Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvar er best að sjá norðurljós nálægt höfuðborgarsvæðinu og hvernig er hægt að vita hvenær þau eru á lofti?

Sævar Helgi Bragason

Hægt er að sjá norðurljósin hvar sem er á Íslandi að því gefnu að norðurljósakraginn svonefndi sé yfir landinu, himinninn heiðskír og úti sé myrkur. Líkt og við á um stjörnuskoðun er best að fara út fyrir ljósmengað höfuðborgarsvæðið til að njóta norðurljósanna í allri sinni dýrð. Ekki skemmir fyrir ef skjólgott er við skoðunarstaðinn, því það er venjulega mjög kalt á heiðskírum íslenskum vetrarnóttum og enn svalara ef napur vindur hvín.

Góðir staðir til norðurljósaskoðunar í kringum höfuðborgarsvæðið eru þónokkrir. Í nágrenni Hafnarfjarðar er Kaldársel vinsæll staður meðal stjörnuáhugamanna, sem og Kleifarvatn og Krýsuvík. Á meðan Hellisheiðin er enn óupplýst er þar venjulega gott myrkur rétt fyrir utan þjóðveginn og þar er kjörið að virða fyrir sér næturhimininn. Sömu sögu er að segja um Þingvelli þótt upplýst sumarbústaðabyggðin skemmi nokkuð fyrir. Það sama á við um Hengilsvæðið fjarri virkjunum og borholum. Enginn einn staður er svo sem betri en einhver annar; það sem máli skiptir er staða noðurljósakragans, heiðskír himinn og myrkur.

Hægt er að fylgjast með því hvenær norðurljósin sjást á fjölmörgum vefsíðum á Internetinu. Eins sú allra besta er SpaceWeather.com. Þar má nálgast flestar norðurljósaspár sem gerðar eru, auk þess sem þar er að finna kort af norðurljósakraganum. Á myndinni hér fyrir neðan sést hvernig kraginn liggur á þessari stundu (núna þegar þú ert að lesa þetta) yfir norðurhvelinu og þegar hann liggur yfir Íslandi sjást norðurljós á himninum. Stærð og umfang kragans er breytilegt og veltur að mestu á virkni sólar og þar af leiðandi sólvindinum. Sé virkni sólar lítil er kraginn venjulega lítill en sé virkni sólar mikil er kraginn venjulega stór og breiður.


Hér sést staða norðurljósakragans yfir norðurhveli jarðar. Þeir sem eru staddir á suðurhveli jarðar geta smellt hér.

Besti tíminn til að skoða norðurljósin er á bilinu 21:00 til 02:00, þótt þau geti vitaskuld sést fyrr á kvöldin og síðar á næturnar. Á Íslandi er of bjart til þess að norðurljósin sjáist á sumrin þótt þau séu vissulega líka til staðar á þeim árstíma.

Frekara lesefni:

Höfundur

Sævar Helgi Bragason

stjörnufræðikennari

Útgáfudagur

14.1.2008

Síðast uppfært

17.2.2020

Spyrjandi

Margeir Ásgeirsson

Tilvísun

Sævar Helgi Bragason. „Hvar er best að sjá norðurljós nálægt höfuðborgarsvæðinu og hvernig er hægt að vita hvenær þau eru á lofti?“ Vísindavefurinn, 14. janúar 2008, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=7000.

Sævar Helgi Bragason. (2008, 14. janúar). Hvar er best að sjá norðurljós nálægt höfuðborgarsvæðinu og hvernig er hægt að vita hvenær þau eru á lofti? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7000

Sævar Helgi Bragason. „Hvar er best að sjá norðurljós nálægt höfuðborgarsvæðinu og hvernig er hægt að vita hvenær þau eru á lofti?“ Vísindavefurinn. 14. jan. 2008. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7000>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvar er best að sjá norðurljós nálægt höfuðborgarsvæðinu og hvernig er hægt að vita hvenær þau eru á lofti?
Hægt er að sjá norðurljósin hvar sem er á Íslandi að því gefnu að norðurljósakraginn svonefndi sé yfir landinu, himinninn heiðskír og úti sé myrkur. Líkt og við á um stjörnuskoðun er best að fara út fyrir ljósmengað höfuðborgarsvæðið til að njóta norðurljósanna í allri sinni dýrð. Ekki skemmir fyrir ef skjólgott er við skoðunarstaðinn, því það er venjulega mjög kalt á heiðskírum íslenskum vetrarnóttum og enn svalara ef napur vindur hvín.

Góðir staðir til norðurljósaskoðunar í kringum höfuðborgarsvæðið eru þónokkrir. Í nágrenni Hafnarfjarðar er Kaldársel vinsæll staður meðal stjörnuáhugamanna, sem og Kleifarvatn og Krýsuvík. Á meðan Hellisheiðin er enn óupplýst er þar venjulega gott myrkur rétt fyrir utan þjóðveginn og þar er kjörið að virða fyrir sér næturhimininn. Sömu sögu er að segja um Þingvelli þótt upplýst sumarbústaðabyggðin skemmi nokkuð fyrir. Það sama á við um Hengilsvæðið fjarri virkjunum og borholum. Enginn einn staður er svo sem betri en einhver annar; það sem máli skiptir er staða noðurljósakragans, heiðskír himinn og myrkur.

Hægt er að fylgjast með því hvenær norðurljósin sjást á fjölmörgum vefsíðum á Internetinu. Eins sú allra besta er SpaceWeather.com. Þar má nálgast flestar norðurljósaspár sem gerðar eru, auk þess sem þar er að finna kort af norðurljósakraganum. Á myndinni hér fyrir neðan sést hvernig kraginn liggur á þessari stundu (núna þegar þú ert að lesa þetta) yfir norðurhvelinu og þegar hann liggur yfir Íslandi sjást norðurljós á himninum. Stærð og umfang kragans er breytilegt og veltur að mestu á virkni sólar og þar af leiðandi sólvindinum. Sé virkni sólar lítil er kraginn venjulega lítill en sé virkni sólar mikil er kraginn venjulega stór og breiður.


Hér sést staða norðurljósakragans yfir norðurhveli jarðar. Þeir sem eru staddir á suðurhveli jarðar geta smellt hér.

Besti tíminn til að skoða norðurljósin er á bilinu 21:00 til 02:00, þótt þau geti vitaskuld sést fyrr á kvöldin og síðar á næturnar. Á Íslandi er of bjart til þess að norðurljósin sjáist á sumrin þótt þau séu vissulega líka til staðar á þeim árstíma.

Frekara lesefni:

...