Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Teljast bjargdúfur til villtra íslenskra fuglategunda?

Jón Már Halldórsson

Þeir sem búa í þéttbýlinu á Suðvesturlandi þekkja flestir dúfur (Columbidae) sem réttilega eru kallaðar húsdúfur og hafa haldið til á torgum og götum í Reykjavík í áratugi. Húsdúfan er afkomandi villtra dúfna sem nefnast bjargdúfur. Þessar villtu frænkur húsdúfnanna hafa numið hér land og ættu því að teljast réttilega til villtrar fuglafánu landsins. Þeirra er yfirleitt ekki getið í yfirlitsritum um fugla á síðustu öld, nema þeim nýjustu, samanber handbók Jóhanns Óla Hilmarssonar um íslenska fugla.

Bjargdúfa (Columba livia).

Hinn kunni náttúrufræðingur Bjarni Sæmundsson minnist ekki á bjargdúfu á lista yfir íslensk fuglanöfn en aftur á móti er hún á lista yfir nöfn á merkum útlendum fuglum. Bjargdúfa er gráblá, með gljáandi grænar og purpuralitar hálshliðar. Hún er með hvítan yfirgump, dökka rák á jaðri stéls og tvær svartar vængrákir.

Um landnám bjargdúfunnar:

Ekki er ljóst hvenær menn urðu fyrst varir við bjargdúfur hér á landi en sennilega eru nokkrir áratugir síðan þær numu land á Austfjörðum. Bjargdúfur eru nú afar áberandi á stöðum eins og Djúpavogi og Eskifirði. Sumir hallast að því að bjargdúfur hafi komið frá Færeyjum en aðrir halda að þær séu afkomendur taminna dúfna. Þeir sem vel þekkja til atferlis og háttalags dúfna telja slíkt ólíklegt vegna þess hversu atferli þeirra minnir mjög á atferli villtra bjargdúfna í Evrópu, auk þess sem íslensku bjargdúfurnar fælast greinilega í námunda við menn.

Í þessu sambandi má nefna að við Reyðarfjörð og Eskifjörð er fjall sem nefnist Hólmaborg. Þar í fjalli er hellir er nefnist Dúfnahellir. Sagnir eru um að þar hafi dúfur orpið á fyrri tímum.

Bjargdúfa (Columba livia) á flugi.

Íslenski bjargdúfnastofninn er ekki stór en hann telur um 500 fugla. Stofninn hefur ekki verið sérstaklega rannsakaður og því er ekki hægt að meta hvernig hann hefur vaxið á undanförnum áratugum. Bjargdúfurnar á Austurlandi hafa þann vana að leita til byggða á veturna í fæðuleit, auk þess sem margir bæjarbúar í þorpunum á Austfjörðum bera fæði út fyrir þær. Á sumrin leita þær fæðu víðar, meðal annars í fjörum.

Heimsútbreiðslan:

Bjargdúfa (Columba livia) er útbreiddur varpfugl um Evrópu, Norður-Afríku og í sunnanverðri Asíu. Fuglafræðingar áætla að heildarútbreiðslusvæði bjargdúfunnar sé um 10 milljón ferkílómetrar og er heimsstofninn geysistór eða um 30 milljónir varppara. Bjargdúfur eru vinsæl bráð ýmissa ránfugla, svo sem sparrhauks (Accipiter nisus) og förufálka (Falco peregrinus).

Helsta heimild:
  • Pétur Gautur Kristjánsson. Bjargdúfan Columba livia – villtur varpfugl á Íslandi. Náttúrufræðingurinn 70 (1), bls. 21-26, 2000.

Mynd:

Upprunalega spurningin hljóðaði svo:
Hvað er vitað um bjargdúfur hér á landi? Fuglinn virðist vera villtur og staðbundinn en er nánast hundsaður sem sérstök villt tegund í lífríki Íslands, það er ekki innflutt og ræktuð af áhugamönnum um dúfnarækt.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

19.5.2011

Síðast uppfært

6.3.2023

Spyrjandi

Guðlaugur Ævar Hilmarsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Teljast bjargdúfur til villtra íslenskra fuglategunda?“ Vísindavefurinn, 19. maí 2011, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=59294.

Jón Már Halldórsson. (2011, 19. maí). Teljast bjargdúfur til villtra íslenskra fuglategunda? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=59294

Jón Már Halldórsson. „Teljast bjargdúfur til villtra íslenskra fuglategunda?“ Vísindavefurinn. 19. maí. 2011. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=59294>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Teljast bjargdúfur til villtra íslenskra fuglategunda?
Þeir sem búa í þéttbýlinu á Suðvesturlandi þekkja flestir dúfur (Columbidae) sem réttilega eru kallaðar húsdúfur og hafa haldið til á torgum og götum í Reykjavík í áratugi. Húsdúfan er afkomandi villtra dúfna sem nefnast bjargdúfur. Þessar villtu frænkur húsdúfnanna hafa numið hér land og ættu því að teljast réttilega til villtrar fuglafánu landsins. Þeirra er yfirleitt ekki getið í yfirlitsritum um fugla á síðustu öld, nema þeim nýjustu, samanber handbók Jóhanns Óla Hilmarssonar um íslenska fugla.

Bjargdúfa (Columba livia).

Hinn kunni náttúrufræðingur Bjarni Sæmundsson minnist ekki á bjargdúfu á lista yfir íslensk fuglanöfn en aftur á móti er hún á lista yfir nöfn á merkum útlendum fuglum. Bjargdúfa er gráblá, með gljáandi grænar og purpuralitar hálshliðar. Hún er með hvítan yfirgump, dökka rák á jaðri stéls og tvær svartar vængrákir.

Um landnám bjargdúfunnar:

Ekki er ljóst hvenær menn urðu fyrst varir við bjargdúfur hér á landi en sennilega eru nokkrir áratugir síðan þær numu land á Austfjörðum. Bjargdúfur eru nú afar áberandi á stöðum eins og Djúpavogi og Eskifirði. Sumir hallast að því að bjargdúfur hafi komið frá Færeyjum en aðrir halda að þær séu afkomendur taminna dúfna. Þeir sem vel þekkja til atferlis og háttalags dúfna telja slíkt ólíklegt vegna þess hversu atferli þeirra minnir mjög á atferli villtra bjargdúfna í Evrópu, auk þess sem íslensku bjargdúfurnar fælast greinilega í námunda við menn.

Í þessu sambandi má nefna að við Reyðarfjörð og Eskifjörð er fjall sem nefnist Hólmaborg. Þar í fjalli er hellir er nefnist Dúfnahellir. Sagnir eru um að þar hafi dúfur orpið á fyrri tímum.

Bjargdúfa (Columba livia) á flugi.

Íslenski bjargdúfnastofninn er ekki stór en hann telur um 500 fugla. Stofninn hefur ekki verið sérstaklega rannsakaður og því er ekki hægt að meta hvernig hann hefur vaxið á undanförnum áratugum. Bjargdúfurnar á Austurlandi hafa þann vana að leita til byggða á veturna í fæðuleit, auk þess sem margir bæjarbúar í þorpunum á Austfjörðum bera fæði út fyrir þær. Á sumrin leita þær fæðu víðar, meðal annars í fjörum.

Heimsútbreiðslan:

Bjargdúfa (Columba livia) er útbreiddur varpfugl um Evrópu, Norður-Afríku og í sunnanverðri Asíu. Fuglafræðingar áætla að heildarútbreiðslusvæði bjargdúfunnar sé um 10 milljón ferkílómetrar og er heimsstofninn geysistór eða um 30 milljónir varppara. Bjargdúfur eru vinsæl bráð ýmissa ránfugla, svo sem sparrhauks (Accipiter nisus) og förufálka (Falco peregrinus).

Helsta heimild:
  • Pétur Gautur Kristjánsson. Bjargdúfan Columba livia – villtur varpfugl á Íslandi. Náttúrufræðingurinn 70 (1), bls. 21-26, 2000.

Mynd:

Upprunalega spurningin hljóðaði svo:
Hvað er vitað um bjargdúfur hér á landi? Fuglinn virðist vera villtur og staðbundinn en er nánast hundsaður sem sérstök villt tegund í lífríki Íslands, það er ekki innflutt og ræktuð af áhugamönnum um dúfnarækt.
...