Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað varð kalt árið 1918?

Trausti Jónsson

Aldarafmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands
Lægsti hiti sem mælst hefur á Íslandi var á Grímsstöðum og Möðrudal þann 21. janúar 1918. Eftir 1918 hefur hiti á veðurstöð aldrei farið niður fyrir -35°C.

Janúar 1918 er kaldasti mánuður á Íslandi á 20. öld og ekki hefur enn orðið jafnkalt það sem af er þeirri 21. Vitað er um fáeina ámóta eða kaldari mánuði á 19. öld. Mikill hafís var í þessum mánuði fyrir Norðurlandi, en hann entist ekki lengi því febrúarvindar reyndust honum erfiðir. Mikil hæð var við landið í upphafi mánaðarins og var hún að mjaka sér í áföngum frá því að hafa verið fyrir sunnan land í lok desember og til Grænlands.

Janúar 1918 er kaldasti mánuður á Íslandi á 20. öld og ekki hefur enn orðið jafnkalt það sem af er þeirri 21. Myndin sýnir hvalreka á Skagaströnd í janúar 1918. Hvalurinn varð innlyksa í ísnum á Húnaflúa. Myndina tók Evald Hemmert, kaupmaður á Skagaströnd.

Aðalkuldakastið hófst um þrettándann og stóð í innan við þrjár vikur á Suðurlandi, en út mánuðinn fyrir norðan. Framan af var heldur hvassviðrasamt, en um 20. var vindur orðinn hægur og þá urðu mestu kuldarnir á flestum stöðvum. Lágmarksmælar sömu gerðar og enn eru notaðir voru á allmörgum stöðvum á þessum árum og meðal annars á Grímsstöðum. Þessir mælar innihalda vínanda en hann þolir frost betur en kvikasilfursmælar því kvikasilfur frýs við 39 stiga frost. Þó lesa megi með allmikilli nákvæmni af mælunum var algengast að lágmarkið væri lesið í heilum og stundum hálfum gráðum.

Ekki er vitað betur en að meginmælar (þurrir mælar) á bæði Grímsstöðum og í Möðrudal hafi verið kvikasilfursmælar. Þeir voru því nærri frostmarki kvikasilfurs þegar kaldast var. Í lágmarks-mælum er spritt (vínandi) og því er ekki hætta á að þeir frjósi. Hægt er samtímis að lesa hita og lágmarkshita af lágmarksmælum. Svo er fyrir mælt að það skuli gert þegar lágmarkið er lesið. Hiti á lágmarksmælinum á athugunartíma er kallaður 'sprittstaða' mælisins. Sprittmælar eru að jafnaði taldir ónákvæmari en kvikasilfursmælar og því er mismunur á mælunum (nær) ætíð túlkaður sem skekkja á lágmarksmælinum. Ekki er víst að þessi regla eigi við þegar komið er niður undir frostmark kvikasilfurs.

21. janúar 1918 á Grímsstöðum

Sigurður Kristjánsson á Grímsstöðum var samviskusamur athugunarmaður, þótt hann læsi oftast af mælunum með aðeins einnar gráðu nákvæmni. Nafni hans Haraldsson í Möðrudal rækti einnig starf sitt af kostgæfni, en hafði ekki lágmarksmæli. Hann las líka undantekningalítið af með aðeins einnar gráðu nákvæmni. Reglulegur samanburður mælanna á Grímsstöðum gefur til kynna að lágmarksmælirinn hafi að jafnaði sýnt 1,0 gráðu of lágan hita. Töflur dönsku veðurstofunnar sýna að þurri mælirinn hafi verið 0,1 stigi of lágur.

Klukkan 8 að morgni þess 21. janúar gerði Sigurður á Grímsstöðum eftirfarandi mælingu: Þurri mælirinn sýndi 36,0 stiga frost, sprittstaða lágmarksmælisins var 38 stiga frost og lágmarkið 38 stig. Í árbók dönsku veðurstofunnar, Meteorologisk Aarbog 1918, eru þessar mælingar birtar leiðréttar: Þurr hitamælir: -35,9°C, lágmark: -37,0°C. Mismunur á sprittstöðu lágmarksmælis og þurrum hita var 2,0 stig þennan morgun eins og sjá má. Rými er fyrir leiðréttingu allt að tveimur stigum.

Klukkan 14 var hitinn kominn niður í -36,5° (prentað sem -36,4° í árbókinni) og kl. 21 var hitinn aftur -36,0. Morguninn eftir (þann 22.) var hitinn kominn upp í -22,0°, en sprittstaða lágmarksmælis var -23,5°. Mismunurinn er 1,5°. Sigurður skynjaði mikilvægi augnabliksins og las hann því lágmarkið með óvenju mikilli nákvæmni sem -38,9°C. Danska veðurstofan bætir síðan hinni venjulegu 1 gráðu við og fær út -37,9°C og það hefur lengst af staðið sem íslenskt lágmarksmet. Vel má vera að það sé nákvæmlega rétt.

Dálítið erfitt er að segja hvað klukkan hefur verið þegar metið var sett en af athugunartímunum var hitinn lægstur klukkan 14. Þar sem aflestur á lágmarksmælinn á Grímsstöðum fór fram þann 22. er metið stundum talið vera frá þeim degi.

Aldrei hefur mælst meira frost á Íslandi en 21. janúar 1918 þegar mældist 38 stiga frost.

21. janúar 1918 í Möðrudal

Víkur nú sögu að Sigurði í Möðrudal. Hann hafði ekki lágmarksmæli og las oftast með einnar gráðu nákvæmni af sínum mæli sem sýndi 38 stiga frost kl. 8 að morgni þann 21. þegar hitinn á Grímsstöðum var -36 stig. Hitinn kl. 14 var einnig -38 stig og -37,5° (takið eftir nákvæmninni) kl. 21.

Danska veðurstofan birti aldrei lægsta hita á stöðvum þar sem ekki voru lágmarksmælar og Möðrudalsathugunina er því ekki að finna í árbókunum. Hún duldist því mönnum þar til danska veðurstofan af rausn gaf Veðurstofu Íslands frumritin. Í þeim má sjá að hitamælirinn í Möðrudal var talinn réttur.

Það er dálítið klaufalegt að telja Íslandsmet -37,9° þegar mæling upp á -38,0° er til (og það á tveimur athugunartímum). Þykir því rétt að telja metið frá báðum stöðvum sem -38,0° (kannski ætti að sleppa kommunni). Því er hins vegar ekki að neita að það er auðvitað hugsanlegt að lágmark í Möðrudal hafi verið lítillega lægra, en jafnlíklegt er að þessi 38 stig hafi kannski í raun verið til dæmis 37,8 eða 38,2 (rúnnuð af í 38)? Er hægt að treysta samanburði á sprittstöðu og kvikasilfuraflestri niðri undir frostmarki kvikasilfurs?

Myndir:

Upprunalega spurning Birnu var: Hvað getur þú sagt mér um frostaveturinn mikla? Henni er svarað hér að hluta.


Þetta svar er stytt útgáfa af pistli um lægsta hiti á Íslandi sem finna má á vef Veðurstofu Íslands. Áhugasamir eru hvattir til að kynna sér hann í heild sinni.

Höfundur

Trausti Jónsson

veðurfræðingur

Útgáfudagur

19.1.2018

Spyrjandi

Birna Hrund

Tilvísun

Trausti Jónsson. „Hvað varð kalt árið 1918?“ Vísindavefurinn, 19. janúar 2018, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=75092.

Trausti Jónsson. (2018, 19. janúar). Hvað varð kalt árið 1918? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=75092

Trausti Jónsson. „Hvað varð kalt árið 1918?“ Vísindavefurinn. 19. jan. 2018. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=75092>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað varð kalt árið 1918?
Lægsti hiti sem mælst hefur á Íslandi var á Grímsstöðum og Möðrudal þann 21. janúar 1918. Eftir 1918 hefur hiti á veðurstöð aldrei farið niður fyrir -35°C.

Janúar 1918 er kaldasti mánuður á Íslandi á 20. öld og ekki hefur enn orðið jafnkalt það sem af er þeirri 21. Vitað er um fáeina ámóta eða kaldari mánuði á 19. öld. Mikill hafís var í þessum mánuði fyrir Norðurlandi, en hann entist ekki lengi því febrúarvindar reyndust honum erfiðir. Mikil hæð var við landið í upphafi mánaðarins og var hún að mjaka sér í áföngum frá því að hafa verið fyrir sunnan land í lok desember og til Grænlands.

Janúar 1918 er kaldasti mánuður á Íslandi á 20. öld og ekki hefur enn orðið jafnkalt það sem af er þeirri 21. Myndin sýnir hvalreka á Skagaströnd í janúar 1918. Hvalurinn varð innlyksa í ísnum á Húnaflúa. Myndina tók Evald Hemmert, kaupmaður á Skagaströnd.

Aðalkuldakastið hófst um þrettándann og stóð í innan við þrjár vikur á Suðurlandi, en út mánuðinn fyrir norðan. Framan af var heldur hvassviðrasamt, en um 20. var vindur orðinn hægur og þá urðu mestu kuldarnir á flestum stöðvum. Lágmarksmælar sömu gerðar og enn eru notaðir voru á allmörgum stöðvum á þessum árum og meðal annars á Grímsstöðum. Þessir mælar innihalda vínanda en hann þolir frost betur en kvikasilfursmælar því kvikasilfur frýs við 39 stiga frost. Þó lesa megi með allmikilli nákvæmni af mælunum var algengast að lágmarkið væri lesið í heilum og stundum hálfum gráðum.

Ekki er vitað betur en að meginmælar (þurrir mælar) á bæði Grímsstöðum og í Möðrudal hafi verið kvikasilfursmælar. Þeir voru því nærri frostmarki kvikasilfurs þegar kaldast var. Í lágmarks-mælum er spritt (vínandi) og því er ekki hætta á að þeir frjósi. Hægt er samtímis að lesa hita og lágmarkshita af lágmarksmælum. Svo er fyrir mælt að það skuli gert þegar lágmarkið er lesið. Hiti á lágmarksmælinum á athugunartíma er kallaður 'sprittstaða' mælisins. Sprittmælar eru að jafnaði taldir ónákvæmari en kvikasilfursmælar og því er mismunur á mælunum (nær) ætíð túlkaður sem skekkja á lágmarksmælinum. Ekki er víst að þessi regla eigi við þegar komið er niður undir frostmark kvikasilfurs.

21. janúar 1918 á Grímsstöðum

Sigurður Kristjánsson á Grímsstöðum var samviskusamur athugunarmaður, þótt hann læsi oftast af mælunum með aðeins einnar gráðu nákvæmni. Nafni hans Haraldsson í Möðrudal rækti einnig starf sitt af kostgæfni, en hafði ekki lágmarksmæli. Hann las líka undantekningalítið af með aðeins einnar gráðu nákvæmni. Reglulegur samanburður mælanna á Grímsstöðum gefur til kynna að lágmarksmælirinn hafi að jafnaði sýnt 1,0 gráðu of lágan hita. Töflur dönsku veðurstofunnar sýna að þurri mælirinn hafi verið 0,1 stigi of lágur.

Klukkan 8 að morgni þess 21. janúar gerði Sigurður á Grímsstöðum eftirfarandi mælingu: Þurri mælirinn sýndi 36,0 stiga frost, sprittstaða lágmarksmælisins var 38 stiga frost og lágmarkið 38 stig. Í árbók dönsku veðurstofunnar, Meteorologisk Aarbog 1918, eru þessar mælingar birtar leiðréttar: Þurr hitamælir: -35,9°C, lágmark: -37,0°C. Mismunur á sprittstöðu lágmarksmælis og þurrum hita var 2,0 stig þennan morgun eins og sjá má. Rými er fyrir leiðréttingu allt að tveimur stigum.

Klukkan 14 var hitinn kominn niður í -36,5° (prentað sem -36,4° í árbókinni) og kl. 21 var hitinn aftur -36,0. Morguninn eftir (þann 22.) var hitinn kominn upp í -22,0°, en sprittstaða lágmarksmælis var -23,5°. Mismunurinn er 1,5°. Sigurður skynjaði mikilvægi augnabliksins og las hann því lágmarkið með óvenju mikilli nákvæmni sem -38,9°C. Danska veðurstofan bætir síðan hinni venjulegu 1 gráðu við og fær út -37,9°C og það hefur lengst af staðið sem íslenskt lágmarksmet. Vel má vera að það sé nákvæmlega rétt.

Dálítið erfitt er að segja hvað klukkan hefur verið þegar metið var sett en af athugunartímunum var hitinn lægstur klukkan 14. Þar sem aflestur á lágmarksmælinn á Grímsstöðum fór fram þann 22. er metið stundum talið vera frá þeim degi.

Aldrei hefur mælst meira frost á Íslandi en 21. janúar 1918 þegar mældist 38 stiga frost.

21. janúar 1918 í Möðrudal

Víkur nú sögu að Sigurði í Möðrudal. Hann hafði ekki lágmarksmæli og las oftast með einnar gráðu nákvæmni af sínum mæli sem sýndi 38 stiga frost kl. 8 að morgni þann 21. þegar hitinn á Grímsstöðum var -36 stig. Hitinn kl. 14 var einnig -38 stig og -37,5° (takið eftir nákvæmninni) kl. 21.

Danska veðurstofan birti aldrei lægsta hita á stöðvum þar sem ekki voru lágmarksmælar og Möðrudalsathugunina er því ekki að finna í árbókunum. Hún duldist því mönnum þar til danska veðurstofan af rausn gaf Veðurstofu Íslands frumritin. Í þeim má sjá að hitamælirinn í Möðrudal var talinn réttur.

Það er dálítið klaufalegt að telja Íslandsmet -37,9° þegar mæling upp á -38,0° er til (og það á tveimur athugunartímum). Þykir því rétt að telja metið frá báðum stöðvum sem -38,0° (kannski ætti að sleppa kommunni). Því er hins vegar ekki að neita að það er auðvitað hugsanlegt að lágmark í Möðrudal hafi verið lítillega lægra, en jafnlíklegt er að þessi 38 stig hafi kannski í raun verið til dæmis 37,8 eða 38,2 (rúnnuð af í 38)? Er hægt að treysta samanburði á sprittstöðu og kvikasilfuraflestri niðri undir frostmarki kvikasilfurs?

Myndir:

Upprunalega spurning Birnu var: Hvað getur þú sagt mér um frostaveturinn mikla? Henni er svarað hér að hluta.


Þetta svar er stytt útgáfa af pistli um lægsta hiti á Íslandi sem finna má á vef Veðurstofu Íslands. Áhugasamir eru hvattir til að kynna sér hann í heild sinni.

...