Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju er orkugjafinn "Ripped fuel" á bannlista á Íslandi en seldur út úr matvöruverslunum í USA?

Ingibjörg Gunnarsdóttir

Ripped fuel er efni ("fæðubótarefni") sem er meðal annars notað til að auka brennslu. Það inniheldur ýmis örvandi efni svo sem guarana og koffein, sem geta valdið óþægindum og eitrunareinkennum ef þeirra er neytt í of stórum skömmtum. Koffeininnihald í Ripped fuel er hærra en leyfilegt er hér á landi. Sumar tegundir af Ripped fuel innihalda einnig efnið Ma-Huang-Ephedra, en í því er efedrín. Ma-Huang-Ephedra kemur fyrir sem slíkt í náttúrunni og telst því “náttúrulegt efni”. Efedrín hefur örvandi áhrif á efnaskipti og eykur þar af leiðandi brennslu en um leið eykst hjartsláttur sem þýðir aukið álag á hjartað. Fæðubótarefni sem innihalda efedrín eru bönnuð hér á landi vegna óæskilegra áhrifa sem það getur haft á líkamann.

Rannsóknir hafa sýnt að efni ("fæðubótarefni") sem innihalda Ma-Huang-Ephedra auka hjartslátt í heilbrigðu fólki (sjá heimild 1) og þó nokkur dauðsföll má einnig rekja til neyslu þeirra (sjá heimild 2). Aukna tíðni eitrunareinkenna af völdum efedríns má sennilega að einhverju leyti rekja til þess að fólk telji “fæðubótarefni” sem innihaldi "náttúrulegt" efni, eins og Ma-Huang-Ephedra, örugga vöru og umbúðamerkingar framleiðenda benda einnig oftast til þess að engin áhætta sé fylgjandi neyslu þeirra (sjá heimild 2).

Í USA er eftirlit með fæðubótarefnum og öðrum örvandi efnum ekki eins gott og hér á landi. Nýlegar rannsóknir ættu þó að verða til þess að þetta eftirlit verði hert. Það má því alls ekki líta þannig á málið að það sé eitthvað ósanngjarnt að til dæmis Ripped fuel sé bannað hér á landi – eftirlitið er fyrst og fremst til þess að koma í veg fyrir að vörur sem geta haft skaðleg áhrif á líkamann komist á íslenskan markað.

Heimildir

1. White LM, Gardner SF, Gurley BJ, Marx MA, Wang PL, Estes M. Pharmacokinetics and cardiovascular effects of ma-huang (CEphedra sinica) in normotensive adults. J Clin Pharmacol 1997 Feb; 37(2): 116-22

2. Gurley BJ, Gardner SF, White LM, Wang PL. Ephedrine pharmacokinetics after the ingestion of nutritional supplements containing Ephedra sinica (ma huang). The Drug Monit 1998 Aug; 20(4): 439-45

Höfundur

Ingibjörg Gunnarsdóttir

prófessor í næringarfræði við HÍ

Útgáfudagur

28.3.2000

Spyrjandi

Sigurbjörn Daði Dagbjartsson

Efnisorð

Tilvísun

Ingibjörg Gunnarsdóttir. „Af hverju er orkugjafinn "Ripped fuel" á bannlista á Íslandi en seldur út úr matvöruverslunum í USA?“ Vísindavefurinn, 28. mars 2000, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=302.

Ingibjörg Gunnarsdóttir. (2000, 28. mars). Af hverju er orkugjafinn "Ripped fuel" á bannlista á Íslandi en seldur út úr matvöruverslunum í USA? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=302

Ingibjörg Gunnarsdóttir. „Af hverju er orkugjafinn "Ripped fuel" á bannlista á Íslandi en seldur út úr matvöruverslunum í USA?“ Vísindavefurinn. 28. mar. 2000. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=302>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju er orkugjafinn "Ripped fuel" á bannlista á Íslandi en seldur út úr matvöruverslunum í USA?
Ripped fuel er efni ("fæðubótarefni") sem er meðal annars notað til að auka brennslu. Það inniheldur ýmis örvandi efni svo sem guarana og koffein, sem geta valdið óþægindum og eitrunareinkennum ef þeirra er neytt í of stórum skömmtum. Koffeininnihald í Ripped fuel er hærra en leyfilegt er hér á landi. Sumar tegundir af Ripped fuel innihalda einnig efnið Ma-Huang-Ephedra, en í því er efedrín. Ma-Huang-Ephedra kemur fyrir sem slíkt í náttúrunni og telst því “náttúrulegt efni”. Efedrín hefur örvandi áhrif á efnaskipti og eykur þar af leiðandi brennslu en um leið eykst hjartsláttur sem þýðir aukið álag á hjartað. Fæðubótarefni sem innihalda efedrín eru bönnuð hér á landi vegna óæskilegra áhrifa sem það getur haft á líkamann.

Rannsóknir hafa sýnt að efni ("fæðubótarefni") sem innihalda Ma-Huang-Ephedra auka hjartslátt í heilbrigðu fólki (sjá heimild 1) og þó nokkur dauðsföll má einnig rekja til neyslu þeirra (sjá heimild 2). Aukna tíðni eitrunareinkenna af völdum efedríns má sennilega að einhverju leyti rekja til þess að fólk telji “fæðubótarefni” sem innihaldi "náttúrulegt" efni, eins og Ma-Huang-Ephedra, örugga vöru og umbúðamerkingar framleiðenda benda einnig oftast til þess að engin áhætta sé fylgjandi neyslu þeirra (sjá heimild 2).

Í USA er eftirlit með fæðubótarefnum og öðrum örvandi efnum ekki eins gott og hér á landi. Nýlegar rannsóknir ættu þó að verða til þess að þetta eftirlit verði hert. Það má því alls ekki líta þannig á málið að það sé eitthvað ósanngjarnt að til dæmis Ripped fuel sé bannað hér á landi – eftirlitið er fyrst og fremst til þess að koma í veg fyrir að vörur sem geta haft skaðleg áhrif á líkamann komist á íslenskan markað.

Heimildir

1. White LM, Gardner SF, Gurley BJ, Marx MA, Wang PL, Estes M. Pharmacokinetics and cardiovascular effects of ma-huang (CEphedra sinica) in normotensive adults. J Clin Pharmacol 1997 Feb; 37(2): 116-22

2. Gurley BJ, Gardner SF, White LM, Wang PL. Ephedrine pharmacokinetics after the ingestion of nutritional supplements containing Ephedra sinica (ma huang). The Drug Monit 1998 Aug; 20(4): 439-45

...