Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Rigningin er hluti af hringrás vatnsins á jörðinni. Vatnið gufar upp úr sjó, stöðuvötnum, blautum jarðvegi og svo framvegis og stígur upp í lofthjúpinn. Raunveruleg vatnsgufa er ósýnileg en ef hún kemur til dæmis í kaldara loft þéttist hún og myndar dropa sem geta safnast í ský og stækkað þar til þeir falla til jarðar, og það köllum við rigningu.
Rigningin getur fallið nánast hvar sem er eins og við vitum en hún fellur ekki síst á fjöll sem eru áveðurs gagnvart vindinum sem ber rakann með sér. Þegar rakt loft mætir fjalli stígur það auðvitað og kólnar þá þannig að rakinn þéttist. Þetta á sér í lagi við um fjöll á sunnanverðu Íslandi enda er rigning þar mest á landinu.
Rigningarvatnið getur síðan gufað aftur upp frá því svæði þar sem það féll, en það getur líka borist lengra burt, til dæmis alla leið til sjávar, með ám og lækjum. Á þeirri leið getum við byggt vatnsaflsvirkjanir og notað orku vatnsins til að framleiða rafmagn sem við notum heima hjá okkur og annars staðar. Ef engin rigning væru hefðum við sem sagt ekki heldur neitt rafmagn!
Ár og lækir flytja með sér ýmis efni úr jarðveginum þar sem þau renna. Sum þessara efna, eins og til dæmis salt, safnast fyrir í upplausn í sjónum og taka ekki þátt í uppgufun hans. Þess vegna er sjórinn saltur.
Þegar vatnið sem barst til sjávar gufar aftur upp frá honum hefur hringrásin lokast. En sumt af vatninu fer auðvitað ekki endilega allan hringinn hverju sinni, heldur gufar til dæmis upp aftur áður en það kemur út í sjóinn.
Þorsteinn Vilhjálmsson. „Af hverju rignir, hvaðan kemur rigningin og hvernig myndast hún?“ Vísindavefurinn, 20. nóvember 2008, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=50301.
Þorsteinn Vilhjálmsson. (2008, 20. nóvember). Af hverju rignir, hvaðan kemur rigningin og hvernig myndast hún? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=50301
Þorsteinn Vilhjálmsson. „Af hverju rignir, hvaðan kemur rigningin og hvernig myndast hún?“ Vísindavefurinn. 20. nóv. 2008. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=50301>.