindamenn telja líka að stærðfræðin hjálpi mönnum til að komast að niðurstöðum sem við mundum annars ekki finna.

Sömuleiðis má nefna að hægt er að nota stærðfræðilega rökfræði til að segja til um hvað eigi að taka gilt í samskiptum í vísindum. Þannig má líta á rökfræðina sem eins konar leikreglur um samskipti.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd: University of Newcastle, Australia

Höfundur

Kristín Bjarnadóttir

prófessor emerita

Útgáfudagur

14.12.2006

Síðast uppfært

22.8.2017

Spyrjandi

Eysteinn Eiríksson, Njáll Þorsteinsson

Tilvísun

Kristín Bjarnadóttir. „Hvernig tengjast stærðfræði og samskipti?“ Vísindavefurinn, 14. desember 2006, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6434.

Kristín Bjarnadóttir. (2006, 14. desember). Hvernig tengjast stærðfræði og samskipti? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6434

Kristín Bjarnadóttir. „Hvernig tengjast stærðfræði og samskipti?“ Vísindavefurinn. 14. des. 2006. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6434>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig tengjast stærðfræði og samskipti?
Margir hugsa um stærðfræði sem safn af verkfærum, það er aðferðum, aðgerðum og formúlum, sem hver á við sitt tilvik. Aðalatriðið sé að þekkja þessi verkfæri vel og muna hvert þeirra á við hvað.

Þessir þættir stærðfræðinnar eru þó aðeins hluti af heildarmyndinni. Stærðfræðin snýst fyrst og fremst um hugsun, það er rökvísi, skilning, íhugun og hugkvæmni. Þjálfun og þroskun þessara þátta á sér ekki stað í tómarúmi heldur í lifandi samskiptum við aðra sem eru að fást við sams konar eða svipuð verkefni. „Funi kveikist af funa“ segir í Hávamálum, hugmynd fæðist af hugmynd. Umræður geta varpað nýju ljósi á viðfangsefnið og dýpkað skilning á því.

Samsipti eru mikilvæg í stærðfræði til að auka skilning.

Áhersla er lögð á að þjálfa samskipti um stærðfræðileg efni í aðalnámskrá grunnskóla í stærðfræði (1999). Þar segir:
Nemendur þurfa að fá tækifæri til að skýra hugsun sína um stærðfræðileg viðfangsefni með því að ræða við aðra, bæði kennara og aðra nemendur, um viðfangsefni sín og lausnaleiðir og læra þannig að nota tungumál stærðfræðinnar. Þeir þurfa að læra að gera grein fyrir niðurstöðum sínum, bæði munnlega og skriflega ... Enn fremur þurfa nemendur að þjálfast í að hlusta á aðra, taka þátt í samræðum og túlka upplýsingar frá öðrum (Áfangamarkmið við lok 4. bekkjar, bls. 21).

Við allt nám er það mikilvæg krafa að nemendur komi hugsunum sínum í skiljanlegan búning ... Liður í því að þjálfa nemendur í að skilja hvað þeir eru að gera er að deila skilningnum með öðrum og hlusta á hugmyndir annarra. Við það skerpist og agast hugsun nemandans sjálfs og skilningurinn dýpkar (Áfangamarkmið við lok 7. bekkjar, bls. 57).

Vinnubrögð sem þjálfa nemendur í að hlusta, lesa, skrifa og tala um stærðfræði, [ættu] að vera samofin stærðfræðináminu. Nemendur ættu að öðlast leikni í að finna svör og sýna útreikninga á skipulegan hátt en þeir þurfa enn fremur að geta tjáð sig um úrlausnir og hlustað á sjónarmið annarra og á þann hátt dýpkað skilning sinn á eðli viðfangsefnanna (Áfangamarkmið við lok 10. bekkjar, bls. 92).
Þegar viðfangsefnið hefur verið rætt og íhugað í samskiptum við aðra og það liggur ljóst fyrir þarf að velja verkfærin, aðferðirnar, aðgerðirnar og formúlurnar, til að leysa það. Þar eru samskipti einnig mikilvæg, en það tefur og truflar að nota rangar aðferðir eða aðgerðir og því gott að ráðgast við aðra áður en ráðist er í verkið. Að lokum er gagnlegt að ræða um úrlausnina, að gera öðrum og um leið sjálfum sér skiljanlegt hver niðurstaðan er, hvernig hún er fengin, hversu traust hún er og hve víðtækt gildi hún hefur.

Einnig er fróðlegt að hugleiða þessa spurningu út frá notkun stærðfræði í vísindum yfirleitt, hvort sem er í raunvísindum eða félagsvísindum. Margir líta þá á stærðfræðina sem eins konar tungumál eða öllu heldur hluta af tungumáli vísindanna. Með öðrum orðum er stærðfræðin þarna greinilega í hlutverki samskiptatækis eða -miðils. Margir vísindamenn telja líka að stærðfræðin hjálpi mönnum til að komast að niðurstöðum sem við mundum annars ekki finna.

Sömuleiðis má nefna að hægt er að nota stærðfræðilega rökfræði til að segja til um hvað eigi að taka gilt í samskiptum í vísindum. Þannig má líta á rökfræðina sem eins konar leikreglur um samskipti.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd: University of Newcastle, Australia...