1 + (-1) = 0Við margföldum vinstri hlið þessarar jöfnu með sjálfri sér og fáum þá auðvitað aftur 0:
0 = (1 + (-1)) ∙ (1 + (-1)) =þar sem x er talan sem við erum að leita að. Við höfum notað hér einfaldar reiknireglur eða -aðferðir eins og að margfalda saman sviga og að 1∙a = a∙1 = a fyrir hvaða tölu a sem er, en það skilgreinir töluna 1 gagnvart margföldun. Einnig höfum við notað regluna hér á undan um 1 + (-1). Talan x sem hefur þann eiginleika sem lýst er í síðustu jöfnunni, (-1) + x = 0, er einmitt x = 1 og þannig höfum við sýnt að
1 + (-1)∙1 + 1∙(-1) + (-1)∙(-1) =
1 + (-1) + (-1) + (-1)∙(-1) = (-1) + x = 0
(-1)∙(-1) = 1Þetta notum við síðan til að rökstyðja hvað kemur út úr "mínus sinnum mínus" almennt. Við látum þá tölurnar a og b vera einhverjar plústölur og reiknum út með gætni, skref fyrir skref:
(-a)∙(-b) = (-1)∙a∙(-1)b = (-1)∙(-1)∙a∙b =Þannig höfum við sýnt almennt fram á þá einföldu reglu að "mínus sinnum mínus er plús". Lesendur sem hafa komist svona langt í svarinu hafa kannski gaman af að bera það saman við svar okkar við spurningunni Hver eru rökin fyrir því að x í núllta veldi sé alltaf 1, sama hvað x stendur fyrir? Aðferðirnar eru þær sömu í þessum tveimur svörum: Að taka ekkert sem gefið nema það sem áður hefur verið rökstutt eða skilgreint og að leiða niðurstöðurnar fram með gætni, skref fyrir skref. Þannig geta menn sannfært sjálfa sig um að bæði sé skynsamlegt og nauðsynlegt að hafa þetta svona til þess að bygging stærðfræðinnar verði traust, gagnsæ og notadrjúg. Að því loknu er síðan óhætt að gleyma hvernig þetta var fengið í smærri atriðum en leggja þeim mun meiri áherslu á að tileinka sér þessar reglur og beita þeim þannig að þær nýtist sem best.
a∙b = + a∙b