Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eru fiskar í Dauðahafinu?

Jón Már Halldórsson

Dauðahafið er sérstakur staður fyrir margra hluta sakir. Vatnið liggur í Jórdan sigdalnum á mörkum Vesturbakkans, Ísraels og Jórdaníu. Það er lægsti punktur á yfirborði jarðar eða 418 metra undir sjávarmáli.

Á hebresku hefur vatnið ýmist verið kallað Yam ha-melah sem þýða má sem saltsjór, eða Yam ha-Mavet sem útleggst á íslensku sem dauðahaf. Á arabísku kallast það Al Bahr al Mayyit sem einnig þýðir dauðahaf.



Dauðahafið er of salt fyrir flestar lífverur. Hin mikla selta gerir mannfólkinu hins vegar kleyft að fljóta í vatninu.

Þetta nöturlega nafn er tilkomið vegna hinnar gríðarlegu seltu vatnsins sem mælist um 26-35%. Dauðahafið er því um 10 sinnum saltara en sjórinn, en nánar má lesa um það í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Af hverju er Dauðahafið svona salt?

Það er vegna þessarar miklu seltu hvorki fiskar né aðrar stærri sjávarlífverur þrífast í vatninu. Eina lífið sem þar finnst eru smásæir þörungar og gerlar.

Heimild og mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

14.6.2006

Spyrjandi

Aron Baldursson, f. 1994

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Eru fiskar í Dauðahafinu?“ Vísindavefurinn, 14. júní 2006, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6013.

Jón Már Halldórsson. (2006, 14. júní). Eru fiskar í Dauðahafinu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6013

Jón Már Halldórsson. „Eru fiskar í Dauðahafinu?“ Vísindavefurinn. 14. jún. 2006. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6013>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Eru fiskar í Dauðahafinu?
Dauðahafið er sérstakur staður fyrir margra hluta sakir. Vatnið liggur í Jórdan sigdalnum á mörkum Vesturbakkans, Ísraels og Jórdaníu. Það er lægsti punktur á yfirborði jarðar eða 418 metra undir sjávarmáli.

Á hebresku hefur vatnið ýmist verið kallað Yam ha-melah sem þýða má sem saltsjór, eða Yam ha-Mavet sem útleggst á íslensku sem dauðahaf. Á arabísku kallast það Al Bahr al Mayyit sem einnig þýðir dauðahaf.



Dauðahafið er of salt fyrir flestar lífverur. Hin mikla selta gerir mannfólkinu hins vegar kleyft að fljóta í vatninu.

Þetta nöturlega nafn er tilkomið vegna hinnar gríðarlegu seltu vatnsins sem mælist um 26-35%. Dauðahafið er því um 10 sinnum saltara en sjórinn, en nánar má lesa um það í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Af hverju er Dauðahafið svona salt?

Það er vegna þessarar miklu seltu hvorki fiskar né aðrar stærri sjávarlífverur þrífast í vatninu. Eina lífið sem þar finnst eru smásæir þörungar og gerlar.

Heimild og mynd:...