Hvort er gull eða sifur betri leiðari? Er eðlisviðnám gulls minna en silfurs? Hver er svo samanburður við hinn ódýra kopar?Ég geri ráð fyrir að hér sé átt við rafleiðni en ekki varmaleiðni. Ef spenna er sett á leiðara þannig að annar endinn (skautið) er plús og hinn mínus, fara rafeindir á milli skautanna. Hversu mikið viðnám leiðarinn hefur gegn þessum straumi rafeinda er háð efninu sem leiðarinn er gerður úr. Eðlisviðnám r er skilgreint með jöfnunni \[r = R\frac{A}{L}\] Þar sem R er viðnám ákveðins leiðara með lengd L og þverskurðarflatarmál A. Einingin á eðlisviðnámi er Ohm\(\cdot\)m. Eðlisviðnám er því innri eiginleiki efnisins, en viðnámið R er eiginleiki ákveðins leiðara með ákveðna lengd og ákveðið þversnið. Eðlisleiðni σ er skilgreind sem \(σ = 1/r\).

Silfur er betri rafleiðari en gull og kopar.
Súluritið á mynd 1 sýnir þessar niðurstöður á myndrænu form. Við sjáum að silfur er besti rafleiðarinn og kopar sá næstbesti. Gull hefur mun minni rafleiðni en silfur og kopar. Versti rafleiðarinn á þessu lista er títan, með einungis 3% af leiðni kopars.
Títan Stál Mg Ál Gull Kopar Silfur Eðlisleiðni, %IACS 3 17 39 63 69 100 106 Eðlisleiðni/ρ, %IACS/ρ 0,7 2,1 22 23 3,6 11 10,1 Eðlismassi, ρ, g/cm3 4,5 7,9 1,7 2,7 19,3 8,9 10,5

Mynd 1. Eðlisleiðni málma í einingunni %IACS.

Mynd 2. Eðlisleiðni deilt með eðlismassa.
- Úr safni höfundar.
- File:Silver crystal.jpg - Wikimedia Commons. (Sótt 16.03.2016).