Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvenær voru fyrstu þungunarprófin framkvæmd á Íslandi og með hvaða hætti?

Þóra Steingrímsdóttir

Skriflegar heimildir um notkun þungunarprófa á Íslandi á síðustu öld eru af mjög skornum skammti. Það sem hér fer á eftir er að miklu leyti byggt á munnlegum upplýsingum sem íslenskir læknar, meinatæknar, lyfjafræðingar og leikmenn hafa gefið eftir minni.

Þungunarhormónið hCG (e. human chorionic gonadotropin) hefur verið þekkt í næstum heila öld, frá 3. áratug síðustu aldar, mælanlegt í blóði og þvagi. Fyrstu þungunarprófin voru tilraunir á lifandi dýrum (e. bioassays) og fólust í því að þvagi kvenna var sprautað í ókynþroska mýs (eða kanínur) og áhrifin metin nokkrum dögum síðar við slátrun. Ef mýsnar höfðu fengið egglos var það merki þess að framleiðandi þvagsins, konan, væri þunguð.

Fyrstu þungunarprófin voru tilraunir á lifandi dýrum (e. bioassays) og fólust í því að þvagi kvenna var sprautað í ókynþroska mýs (eða kanínur) og áhrifin metin nokkrum dögum síðar við slátrun. Ef mýsnar höfðu fengið egglos var það merki þess að framleiðandi þvagsins, konan, væri þunguð.

Ofangreinda heimildamenn rekur minni til þess að á 7. áratug síðustu aldar hafi þess konar próf verið gerð af og til á rannsóknastofunni á Keldum, þegar mikið lá við.

Þegar leið á 7. áratuginn komu fram þungunarpróf, sem byggðu á mótefnamælingum með aðferðum ónæmisfræðinnar. Frá því skömmu fyrir 1970 voru þessi nýju þungunarpróf gerð hérlendis á sjúkrahúsum og á nokkrum læknastofum og síðar í apótekum. Þvagpróf voru og eru enn mest notuð. Líklega hefur mælingaraðferðin verið geislaónæmismæling (e. radioimmunoassay). Svar gat fengist samdægurs. Næmið var slíkt að prófið átti að sýna jákvæða niðurstöðu við 6-8 vikna þungun (það er 4-6 vikum eftir getnað). Áreiðanleikanum var ábótavant, að hluta til vegna þess að krossviðbrögð urðu við hormónið LH (e. luteinizing hormon), sem hækkar í þéttni snöggt og tímabundið við egglos.

Þungunarpróf af þeirri gerð sem nú eru í notkun komu fram um miðjan 9. áratuginn og varð þá bylting í næmi og áreiðanleika og að auki urðu þau svo handhæg og notendavæn að fljótlega var farið að selja þau til heimabrúks. Þau mæla einnig hCG í þvagi en þau nema sértækan hluta hormónsins, svokallaða beta-keðju (ß-hCG). Nærvera annarra líkra hormóna leiðir því ekki til krossviðbragða og falskt jákvæðra svara. Svar fæst á nokkrum sekúndum og næmið er slíkt að prófið verður jákvætt 1-3 vikum eftir getnað.

Þungunarpróf af þeirri gerð sem nú eru í notkun komu fram um miðjan 9. áratuginn og varð þá bylting í næmi og áreiðanleika og að auki urðu þau svo handhæg og notendavæn að fljótlega var farið að selja þau til heimabrúks.

Einn viðmælenda, sem er með elstu kvensjúkdómalæknum á landinu, minnti á, meira til gamans, að sökkmæling á blóði hefði um miðja öldina verið eins konar þungunarpróf, þótt ónákvæmt væri. Þá var vitað að þessi bólguvísir hækkaði mjög mikið í barnshafandi konum; sökkið hækkar svo mikið í eðlilegri þungun að mælingin er ónothæf sem sýkingar- og bólguvísir undir þeim kringumstæðum.

Heimild:
  • Braunstein GD. The Long Gestation of the Modern Home Pregnancy Test. Clinical Chemistry 2014;60:1;18-21.

Myndir:

Höfundur

Þóra Steingrímsdóttir

prófessor í fæðinga- og kvensjúkdómalækningum og yfirlæknir á kvennadeild Landspítala

Útgáfudagur

27.2.2019

Spyrjandi

Sæunn Kjartansdóttir

Tilvísun

Þóra Steingrímsdóttir. „Hvenær voru fyrstu þungunarprófin framkvæmd á Íslandi og með hvaða hætti?“ Vísindavefurinn, 27. febrúar 2019, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=76407.

Þóra Steingrímsdóttir. (2019, 27. febrúar). Hvenær voru fyrstu þungunarprófin framkvæmd á Íslandi og með hvaða hætti? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=76407

Þóra Steingrímsdóttir. „Hvenær voru fyrstu þungunarprófin framkvæmd á Íslandi og með hvaða hætti?“ Vísindavefurinn. 27. feb. 2019. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=76407>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvenær voru fyrstu þungunarprófin framkvæmd á Íslandi og með hvaða hætti?
Skriflegar heimildir um notkun þungunarprófa á Íslandi á síðustu öld eru af mjög skornum skammti. Það sem hér fer á eftir er að miklu leyti byggt á munnlegum upplýsingum sem íslenskir læknar, meinatæknar, lyfjafræðingar og leikmenn hafa gefið eftir minni.

Þungunarhormónið hCG (e. human chorionic gonadotropin) hefur verið þekkt í næstum heila öld, frá 3. áratug síðustu aldar, mælanlegt í blóði og þvagi. Fyrstu þungunarprófin voru tilraunir á lifandi dýrum (e. bioassays) og fólust í því að þvagi kvenna var sprautað í ókynþroska mýs (eða kanínur) og áhrifin metin nokkrum dögum síðar við slátrun. Ef mýsnar höfðu fengið egglos var það merki þess að framleiðandi þvagsins, konan, væri þunguð.

Fyrstu þungunarprófin voru tilraunir á lifandi dýrum (e. bioassays) og fólust í því að þvagi kvenna var sprautað í ókynþroska mýs (eða kanínur) og áhrifin metin nokkrum dögum síðar við slátrun. Ef mýsnar höfðu fengið egglos var það merki þess að framleiðandi þvagsins, konan, væri þunguð.

Ofangreinda heimildamenn rekur minni til þess að á 7. áratug síðustu aldar hafi þess konar próf verið gerð af og til á rannsóknastofunni á Keldum, þegar mikið lá við.

Þegar leið á 7. áratuginn komu fram þungunarpróf, sem byggðu á mótefnamælingum með aðferðum ónæmisfræðinnar. Frá því skömmu fyrir 1970 voru þessi nýju þungunarpróf gerð hérlendis á sjúkrahúsum og á nokkrum læknastofum og síðar í apótekum. Þvagpróf voru og eru enn mest notuð. Líklega hefur mælingaraðferðin verið geislaónæmismæling (e. radioimmunoassay). Svar gat fengist samdægurs. Næmið var slíkt að prófið átti að sýna jákvæða niðurstöðu við 6-8 vikna þungun (það er 4-6 vikum eftir getnað). Áreiðanleikanum var ábótavant, að hluta til vegna þess að krossviðbrögð urðu við hormónið LH (e. luteinizing hormon), sem hækkar í þéttni snöggt og tímabundið við egglos.

Þungunarpróf af þeirri gerð sem nú eru í notkun komu fram um miðjan 9. áratuginn og varð þá bylting í næmi og áreiðanleika og að auki urðu þau svo handhæg og notendavæn að fljótlega var farið að selja þau til heimabrúks. Þau mæla einnig hCG í þvagi en þau nema sértækan hluta hormónsins, svokallaða beta-keðju (ß-hCG). Nærvera annarra líkra hormóna leiðir því ekki til krossviðbragða og falskt jákvæðra svara. Svar fæst á nokkrum sekúndum og næmið er slíkt að prófið verður jákvætt 1-3 vikum eftir getnað.

Þungunarpróf af þeirri gerð sem nú eru í notkun komu fram um miðjan 9. áratuginn og varð þá bylting í næmi og áreiðanleika og að auki urðu þau svo handhæg og notendavæn að fljótlega var farið að selja þau til heimabrúks.

Einn viðmælenda, sem er með elstu kvensjúkdómalæknum á landinu, minnti á, meira til gamans, að sökkmæling á blóði hefði um miðja öldina verið eins konar þungunarpróf, þótt ónákvæmt væri. Þá var vitað að þessi bólguvísir hækkaði mjög mikið í barnshafandi konum; sökkið hækkar svo mikið í eðlilegri þungun að mælingin er ónothæf sem sýkingar- og bólguvísir undir þeim kringumstæðum.

Heimild:
  • Braunstein GD. The Long Gestation of the Modern Home Pregnancy Test. Clinical Chemistry 2014;60:1;18-21.

Myndir:

...