Af hverju verður glas blautt (rakt) að utan þegar kalt vatn er sett í það?Andrúmsloftið er að langmestu leyti köfnunarefni og súrefni en önnur efni finnast þar líka, þar á meðal vatnssameindir. Þetta vatn ferðast um heiminn, gufar upp, myndar ský, fellur svo til jarðar sem rigning eða snjór, frýs stundum og þiðnar og gufar aftur upp. Vatnið fer sem sagt í fastan ham, vökvaham og gasham til skiptis eftir hitastigi í loftinu. Rétt eins og hægt er að láta vatn á vökvaformi gufa upp með því að hita það, er hægt að snúa ferlinu við, kæla vatnsgufuna og endurheimta þannig vatn í vökvaham. Venjulega verðum við ekki vör við vatnið í loftinu þegar það er í gasham, þar sem við hvorki sjáum það né finnum af því lykt. Það eru hins vegar nokkrar vísbendingar í daglegu lífi sem minna okkur á að andrúmsloftið inniheldur vatn, til dæmis þegar dropar myndast á kældu yfirborði. Skoðum hvað gerist.
- Þegar við opnum frysti, en þá myndast oft gufa næst frystinum. Kalt loft úr frystinum kælir þá heita loftið í kring sem verður til þess að vatnið í loftinu myndar fjölmarga, örlitla dropa sem þó eru nægilega stórir til að við sjáum þá.
- Við myndun þoku. Þá hefur lofthitinn lækkað og vatnið í loftinu þéttist í örlitla dropa.
- Þegar við öndum í miklum kulda. Þá mætir heitur andardrátturinn kalda loftinu, hann kólnar og vatnsgufan í honum þéttist í örlitla sýnilega dropa.
- Hvíta rákin á eftir flugvélum. Þegar heita loftið úr hreyflum flugvélanna kólnar snögglega í háloftunum (þar er alltaf kalt) myndast vatnsdropar.
- Intermolecular Forces - Chemestry - Lumenlearning.com. (Sótt 5.1.2022).
- Investigating and Questioning Our World through Science and Technology. (2017). How can I smell things from a distance? (Sótt 5.1.2022).
- Pxhere.com. (Sótt 5.1.2022).