Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconHeimspeki

Hver var William James og fyrir hvað er hann helst þekkur?

William James (11. janúar 1842 − 26. ágúst 1910) er meðal áhrifamestu hugsuða Bandaríkjanna og er þá einkum horft til skrifa hans um sálfræði, trúarbragðafræði og heimspeki. Merkustu rit hans á þeim fræðasviðum eru The Principles of Psychology, tvö bindi (1890), The Will to Believe (1897), The Varieties of R...

category-iconLandafræði

Hvenær var heiminum fyrst skipt upp í heimsálfur?

Elsta dæmið um skiptingu heimsins í álfur er hjá Hekataiosi frá Míletos á 6. öld f.Kr. en hjá honum voru álfurnar tvær, Evrópa og Asía.1 Á dögum Heródótosar sagnaritara var hins vegar heiminum skipt í þrennt, Evrópu, Asíu og Líbýu.2 Líklega hafði Heródótos nokkur áhrif á að þrískiptingin varð ríkjandi til að lýsa ...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvað er einelti?

Hér er einnig svarað spurningunni:Hver er munurinn á einelti og stríðni? Einelti er ofbeldi þar sem einn eða fleiri ráðast að einum og beita hann ofbeldi yfir lengri tíma. Rannsóknir á einelti hófust að einhverju ráði fyrir rúmlega 30 árum og hafa fjölmargar skilgreiningar á einelti komið fram síðan. Allar eiga...

category-iconLæknisfræði

Hvenær var penisilín fyrst notað á Íslandi?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvaða ár kom penisilín til Íslands og hvaða lyf er stærsti samkeppnisaðili penisilíns? Ekki er auðvelt að nálgast áreiðanlegar heimildir um fyrstu notkun penisilíns á Íslandi en upphaflega var það aðeins til sem stungulyf og var talsvert ertandi. Til eru skriflegar ...

category-iconHugvísindi

Hver var fyrsti kvikmyndaleikstjórinn?

Þessu er ekki auðsvarað því að í spurningunni er fólgin önnur vandmeðfarin spurning: Hvað er kvikmyndaleikstjóri? Það er alveg ljóst að þeir sem stýrðu kvikmyndatökuvélunum í fyrstu kvikmyndunum sem gerðar voru litu ekki á sig sem leikstjóra í þeirri merkingu sem við leggjum í orðið í dag. Þeir voru fyrst og frems...

category-iconVeðurfræði

Hver gefur óveðri nafn?

Upprunalega spurningin var: Hver nefnir storma? Dæmi: Ciara, Dennis, Katrina og fleiri. Spyrjendur tiltaka sérstaklega þrjú nöfn, þau fyrstu tvö eru nöfn á lægðum eða óveðrum sem nýlega hafa verið í fréttum en Katrina var nafn á fellibyl. Fellibyljir myndast aðeins þar sem yfirborðshiti sjávar nær að minnst...

category-iconVeðurfræði

Hvers vegna verður oft hvasst við fjöll?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Af hverju verður svona hvasst undir fjöllum t.d undir Hafnarfjalli? Það er rétt að í óveðrum verður oftast hvassast við fjöll. Segja má að ástæðan sé tvíþætt. Ef um er að ræða vind sem blæs samsíða fjallshlíð má skýra hröðunina með þrengingu á farvegi loftsins. Það á s...

category-iconTrúarbrögð

Hvaða ljósi varpar Tómasarguðspjall á líf Jesú og hver er talinn vera uppruni þess?

Hvers konar rit er Tómasarguðspjall? Tómasarguðspjall er ekki tilraun til að skrifa ævi Jesú út frá hefðbundnum forsendum um fæðingarstað, menntun, störf og örlög (dauða) eins og til dæmis má finna stað í frásögu Matteusarguðspjalls svo ekki sé talað um þá tísku sem er íslensk ævisagnaritun nú á dögum. Ævisag...

category-iconNæringarfræði

Af hverju er orkugjafinn "Ripped fuel" á bannlista á Íslandi en seldur út úr matvöruverslunum í USA?

Ripped fuel er efni ("fæðubótarefni") sem er meðal annars notað til að auka brennslu. Það inniheldur ýmis örvandi efni svo sem guarana og koffein, sem geta valdið óþægindum og eitrunareinkennum ef þeirra er neytt í of stórum skömmtum. Koffeininnihald í Ripped fuel er hærra en leyfilegt er hér á landi. Sumar tegun...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru til einhver eitruð spendýr?

Eina spendýrið sem staðfest er að framleiði eitur er breiðnefurinn (Ornithorhynchus anatinus) sem er afar sérstætt spendýr og sker sig mjög frá öðrum spendýrum jarðarinnar. Eins og önnur spendýr hefur breiðnefurinn jafnheitt blóð en hitastig þess er lægra en hjá öðrum ættum spendýra eða 25-30 °C. Það er að jafnaði...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig get ég búið til sólarrafhlöðu og hvað þarf í hana?

Ljósspennurafhlöð sem gerð voru úr hreinum kísli voru aflgjafar gerfitungla á sjötta áratug 20. aldar. Ljósspennurafhlað er í raun sólknúin rafhlaða þar sem eina eldsneytið er ljósið sem drífur hana. Ljósspennurafhlað er gert úr hálfleiðandi efni sem í hefur verið myndað pn-skeyti, sem hefur mikið flatarmál. Þetta...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju er mínus sinnum mínus sama og plús?

Eins og í svo mörgum öðrum reglum stærðfræðinnar er þetta gert þannig að allt gangi upp að lokum á sem eðlilegastan og einfaldastan hátt. Við leiðum rök að þessu hér á eftir. Talan -1 er skilgreind þannig að1 + (-1) = 0Við margföldum vinstri hlið þessarar jöfnu með sjálfri sér og fáum þá auðvitað aftur 0:0 = (1...

category-iconTrúarbrögð

Stendur í Biblíunni að rastafarar eigi að reykja kannabis og megi ekki klippa á sér hárið eða borða kjöt?

Eins og fram kemur í öðru svari hér á Vísindavefnum byggir Rastafaritrú á ákveðinni túlkun á Biblíunni sem sögð er vera sú túlkun sem laus er undan áhrifum hvítra nýlendusinna. Rastafaritrú kveður ekki á um kannabisnotkun til skemmtunar en margir rastafarar reykja marijúana í trúarlegum tilgangi. Ekki er litið ...

category-iconNæringarfræði

Getum við lifað á hundasúrum, grasi og öðru slíku eins og hestarnir og kýrnar?

Við fáum orku úr jurtum fyrst og fremst í formi sterkju sem er forðasykra plöntunnar, samsett úr glúkósasameindum. Aðalbyggingarefni og uppistaða í frumuveggjum plantna er svokallað beðmi eða sellulósi. Það er einnig úr glúkósasameindum en þær tengjast öðruvísi en glúkósasameindir sterkjunnar og meltingarensím man...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju má ekki skíra barnið sitt Jesús?

Ekkert stendur í lögum um mannanöfn sem bannar það að nafnið Jesús sé notað sem eiginnafn. Þau ákvæði sem nafn þarf að uppfylla til þess að fara á mannanafnaskrá eru að það fái endingu í eignarfalli og falli að öðru leyti að íslensku hljóðkerfi og stafsetningu. Menn hafa hins vegar skirrst við að gefa nafn sem...

Fleiri niðurstöður