Af hverju verður svona hvasst undir fjöllum t.d undir Hafnarfjalli?Það er rétt að í óveðrum verður oftast hvassast við fjöll. Segja má að ástæðan sé tvíþætt. Ef um er að ræða vind sem blæs samsíða fjallshlíð má skýra hröðunina með þrengingu á farvegi loftsins. Það á sér hliðstæðu í árfarvegi þar sem farvegurinn þrengist og straumhraði eykst. Dæmi um slíka hröðun er undir Eyjafjöllum og í Vestmannaeyjum í austanátt. Fjöllin syðst á landinu veita loftstraumnum viðnám og hluti af straumnum leitar suður fyrir fjöllin þar sem mikill vindur er fyrir og segja má að farvegurinn þrengist.

Í óveðrum verður oftast hvassast við fjöll. Ef um er að ræða vind sem blæs samsíða fjallshlíð má skýra hröðunina með þrengingu á farvegi loftsins. Það á sér hliðstæðu í árfarvegi þar sem farvegurinn þrengist og straumhraði eykst.
- Almennt um vinda við fjöll:
- Haraldur Ólafsson og Hálfdán Ágústsson: Mesoscale Orographic Flows. Uncertainties in Numerical Weather Prediction, ritstj. Haraldur Ólafsson og Jian-Wen Bao, Elsevier, 2020.
- Um hvernig hvessir snögglega við fjöll á Íslandi:
- Florian Ruff og Haraldur Ólafsson: Quarterly Journal of the Royal Meteorological Society, 2019. https://sci-hub.se/https://doi.org/10.1002/qj.3377
- Um vindhviður við fjöll:
- Hálfdán Ágústsson og Haraldur Ólafsson: Mean Gust Factors in Complex Terrain. Meteorologische Zeitschrift, 2004. https://sci-hub.se/10.1127/0941-2948/2004/0013-0149
- Hálfdán Ágústsson og Haraldur Ólafsson: Forecasting Wind Gusts in Complex Terrain. Meteorology and Atmospheric Physics, 2009: https://sci-hub.se/10.1007/s00703-008-0347-y
- Eyjafjöll II. (Sótt 28.05.2024). Myndina tók Rob Oo og hún er birt undir leyfinu CC BY 2.0 Deed - Creative Commons