
Fyrstu þungunarprófin voru tilraunir á lifandi dýrum (e. bioassays) og fólust í því að þvagi kvenna var sprautað í ókynþroska mýs (eða kanínur) og áhrifin metin nokkrum dögum síðar við slátrun. Ef mýsnar höfðu fengið egglos var það merki þess að framleiðandi þvagsins, konan, væri þunguð.

Þungunarpróf af þeirri gerð sem nú eru í notkun komu fram um miðjan 9. áratuginn og varð þá bylting í næmi og áreiðanleika og að auki urðu þau svo handhæg og notendavæn að fljótlega var farið að selja þau til heimabrúks.
- Braunstein GD. The Long Gestation of the Modern Home Pregnancy Test. Clinical Chemistry 2014;60:1;18-21.
- Pixabay. (Sótt 25.2.2019).
- Wikimedia Commons. Lab mouse mg 3213. Birt undir CC BY-SA 2.0 FR-leyfi Creative Commons. (Sótt 25.2.2019).