- Annað svarið er já, og byggir á því að allir séu með „six pack“, þótt hann sé ekki sýnilegur berum augum vegna húðfitu sem hylur vöðvann. Þrátt fyrir fitulag er nær alltaf hægt að þreifa millisinarnar og finna þannig formið á kviðbeini. Kviðbeinn er afar mikilvægur vöðvi í líkamanum og gott að hann sé kraftmikill. Hinsvegar er ekkert sem bendir til þess að fjöldi millisina eða nákvæm lögun þeirra hafi bein áhrif á margþætt hlutverk vöðvans. Þar má helst nefna að hann gegnir lykilhlutverki í að beygja búkinn (gegn mótstöðu) og hann getur haldið á móti þegar ytri kraftur reynir að rétta úr búknum eða fetta hann. Spenna í kviðbeini þrýstir rifjunum niður, lyftir mjaðmagrindinni, styður við upprétta líkamsstöðu og styður við búkinn þegar útlimir hreyfast. Við spennum kviðbein til að verja innyfli í kviðarholi og auka þrýsting í kviðarholi, til dæmis við hósta eða rembing.
- Hitt svarið er ekki eins afgerandi og miðast við þá venju að tala um að einhver sé með „six pack“ þegar greina má með berum augum hvernig kviðbeinn skiptist upp í vöðvahólf. Margir myndu segja að sýnilegur „six pack“ sé fyrst og fremst til að gleðja fegurðarskyn þeirra sem það kunna að meta, en gagnsemin sé minni. Hinsvegar má ekki gleyma þeirri staðreynd að mögum finnst gott að geta státað sig af greinilegum vöðvaskilum óháð því hversu sterkir vöðvarnir eru.
- að beygja búkinn gegn þyngdaraflinu og hverskonar mótstöðu,
- að halda á móti ytri krafti sem reynir að rétta/fetta búkinn og
- ýmsar hreyfingar efri og neðri útlima þar sem kviðbeinn sér um að hreyfa og styðja við búkinn.
- Anita, H. M., Gupta, A. og Nasar, A. (2015). Variation in tendinous intersections of rectus abdominis muscle in North Indian population with clinical implications. Journal of Clinical and Diagnostic Research, 9(6), AC10-AC12. doi:10.7860/jcdr/2015/14027.6028
- Broyles, J. M., Schuenke, M. D., Patel, S. R., Vail, C. M., Broyles, H. V. og Dellon, A. L. (2018). Defining the anatomy of the tendinous intersections of the rectus abdominis muscle and their clinical implications in functional muscle neurotization. Annals of Plastic Surgery, 80(1), 50-53. doi:10.1097/sap.0000000000001193
- Feneis, H. (1991). Líffæri mannsins: atlas með íslenskum, alþjóðlegum og enskum heitum (teikningar eftir Gerhard Spitzer; Súsanna Þórkatla Jónsdóttir þýddi). Reykjavík: Heimskringla.
- Houglum, P. A. og Bertoti, D. B. (2012). Brunnstrom‘s clinical kinesiology (6. útgáfa). Philadelphia, USA: F.A. Davis.
- Shamsi, M., Sarrafzadeh, J., Jamshidi, A., Zarabi, V. og Pourahmadi, M. R. (2016). The effect of core stability and general exercise on abdominal muscle thickness in non-specific chronic low back pain using ultrasound imaging. Physiotherapy Theory and Practice, 32(4), 277-283. doi:10.3109/09593985.2016.1138559
- Soames, R. og Palastanga, N. (2018). Anatomy and human movement: structure and function (7. útgáfa). Edinborg: Elsevier.
- 4 Great Ab Exercises Nobody Does Right | T Nation. (Sótt 20. 11. 2018).
- Cooking Class | “Bring back home your favorite Khmer recipe … | Flickr. (Sótt 28.11.2018).
- Ávextir: Pxhere. (Sótt 20.11.2018).
- Six pack with two on the side. | Handheld shot using two sof… | Flickr. (Sótt 28.11.2018).