Þessi mikla selta gerir það að verkum að eðlismassi Dauðahafsins eru um 1,24 kg/l sem er mun meiri en eðlismassi sjávar sem er um 1,03 kg/l. Þetta er ástæða þess menn sem baða sig í Dauðahafinu geta eiginlega hvorki synt né sokkið heldur fljóta eins og korktappar um vatnið. Yfirborð Dauðahafsins er meira en 420 m undir sjávarmáli og er það lægsti staður á yfirborði jarðar. Um þessar mundir er rúmmál þess um 132 km3 og yfirborðsflatarmál um 625 km2. Þessar tölur hafa allar tekið breytingum á undanförnum áratugum og munu halda áfram að breytast. Á tuttugustu öldinni lækkaði yfirborð Dauðahafsins til dæmis um rúma 25 metra og er sú þróun orðin enn hraðari. Mælingar sýna að á síðustu 10 árum hefur yfirborð Dauðahafsins lækkað um 1 metra á ári og er talið að ef ekkert verður að gert muni það halda áfram að lækka um allt að 150 m í viðbót á næstu áratugum og öldum.
Það er að mestu mannanna verk að yfirborð Dauðahafsins fer lækkandi. Eins og áður var vikið að er vatn sem áður streymdi í Dauðahafið nýtt í annað, svo sem áveitur. Einnig hefur iðnaður á svæðinu haft sitt að segja, til dæmis vinnsla á salti þar sem vatni er dælt úr Dauðahafinu, það látið gufu upp og saltið falla út. Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:
- Af hverju er Dauðahafið svona salt? eftir Sigurð Steinþórsson
- Eru fiskar í Dauðahafinu? eftir Jón Má Halldórsson
- Af hverju er munur á seltu Svartahafs og Dauðahafs og hve mikill er hann? eftir Sigurð Steinþórsson og Emilíu Dagnýju Sveinbjörnsdóttur
- Dead Sea á Wikipedia. Skoðað 24. 9. 2010.
- Lowest Elevation - Dead Sea á Extreme Science. Skoðað 24. 9. 2010.
- Monitoring of the Dead Sea. Skoðað 24. 9. 2010.
- Ittai Gavrieli og Amos Bein. Formulating A Regional Policy for the Future of the Dead Sea – The ‘Peace Conduit’ Alternative. Geological Survey of Israel. Skoðað 24. 9. 2010.
- Abdelaziz L. AL-Khlaifat. Dead Sea Rate of Evaporation. American Journal of Applied Sciences 5 (8): 934-942, 2008.
- Mynd af manni á floti: Mike Corthell. Sótt 11.10.2010.
- Teikningar af Dauðahafinu: Ittai Gavrieli og Amos Bein. Formulating A Regional Policy for the Future of the Dead Sea – The ‘Peace Conduit’ Alternative. Geological Survey of Israel. Sótt 30. 9. 2010.
- Hvað er Dauðahafið stórt?
- Því heitir Dauðahafið Dauðahafið?
- Getið þið sagt mér helstu atriðin um Dauðahafið?
- Hver er eðlismassi Dauðahafsins?