Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvað heita beinin í þorskhausnum?
Upphafleg spurning var sem hér segir:Getið þið hjálpað mér að finna upplýsingar um nöfn á beinum í þorskhausnum? Þessi spurning gæti talist með þeim óvenjulegri sem Vísindavefnum berast, og eru þær þó margar og ólíkar. Svarið er sem betur fer samt já! Við getum gefið upplýsingar um beinin í þorskhausnum. Be...
Hvers vegna er hagstætt fyrir sundmenn að synda í kafi og nota jafnvel ekki handleggina til að knýja sig áfram?
Upphafleg spurning var sem hér segir:Sundmenn ferðast hraðar undir yfirborði vatns er þeir hreyfa fótleggi sína (eingöngu), líkt og sporður fisks, heldur en þegar þeir synda notandi bæði hendur og fótleggi. Þegar menn synda, þá geta þeir myndað meiri kraft með bæði höndum og fótum. Er mótstaðan eða núningskrafturi...
Hve margir Íslendingar fluttust til Vesturheims og hve margir sneru heim aftur?
Hve margir fluttust til Vesturheims? Athugum fyrst hvar hægt er að finna upplýsingar um einstaka íslenska vesturfara. Um þá er til stórmerkileg bók, Vesturfaraskrá 1870–1914, eftir Júníus Kristinsson. Þar eru taldir upp, í röð eftir sýslum, hreppum og sveitabæjum, ekki færri en 14.268 íslenskir vesturfarar. Til...
Hvað myndi gerast ef gjaldmiðill eins og peningar yrði að öllu leyti lagður niður?
Einfaldasta svarið er væntanlega það að þess yrði vart langt að bíða að peningar yrðu teknir aftur upp! Engu að síður er gaman að velta þessum möguleika fyrir sér. Peningar gegna afar mikilvægu hlutverki í nútímasamfélögum, meðal annars sem greiðslumiðill og mælikvarði á verðmæti. Ef þeir væru ekki til staðar e...
Hvaða skemmtanir fóru fram í hringleikahúsum Rómverja?
Í hringleikahúsum Rómaveldis fóru fram bardagar af þrennum toga. Í fyrsta lagi voru skylmingar. Skylmingaþrælar (gladíatorar) börðust, yfirleitt tveir og tveir, þar til annar særðist. Áhorfendur gáfu þá merki um hvort þeir vildu leyfa hinum særða að lifa eða hvort ætti að drepa hann. Úr kvikmyndinni Gladiator....
Hvað erum við margar mínútur að labba í kringum Ísland?
Hringvegurinn er 1381 kílómetra langur því að göngugarpurinn okkar velur að labba Hvalfjörðinn en styttir sér ekki leið með því að fara gegnum Hvalfjarðargöngin. Við gerum ráð fyrir að hann sé röskur og gangi 4 kílómetra á klukkustund. Göngugarpurinn unnir sér ekki hvíldar heldur labbar stanslaust án þess að verða...
Hvað merkir háþrýstingur í veðurfréttunum?
Þegar talað er um hæðir í veðurspám er átt við háþrýstisvæði. Háþrýstisvæði eru svæði með hærri loftþrýsting en er umhverfis þau. Á norðurhveli jarðar blæs vindurinn réttsælis um háþrýstisvæði, en rangsælis á suðurhveli. Næst jörðu beinist vindurinn svo nokkuð frá hæðinni svo að yfir henni myndast niðurstreymi sem...
Hefur manneskja farið lengri vegalengd í geimskipi en til tunglsins?
Enn sem komið er hafa menn ekki ferðast lengra frá jörðu en til tunglsins. Líklega er það áhöfn geimfarsins Apolló 13 sem hefur komist lengst frá jörðu þegar geimfarið flaug yfir fjærhlið tunglsins í rúmlega 400.000 km fjarlægð frá jörðu. Þetta átti sér stað þann 15. apríl 1970. Eins og frægt er og gerð voru góð ...
Af hverju fróar fólk sér?
Meginástæðan er sjálfsagt sú að upplifa þá tilfinningu eða ánægju sem örvun kynfæra leiðir til. Í dag er yfirleitt litið á sjálfsfróun sem góða leið til að kynnast sjálfum sér, eigin tilfinningum og líkama þó það viðhorf hafi ekki alltaf verið ríkjandi. Sóley Bender fjallar um þessi mál í svari við spurningunni: E...
Hvers vegna lifa elgir ekki á Íslandi?
Ástæðan fyrir því að elgir lifa ekki á Íslandi er sú að þeir hafa ekki verið fluttir til landsins. Eina spendýrið sem var á Íslandi þegar landnámsmenn komu hingað fyrir rúmum 1.000 árum var refurinn. Önnur landspendýr hafa borist hingað með mönnum og á það jafnt við um húsdýr og dýr sem lifa villt í náttúrunn...
Hvað getið þið sagt mér um myndun og mikilvægi mýlis?
Mýli er hvítt, fitukennt efni utan um suma langa taugaþræði, einkum taugasíma (e. axons), en þeir flytja taugaboð frá taugafrumum eða taugungum (e. neurons) til annarra frumna í líkamanum. Svokallaðar slíðurfrumur (e. Schwann cells) mynda einangrandi taugaslíður utan um taugaþræðina með því að vefja sig í mörg...
Af hverju var ég léttari í morgun en í gærkvöldi?
Spyrjandi segir okkur því miður ekki nánar frá því, hvernig hann hefur komist að þessari niðurstöðu. Við skulum því hugsa okkur að hann hafi stigið á þokkalega nákvæma vog bæði um kvöldið og síðan morguninn eftir, og hann hafi að sjálfsögðu gætt þess að vera annaðhvort fatalaus í bæði skiptin eða þá í nákvæmlega s...
Hvað getið þið sagt mér um ævi Nikulásar Kópernikusar?
Nikulás Kópernikus fæddist 19. febrúar 1473 í borginni Torun sem nú er ekki fjarri miðju Póllands. Borgin var í Hansasambandinu á þessum tíma, mikilvæg viðskiptamiðstöð og vellauðug. Átján ára að aldri fór Kópernikus til náms við háskólann í Krakow, en hann er meðal elstu háskóla í Evrópu og naut mikillar virði...
Hvers vegna er barnsfæðing sett af stað ef meðgangan er komin yfir 40 vikur?
Upprunalega spurningin hjóðaði svona: Ef kona er gengin 40+ vikur, hvers vegna er hún sett af stað í stað þess að leyfa náttúrunni að ráða og láta hana ganga með barnið uns það kemur? Í fræðunum er talað um að eðlileg lengd meðgöngu séu 38-42 vikur. Ef meðgangan er eðlileg og móðirin heilbrigð þá er farsælast fy...
Hvað getið þið sagt mér um Blaise Pascal og framlag hans til stærðfræðinnar?
Blaise Pascal (1623-1662) var franskur stærðfræðingur, eðlisfræðingur, uppfinningamaður, trúspekingur og ritsnillingur. Hann fæddist í Clermont, sem nú heitir Clermont-Ferrand í Auvergne, þar sem faðir hans var forseti skattdómsins og þekktur áhugamaður um stærðfræði og vísindi. Móðir hans dó þegar hann var þrigg...