Sjálfsfróun verður leið til þess að kynnast eigin líkama og getur reynst gagnleg við að mynda gott kynferðislegt samband við annan einstakling síðar meir. Það hefur löngum þótt mikilvægt í lífinu að þekkja sjálfan sig og gildir það um kynhegðun sem aðra hegðun. Sjálfsfróun er í raun þekking sem einstaklingurinn öðlast við það að kynnast og læra inn á eigin líkama og finna næmnissvæði hans. Með sjálfsfróun prófar einstaklingurinn sig áfram og finnur það út smám saman hvers konar snerting og örvun veitir góðar tilfinningar. Hann getur þá síðar meir leiðbeint kynlífsfélaga með hvað honum finnist gott.Á Vísindvefnum má lesa um ýmislegt sem snertir kynlíf, til dæmis:
- Hvað er kynlíf? eftir Sóleyju Bender.
- Er hollt að stunda kynlíf? eftir Sóleyju Bender.
- Er gáfulegt að byrja að stunda kynlíf 14-15 ára? eftir Sóleyju Bender.
- Getur maður fengið HIV-veiruna við sjálfsfróun? eftir EDS
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.