
Fjöldi notenda Vísindavefs HÍ hefur vaxið um 100.000 á fimm ára tímabili, en það samvarar 30% aukningu. Á sama tímabili hafa flettingar aukist um 37%. Notendafjöldinn óx um 5% frá árinu 2017 og flettingar jukust um heil 11% á sama tímabili.
- Modernus - Samræmd vefmæling®. (Sótt 4.02.2019).
- ^ Þeir sem eru fljótir að reikna sjá væntanlega að meðaltalsumferð eftir vikum er hærri en sést á ársstöplaritinu hér fyrir ofan. Skýringin er sú að í vefmælingu Modernus gilda ákveðnar reglur um það hversu langur tími líður þangað til sami notandi er talinn aftur innan hvers almanaksárs. Það sama gildir í raun um vikulegar tölur. Þar er hver tölva aðeins talin einu sinni í viku, þótt notendur tölvunnar geti í raun verið margir og komið oft inn á Vísindavefinn í hverri viku.