Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða ljósi varpar Tómasarguðspjall á líf Jesú og hver er talinn vera uppruni þess?

Jón Ma. Ásgeirsson (1957-2012)

Hvers konar rit er Tómasarguðspjall?

Tómasarguðspjall er ekki tilraun til að skrifa ævi Jesú út frá hefðbundnum forsendum um fæðingarstað, menntun, störf og örlög (dauða) eins og til dæmis má finna stað í frásögu Matteusarguðspjalls svo ekki sé talað um þá tísku sem er íslensk ævisagnaritun nú á dögum. Ævisagnagerð í hinum vestræna menningarheimi hefir þó að fornu og nýju verið stunduð og fram sett með ýmsu móti (ólíkum bókmenntaformum) og á mismunandi forsendum (svo sem tilteknum þáttum í ævi fólks).

Einn slíkur flokkur ævisagnaritunar (á grísku bios; í fleirtölu bioi) að fornu fólst í því að safna saman heimildum um helstu hugmyndir guðfræðinga og heimspekinga. Ævisagnaritun af því tagi má teljast snúast nánast einvörðungu um hugmyndafræði viðkomandi persónu. Slíkar ævisögur tengja með öðrum orðum persónuna sem um er fjallað við hugmyndafræði persónunnar eina: ævi persónunnar er guðfræðin eða heimspekin sem persónan setti fram eða boðaði.

Um ævi margra guðfræðinga og heimspekinga frá öldunum í kringum fæðingu Jesú er fátt annað vitað en um hugmyndir þeirra þar eð ævisagnaritarinn hafði ekki áhuga á öðrum þáttum í fari persónunnar eða persónanna sem hann (hún) skrifaði um. Tómasarguðspjall er náskylt þessari tegund ævisagnaritunar. Höfundur eða höfundar guðspjallsins hafa safnað saman ýmsum ummælum Jesú og sett fram með skipulögðum hætti enda þótt rökfræðin að baki þeirri framsetningu blasi ekki við augum við fyrstu sýn.

Ummæli er þýðing á gríska orðinu logion (í fleirtölu logia) og felast þau ýmist í stuttum frásagnarkornum (þýðing á gríska orðinu kreia; í fleirtölu kreiai) eða dæmisögum (þýðing á gríska orðinu parabole; í fleirtölu parabolai). Líf Jesú eða ævi í Tómasarguðspjalli er þannig bundin við boðskap Jesú en ekki aðra þætti í ævi hans. Ævi Jesú í Tómasarguðspjalli verður þannig ekki aðgreind frá hugmyndafræði hans. Það er í samræmi við þessa gerð ævisagnaritunar sem lýst hefir verið þar sem áhersla sagnaritarans liggur í þeim fleygu orðum að maðurinn (líf hans og ævi) sé það sem hann eða hún hugsar, að nálgast verður persónu Jesú í Tómasarguðspjalli.

Líf Jesú í hugmyndum hans skv. Tómasarguðspjalli

Í ummælum sínum opinberast Jesús einkum með tvennum hætti í Tómasarguðspjalli.

Hann boðar nýtt mynstur í samskiptum fólks sín á milli annars vegar og á milli þegna þjóðfélaga og yfirboðara þeirra hins vegar. Í gagnrýni sinni á ríkjandi þjóðskipulag kemur hvarvetna fram að Jesús telur rangindi ríkja í samskiptum fólks. Með orðum sínum og gerðum leitast Jesús jafnframt við að benda á nýtt og réttlátt skipulag sem hann lýsir í tengslum við almætti heimsins, það er að segja ríki Guðs (guðsríki). Þetta réttláta ríki sem Jesús lýsir að hafi þegar hafið innreið sína í Tómasarguðspjalli leggur þegnum þess á herðar þungar ákvarðanir og skyldur. Fyrsta krafan snýr að persónu áheyrenda Jesú sjálfra. Til að gerast liðsmenn (lærisveinar) guðsríkisins þá leggur Jesús fyrst á verðandi lærisveina sína að gera upp við sig sína eigin stöðu í heiminum. Hvergi er krafan persónulegri heldur en einmitt hér. Jesús krefst þess að liðsmenn hans yfirgefi allt: fjölskyldu sína, heimili og hvers konar eignarhald (á jafnt við auðuga sem snauða). Þegnum guðsríkisins er gert að breiða út boðskap Jesú í orði og verki þar sem illt skal launað með góðu og engin önnur laun þegin en þau sem falla kunna til af borðum þeirra sem lærisveinarnir sækja heim. Köllunin til guðsríkisins og þjónustan við það fela þannig í sér róttæka afstöðu til hefðbundinna menningargilda hvort heldur í samhengi fjölskyldu eða samfélagsins.

Loks er hin sígilda þjónusta við Guð gagnrýnd af Jesú í Tómasarguðspjalli. Lærisveinarnir eru hvattir til að láta af hræsnisfullum látalátum. Þess í stað skuli þeir tileinka sér varkárni og æðruleysi eins og þeir sem þekkja sinn vitjunartíma í skarkala heimsins - vitjunartíma sem er dýrlegri öllu jarðnesku prjáli. Þannig eru lærisveinar Jesú hvattir til að umbreyta veröldinni innan frá. Ekki með því að storka hinu veraldlega yfirvaldi heldur með því að líta sér nær og raungera réttlæti guðsríkisins fyrst á meðal þeirra sjálfra og þá mun það vaxa til að ryðja braut hinu guðlega réttlæti í hvaða þjóðfélagslega samhengi sem vera ber. Að sama skapi hafnar Jesús ekki líkamanum í sinni boðun heldur agar hann innan frá til að láta réttlæti guðs ríkja í einu og öllu.



Í öðru lagi stígur Jesús fram í Tómasarguðspjalli eins og hinn upplýsti (vitri) spekingur. Hann á hér ýmislegt skylt með mörgum heimspekilegum kenningum hins helleníska menningarheims eins og margt í skrifum Páls postula ber líka með sér. Það sem einkennir líf Jesú í þessu efni í Tómasarguðspjalli er skyldleikinn við heimspeki af platónskum uppruna. Líf Jesú birtist með öðrum orðum ekki í tengslum við hefðir Gamla testamentisins eða síðgyðingdómsins um til dæmis messías(a) eða hugmyndir um dauða og upprisu Jesú sem eru svo dæmigerðar í bréfum Páls og píslarsögu guðspjalla Nýja testamentisins.

Þrátt fyrir hin platónsku áhrif í hugsun Jesú sem ganga eins og rauður þráður (til dæmis stefin um sköpun heimsins) í gegnum Tómasarguðspjall þá er Jesús engan veginn hefðbundinn platónisti. Í gagnrýni sinni á skipulag heimsins á hann ekki síður margt skylt með Kýnikeum og Stóuspekingum sem voru áberandi flokkar heimspekinga á tíma Jesú.

Er þá í ljósi þessara grófu lýsinga á hugmyndafræði Jesú hægt að draga jafnaðarmerki á milli lífs hans og hugmynda eða boðunar? Margir hafa leitast við að gera það einmitt í nýlegum rannsóknum á hinum sögulega Jesú. Jesú og lífi hans hefir þá til að mynda verið lýst í ljósi uppreisnar gegn ríkjandi þjóðskipulagi (Jesús séður sem afdráttarlaus gagnrýnandi á stofnanir þjóðfélagsins). Aðrir hafa reynt að rekja slóð tiltekinna heimspekistefna í orðum hans og athöfn (til að mynda fullyrt að hann hafi verið Kýnikei eða Stóuspekingur). Flestar þessar tilraunir horfa á hinn bóginn fram hjá þeirri staðreynd að hugmyndafræðin er margbrotin og þannig verður Jesús ekki settur í flokk með endilega einhverri einni stefnu eða stétt heimspekinga eða þjóðfélagsgagnrýnenda sem þekktir eru úr samtíma hans. Hann stígur miklu fremur fram á sviðið sem einstaklingur sem veit sínu viti og hefir eitthvað nýtt fram að færa enda þótt hann byggi á mörgum og ólíkum hefðum eins og allir einstaklingar gera sem lagt hafa að marki eitthvað afgerandi í hugmynda- og trúarsögu mannkyns.

Nútímaheimspekingur eins og Jacques Derrida er stöðugt að velta fyrir sér hefðbundinni heimspeki og gagnrýna hana. Hann veltir jafnoft vöngum yfir þjóðfélaginu og réttlæti heimsins. Fyrirmynd réttlætisins sér hann einmitt í róttækri guðsríkishugmynd Jesú. En það gerir Derrida ekki að Jesú eða persónugervingi hans. Þeir sem þekkja Derrida persónulega vita að hann lifir borgaralegu lífi þrátt fyrir alla sína gagnrýni; vita að hann býr í fallegu húsi og hefur valið því stað við jaðar stórborgar. Ef til vill verður aldrei komist svo nálægt lífi og persónu Jesú í Tómasarguðspjalli eða öðrum heimildum um hann frá lokum fornaldar. En á meðan Derrida heldur áfram að búa í sínu húsi, og kirkjan að dýrka dauða Jesú á krossi þá lifir Jesús í orðum sínum samkvæmt Tómasarguðspjalli. Og hann lifir þar einmitt vegna þess að hann lifði í samræmi við hugsun sína og athöfn.

Uppruni Tómasarguðspjalls

Til eru þrjú handritabrot af Tómasarguðspjalli á grísku frá annarri öld og koptísk (egypsk) þýðing af guðspjallinu í heild frá fjórðu öld. Handritasaga Tómasarguðspjalls er þannig samstíga öðrum fornum kristnum handritum eins og bókum Nýja testamentisins en guðspjöll Nýja testamentisins eru flest ekki varðveitt í heilu lagi fyrr en frá fjórðu öld og síðar. En þótt elstu varðveitt handrit þessara rita séu frá annarri öld þá má af ýmsum ástæðum dagsetja þau þegar á fyrstu öld eftir Krist.

Sérfræðingar eru sammála um að að minnsta kosti Markúsarguðspjall, Matteusarguðspjall og Jóhannesarguðspjall eigi sér rætur á fyrstu öld og svo hefir löngum verið haldið fram um Lúkasarguðspjall einnig. Það er hugsanlegt að Lúkasarguðspjall sé á hinn bóginn frá því um aldamótin 100. Ýmsir mælikvarðar eru notaðir við dagsetningu þessara rita bæði með tilliti til innbyrðis tengsla þeirra og eins með vísunun ritanna sjálfra til ytra menningarumhverfis. Ummæli Tómasarguðspjalls eiga til að mynda skyldleika við inntak og form elstu heimildanna að baki guðspjöllum Nýja testamentisins. Á þeim forsendum er Tómasarguðspjall meðal annars talið upprunnið á fyrstu öld eftir Krist. Frekari rök fyrir þeirri dagsetningu er samanburður á bókmenntaformi Tómasarguðspjalls í heild sinni og þeirri þróun sem rekja má meðal hinna elstu rita kristindómsins.

Þróunin bendir þannig til að ummæli Jesú og ýmsar styttri frásögur hafi orðið grundvöllurinn að ýtarlegri frásögum um Jesú eins og lesa má til dæmis í Matteusarguðspjalli. Þannig má rekja þróun frá til að mynda söfnum af ummælum eða kraftaverkasögum yfir í viðamiklar frásögur guðspjalla Nýja testamentisins og síðan áfram í svo kölluðum samræmdum frásögum frá annarri öld og síðar. Slíkar samræmingar voru tilraunir til að steypa frásögum hinna ýmsu guðspjalla í eina samfellda frásögn. Díatessaron Tatíans er einhver best þekkt slík tilraun og þar byggir höfundur einkum á guðspjöllum Nýja testamentisins og Tómasarguðspjalli að því er best verður séð. Enda þótt öll handrit Tómasarguðspjalls hafi fundist til þessa í Egyptalandi þá er það talið upprunalega ritað á landsvæði sem nú heyrir Sýrlandi til en þaðan eru flestar elstu heimildir og hefðir kristindómsins runnar.

Myndir: College Misericordia (mynd 1: "Hver sá sem...")

College Misericordia (mynd 67: "Sá sem veit allt...")

College Misericordia (mynd 108: "Sá sem drekkur...")

College Misericordia (mynd 50: "Hvaðan ertu...?")

Höfundur

prófessor í guðfræði við HÍ

Útgáfudagur

12.3.2003

Spyrjandi

Björn Hjaltason

Tilvísun

Jón Ma. Ásgeirsson (1957-2012). „Hvaða ljósi varpar Tómasarguðspjall á líf Jesú og hver er talinn vera uppruni þess?“ Vísindavefurinn, 12. mars 2003, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3230.

Jón Ma. Ásgeirsson (1957-2012). (2003, 12. mars). Hvaða ljósi varpar Tómasarguðspjall á líf Jesú og hver er talinn vera uppruni þess? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3230

Jón Ma. Ásgeirsson (1957-2012). „Hvaða ljósi varpar Tómasarguðspjall á líf Jesú og hver er talinn vera uppruni þess?“ Vísindavefurinn. 12. mar. 2003. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3230>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða ljósi varpar Tómasarguðspjall á líf Jesú og hver er talinn vera uppruni þess?
Hvers konar rit er Tómasarguðspjall?

Tómasarguðspjall er ekki tilraun til að skrifa ævi Jesú út frá hefðbundnum forsendum um fæðingarstað, menntun, störf og örlög (dauða) eins og til dæmis má finna stað í frásögu Matteusarguðspjalls svo ekki sé talað um þá tísku sem er íslensk ævisagnaritun nú á dögum. Ævisagnagerð í hinum vestræna menningarheimi hefir þó að fornu og nýju verið stunduð og fram sett með ýmsu móti (ólíkum bókmenntaformum) og á mismunandi forsendum (svo sem tilteknum þáttum í ævi fólks).

Einn slíkur flokkur ævisagnaritunar (á grísku bios; í fleirtölu bioi) að fornu fólst í því að safna saman heimildum um helstu hugmyndir guðfræðinga og heimspekinga. Ævisagnaritun af því tagi má teljast snúast nánast einvörðungu um hugmyndafræði viðkomandi persónu. Slíkar ævisögur tengja með öðrum orðum persónuna sem um er fjallað við hugmyndafræði persónunnar eina: ævi persónunnar er guðfræðin eða heimspekin sem persónan setti fram eða boðaði.

Um ævi margra guðfræðinga og heimspekinga frá öldunum í kringum fæðingu Jesú er fátt annað vitað en um hugmyndir þeirra þar eð ævisagnaritarinn hafði ekki áhuga á öðrum þáttum í fari persónunnar eða persónanna sem hann (hún) skrifaði um. Tómasarguðspjall er náskylt þessari tegund ævisagnaritunar. Höfundur eða höfundar guðspjallsins hafa safnað saman ýmsum ummælum Jesú og sett fram með skipulögðum hætti enda þótt rökfræðin að baki þeirri framsetningu blasi ekki við augum við fyrstu sýn.

Ummæli er þýðing á gríska orðinu logion (í fleirtölu logia) og felast þau ýmist í stuttum frásagnarkornum (þýðing á gríska orðinu kreia; í fleirtölu kreiai) eða dæmisögum (þýðing á gríska orðinu parabole; í fleirtölu parabolai). Líf Jesú eða ævi í Tómasarguðspjalli er þannig bundin við boðskap Jesú en ekki aðra þætti í ævi hans. Ævi Jesú í Tómasarguðspjalli verður þannig ekki aðgreind frá hugmyndafræði hans. Það er í samræmi við þessa gerð ævisagnaritunar sem lýst hefir verið þar sem áhersla sagnaritarans liggur í þeim fleygu orðum að maðurinn (líf hans og ævi) sé það sem hann eða hún hugsar, að nálgast verður persónu Jesú í Tómasarguðspjalli.

Líf Jesú í hugmyndum hans skv. Tómasarguðspjalli

Í ummælum sínum opinberast Jesús einkum með tvennum hætti í Tómasarguðspjalli.

Hann boðar nýtt mynstur í samskiptum fólks sín á milli annars vegar og á milli þegna þjóðfélaga og yfirboðara þeirra hins vegar. Í gagnrýni sinni á ríkjandi þjóðskipulag kemur hvarvetna fram að Jesús telur rangindi ríkja í samskiptum fólks. Með orðum sínum og gerðum leitast Jesús jafnframt við að benda á nýtt og réttlátt skipulag sem hann lýsir í tengslum við almætti heimsins, það er að segja ríki Guðs (guðsríki). Þetta réttláta ríki sem Jesús lýsir að hafi þegar hafið innreið sína í Tómasarguðspjalli leggur þegnum þess á herðar þungar ákvarðanir og skyldur. Fyrsta krafan snýr að persónu áheyrenda Jesú sjálfra. Til að gerast liðsmenn (lærisveinar) guðsríkisins þá leggur Jesús fyrst á verðandi lærisveina sína að gera upp við sig sína eigin stöðu í heiminum. Hvergi er krafan persónulegri heldur en einmitt hér. Jesús krefst þess að liðsmenn hans yfirgefi allt: fjölskyldu sína, heimili og hvers konar eignarhald (á jafnt við auðuga sem snauða). Þegnum guðsríkisins er gert að breiða út boðskap Jesú í orði og verki þar sem illt skal launað með góðu og engin önnur laun þegin en þau sem falla kunna til af borðum þeirra sem lærisveinarnir sækja heim. Köllunin til guðsríkisins og þjónustan við það fela þannig í sér róttæka afstöðu til hefðbundinna menningargilda hvort heldur í samhengi fjölskyldu eða samfélagsins.

Loks er hin sígilda þjónusta við Guð gagnrýnd af Jesú í Tómasarguðspjalli. Lærisveinarnir eru hvattir til að láta af hræsnisfullum látalátum. Þess í stað skuli þeir tileinka sér varkárni og æðruleysi eins og þeir sem þekkja sinn vitjunartíma í skarkala heimsins - vitjunartíma sem er dýrlegri öllu jarðnesku prjáli. Þannig eru lærisveinar Jesú hvattir til að umbreyta veröldinni innan frá. Ekki með því að storka hinu veraldlega yfirvaldi heldur með því að líta sér nær og raungera réttlæti guðsríkisins fyrst á meðal þeirra sjálfra og þá mun það vaxa til að ryðja braut hinu guðlega réttlæti í hvaða þjóðfélagslega samhengi sem vera ber. Að sama skapi hafnar Jesús ekki líkamanum í sinni boðun heldur agar hann innan frá til að láta réttlæti guðs ríkja í einu og öllu.



Í öðru lagi stígur Jesús fram í Tómasarguðspjalli eins og hinn upplýsti (vitri) spekingur. Hann á hér ýmislegt skylt með mörgum heimspekilegum kenningum hins helleníska menningarheims eins og margt í skrifum Páls postula ber líka með sér. Það sem einkennir líf Jesú í þessu efni í Tómasarguðspjalli er skyldleikinn við heimspeki af platónskum uppruna. Líf Jesú birtist með öðrum orðum ekki í tengslum við hefðir Gamla testamentisins eða síðgyðingdómsins um til dæmis messías(a) eða hugmyndir um dauða og upprisu Jesú sem eru svo dæmigerðar í bréfum Páls og píslarsögu guðspjalla Nýja testamentisins.

Þrátt fyrir hin platónsku áhrif í hugsun Jesú sem ganga eins og rauður þráður (til dæmis stefin um sköpun heimsins) í gegnum Tómasarguðspjall þá er Jesús engan veginn hefðbundinn platónisti. Í gagnrýni sinni á skipulag heimsins á hann ekki síður margt skylt með Kýnikeum og Stóuspekingum sem voru áberandi flokkar heimspekinga á tíma Jesú.

Er þá í ljósi þessara grófu lýsinga á hugmyndafræði Jesú hægt að draga jafnaðarmerki á milli lífs hans og hugmynda eða boðunar? Margir hafa leitast við að gera það einmitt í nýlegum rannsóknum á hinum sögulega Jesú. Jesú og lífi hans hefir þá til að mynda verið lýst í ljósi uppreisnar gegn ríkjandi þjóðskipulagi (Jesús séður sem afdráttarlaus gagnrýnandi á stofnanir þjóðfélagsins). Aðrir hafa reynt að rekja slóð tiltekinna heimspekistefna í orðum hans og athöfn (til að mynda fullyrt að hann hafi verið Kýnikei eða Stóuspekingur). Flestar þessar tilraunir horfa á hinn bóginn fram hjá þeirri staðreynd að hugmyndafræðin er margbrotin og þannig verður Jesús ekki settur í flokk með endilega einhverri einni stefnu eða stétt heimspekinga eða þjóðfélagsgagnrýnenda sem þekktir eru úr samtíma hans. Hann stígur miklu fremur fram á sviðið sem einstaklingur sem veit sínu viti og hefir eitthvað nýtt fram að færa enda þótt hann byggi á mörgum og ólíkum hefðum eins og allir einstaklingar gera sem lagt hafa að marki eitthvað afgerandi í hugmynda- og trúarsögu mannkyns.

Nútímaheimspekingur eins og Jacques Derrida er stöðugt að velta fyrir sér hefðbundinni heimspeki og gagnrýna hana. Hann veltir jafnoft vöngum yfir þjóðfélaginu og réttlæti heimsins. Fyrirmynd réttlætisins sér hann einmitt í róttækri guðsríkishugmynd Jesú. En það gerir Derrida ekki að Jesú eða persónugervingi hans. Þeir sem þekkja Derrida persónulega vita að hann lifir borgaralegu lífi þrátt fyrir alla sína gagnrýni; vita að hann býr í fallegu húsi og hefur valið því stað við jaðar stórborgar. Ef til vill verður aldrei komist svo nálægt lífi og persónu Jesú í Tómasarguðspjalli eða öðrum heimildum um hann frá lokum fornaldar. En á meðan Derrida heldur áfram að búa í sínu húsi, og kirkjan að dýrka dauða Jesú á krossi þá lifir Jesús í orðum sínum samkvæmt Tómasarguðspjalli. Og hann lifir þar einmitt vegna þess að hann lifði í samræmi við hugsun sína og athöfn.

Uppruni Tómasarguðspjalls

Til eru þrjú handritabrot af Tómasarguðspjalli á grísku frá annarri öld og koptísk (egypsk) þýðing af guðspjallinu í heild frá fjórðu öld. Handritasaga Tómasarguðspjalls er þannig samstíga öðrum fornum kristnum handritum eins og bókum Nýja testamentisins en guðspjöll Nýja testamentisins eru flest ekki varðveitt í heilu lagi fyrr en frá fjórðu öld og síðar. En þótt elstu varðveitt handrit þessara rita séu frá annarri öld þá má af ýmsum ástæðum dagsetja þau þegar á fyrstu öld eftir Krist.

Sérfræðingar eru sammála um að að minnsta kosti Markúsarguðspjall, Matteusarguðspjall og Jóhannesarguðspjall eigi sér rætur á fyrstu öld og svo hefir löngum verið haldið fram um Lúkasarguðspjall einnig. Það er hugsanlegt að Lúkasarguðspjall sé á hinn bóginn frá því um aldamótin 100. Ýmsir mælikvarðar eru notaðir við dagsetningu þessara rita bæði með tilliti til innbyrðis tengsla þeirra og eins með vísunun ritanna sjálfra til ytra menningarumhverfis. Ummæli Tómasarguðspjalls eiga til að mynda skyldleika við inntak og form elstu heimildanna að baki guðspjöllum Nýja testamentisins. Á þeim forsendum er Tómasarguðspjall meðal annars talið upprunnið á fyrstu öld eftir Krist. Frekari rök fyrir þeirri dagsetningu er samanburður á bókmenntaformi Tómasarguðspjalls í heild sinni og þeirri þróun sem rekja má meðal hinna elstu rita kristindómsins.

Þróunin bendir þannig til að ummæli Jesú og ýmsar styttri frásögur hafi orðið grundvöllurinn að ýtarlegri frásögum um Jesú eins og lesa má til dæmis í Matteusarguðspjalli. Þannig má rekja þróun frá til að mynda söfnum af ummælum eða kraftaverkasögum yfir í viðamiklar frásögur guðspjalla Nýja testamentisins og síðan áfram í svo kölluðum samræmdum frásögum frá annarri öld og síðar. Slíkar samræmingar voru tilraunir til að steypa frásögum hinna ýmsu guðspjalla í eina samfellda frásögn. Díatessaron Tatíans er einhver best þekkt slík tilraun og þar byggir höfundur einkum á guðspjöllum Nýja testamentisins og Tómasarguðspjalli að því er best verður séð. Enda þótt öll handrit Tómasarguðspjalls hafi fundist til þessa í Egyptalandi þá er það talið upprunalega ritað á landsvæði sem nú heyrir Sýrlandi til en þaðan eru flestar elstu heimildir og hefðir kristindómsins runnar.

Myndir: College Misericordia (mynd 1: "Hver sá sem...")

College Misericordia (mynd 67: "Sá sem veit allt...")

College Misericordia (mynd 108: "Sá sem drekkur...")

College Misericordia (mynd 50: "Hvaðan ertu...?")...