Sólin Sólin Rís 06:31 • sest 20:17 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:22 • Sest 19:48 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:01 • Síðdegis: 21:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:54 • Síðdegis: 15:14 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:31 • sest 20:17 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:22 • Sest 19:48 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:01 • Síðdegis: 21:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:54 • Síðdegis: 15:14 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna verður oft hvasst við fjöll?

Haraldur Ólafsson

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Af hverju verður svona hvasst undir fjöllum t.d undir Hafnarfjalli?

Það er rétt að í óveðrum verður oftast hvassast við fjöll. Segja má að ástæðan sé tvíþætt. Ef um er að ræða vind sem blæs samsíða fjallshlíð má skýra hröðunina með þrengingu á farvegi loftsins. Það á sér hliðstæðu í árfarvegi þar sem farvegurinn þrengist og straumhraði eykst. Dæmi um slíka hröðun er undir Eyjafjöllum og í Vestmannaeyjum í austanátt. Fjöllin syðst á landinu veita loftstraumnum viðnám og hluti af straumnum leitar suður fyrir fjöllin þar sem mikill vindur er fyrir og segja má að farvegurinn þrengist.

Í óveðrum verður oftast hvassast við fjöll. Ef um er að ræða vind sem blæs samsíða fjallshlíð má skýra hröðunina með þrengingu á farvegi loftsins. Það á sér hliðstæðu í árfarvegi þar sem farvegurinn þrengist og straumhraði eykst.

Ef um er að ræða hvassan vind sem blæs niður af fjalli er hvassviðrið jafnan skýrt með tilvísun í þyngdarbylgjur. Lofthjúpurinn er lagskiptur og minnkar eðlismassinn eftir því sem ofar dregur. Sú lagskipting veldur því að truflun sem verður á loftstraumnum þegar hann lendir á fjalli leiðir til þess að loftið tekur að sveiflast upp og niður. Þær sveiflur eru nefndar þyngdarbylgjur og geta þær orðið mýmargar og náð tugi kílómetra frá fjallinu sem olli upphaflegu sveiflunni. Eðli þyngdarbylgna í lagskiptum loftstraumi er að þar sem loftið er á leið niður á við er straumurinn tiltölulega hraður, en þar sem loftið er á leið upp er vindurinn mun hægari. Hvassast er þar sem loftagnir eru nálægt lægstu stöðu, en hægastur vindur þar sem þær eru nálægt efstu stöðu.

Vindur sem stendur af fjöllum er stundum mun hviðóttari en vindur á sléttlendi. Vindhviður sem standa yfir í örfáar sekúndur geta hæglega orðið 2-4 sinnum hvassari en meðalvindur þar sem blæs af fjöllum, en á sléttlendi er algengt að vindhviður séu aðeins 30-50% hvassari en meðalvindur. Þá hvessir stundum mjög snögglega þar sem vindur stendur af fjöllum.

Heimildir og frekara lesefni:

Mynd:

Höfundur

Haraldur Ólafsson

prófessor í veðurfræði við HÍ

Útgáfudagur

29.5.2024

Spyrjandi

Sigurður Aðalsteinn Jónsson

Tilvísun

Haraldur Ólafsson. „Hvers vegna verður oft hvasst við fjöll?“ Vísindavefurinn, 29. maí 2024, sótt 8. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=75349.

Haraldur Ólafsson. (2024, 29. maí). Hvers vegna verður oft hvasst við fjöll? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=75349

Haraldur Ólafsson. „Hvers vegna verður oft hvasst við fjöll?“ Vísindavefurinn. 29. maí. 2024. Vefsíða. 8. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=75349>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna verður oft hvasst við fjöll?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Af hverju verður svona hvasst undir fjöllum t.d undir Hafnarfjalli?

Það er rétt að í óveðrum verður oftast hvassast við fjöll. Segja má að ástæðan sé tvíþætt. Ef um er að ræða vind sem blæs samsíða fjallshlíð má skýra hröðunina með þrengingu á farvegi loftsins. Það á sér hliðstæðu í árfarvegi þar sem farvegurinn þrengist og straumhraði eykst. Dæmi um slíka hröðun er undir Eyjafjöllum og í Vestmannaeyjum í austanátt. Fjöllin syðst á landinu veita loftstraumnum viðnám og hluti af straumnum leitar suður fyrir fjöllin þar sem mikill vindur er fyrir og segja má að farvegurinn þrengist.

Í óveðrum verður oftast hvassast við fjöll. Ef um er að ræða vind sem blæs samsíða fjallshlíð má skýra hröðunina með þrengingu á farvegi loftsins. Það á sér hliðstæðu í árfarvegi þar sem farvegurinn þrengist og straumhraði eykst.

Ef um er að ræða hvassan vind sem blæs niður af fjalli er hvassviðrið jafnan skýrt með tilvísun í þyngdarbylgjur. Lofthjúpurinn er lagskiptur og minnkar eðlismassinn eftir því sem ofar dregur. Sú lagskipting veldur því að truflun sem verður á loftstraumnum þegar hann lendir á fjalli leiðir til þess að loftið tekur að sveiflast upp og niður. Þær sveiflur eru nefndar þyngdarbylgjur og geta þær orðið mýmargar og náð tugi kílómetra frá fjallinu sem olli upphaflegu sveiflunni. Eðli þyngdarbylgna í lagskiptum loftstraumi er að þar sem loftið er á leið niður á við er straumurinn tiltölulega hraður, en þar sem loftið er á leið upp er vindurinn mun hægari. Hvassast er þar sem loftagnir eru nálægt lægstu stöðu, en hægastur vindur þar sem þær eru nálægt efstu stöðu.

Vindur sem stendur af fjöllum er stundum mun hviðóttari en vindur á sléttlendi. Vindhviður sem standa yfir í örfáar sekúndur geta hæglega orðið 2-4 sinnum hvassari en meðalvindur þar sem blæs af fjöllum, en á sléttlendi er algengt að vindhviður séu aðeins 30-50% hvassari en meðalvindur. Þá hvessir stundum mjög snögglega þar sem vindur stendur af fjöllum.

Heimildir og frekara lesefni:

Mynd:...