Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 35 svör fundust

category-iconSálfræði

Er einhver ástæða fyrir því að menn grípa um höfuðið þegar þeir lenda í vandræðum?

Við vitum ekki til þess að þetta hafi verið rannsakað neitt sérstaklega. Þó er nokkuð líklegt að þetta séu varnarviðbrögð. Þegar hætta steðjar að getur gefist vel að skýla höfðinu, til dæmis með því að bera hendurnar fyrir sig, enda er höfuðið mikilvægur líkamspartur sem ekki má verða fyrir miklu hnjaski. Ekki...

category-iconStærðfræði

Hvenær kemst maður á fertugsaldur? Er það við þrítugasta afmælisdaginn eða þann þrítugasta og fyrsta?

Fertugsaldur hefst þegar aldur manns kemst á fjórða tuginn í árum talið. Það gerist þegar hann verður þrítugur. Þá eru liðin 30 ár eða þrír tugir ára frá því að hann fæddist og fjórði tugurinn hefst. Ekki eru sýnilega neinar mótsagnir eða vandræði sem geti hlotist af þessum skilningi. Fertugsaldur hefst við þrítu...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er þetta "babb" sem á það til að koma í báta?

Orðtakið ,,það kom (er komið) babb í bátinn" er þekkt frá því á 18. öld. Í orðabók Björns Halldórssonar frá 1814 má finna undir flettiorðinu babb skýringuna 'ógreinilegt tal, babbl' og tvær merkingar orðasambandsins. Annars vegar er dæmi á latínu sem merkir 'óánægja gerði vart við sig gegn stýrimanni' og hins vega...

category-iconHugvísindi

Hét eða heitir einhver Lofthæna á Íslandi?

Samkvæmt Hagstofunni ber engin kona á Íslandi nafnið Lofthæna, hvorki sem eigin- eða millinafn. Þar að auki er nafnið ekki á skrá Mannanafnanefndar yfir leyfileg nöfn, svo vandræði bíða þeirra sem ætla að skíra dætur sínar Lofhænur. Nefndin hefur þó aldrei hafnað nafninu. Í Landnámu er minnst á tvær konur sem h...

category-iconSálfræði

Af hverju er Andrés Önd svona reiður?

"#$&/$&%/#%##$%" Eitthvað í þessa áttina sést oft í talblöðrunni fyrir ofan höfuð Andrésar Andar í samnefndum teiknimyndasögum um hann frá Walt Disney. Eitt helsta einkenni Andrésar, fyrir utan bláa sjóliðajakkann og húfuna, er einmitt hversu uppstökkur hann er. Allir sem þekkja Andrés vita að hann reiðist við min...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er vogunarsjóður?

Með hugtakinu vogunarsjóður (e. hedge fund) er yfirleitt átt við sjóð sem notar lántöku eða svokallaða skortstöðu í tilteknum eignum til að afla fjár til kaupa á öðrum eignum. Með skortstöðu er átt við að sjóðurinn fær verðbréf að láni frá öðrum og selur þau til að afla fjár. Einstakir vogunarsjóðir fylgja oft ...

category-iconBókmenntir og listir

Átti sögupersónan Svejk í "Góða dátanum Svejk" sér fyrirmynd eða er hún tómur skáldskapur höfundar?

Bókin Ævintýri góða dátans Svejks í heimsstyrjöldinni eftir tékkneska rithöfundinn Jaroslav Hasek (1883-1923) kom út á árunum 1921-1923. Bókin er í raun margar smásögur sem geta staðið einar og sér, en þær má einnig lesa sem heilsteypt verk enda segja þær allar frá sömu persónunni og ævintýrum hennar. Upphaflega æ...

category-iconHugvísindi

Hvað þýðir að taka einhvern í bakaríið og hvaðan kemur orðasambandið?

Þetta orðasamband er ekki gamalt í íslensku. Þess er getið í Orðabók um slangur, slettur, bannorð og annað utangarðsmál sem gefin var út 1982. Þar er merkingin sögð ‛ávita e-n, skamma’. Það er ekki að finna í Íslenskri orðabók frá 1983 en í útgáfunni frá 2002 er merkingin sögð 'ávíta e-n duglega' og notkunin...

category-iconFöstudagssvar

Af hverju er allt svona mikið vesen?

Það er af því að einu sinni var uppi maður að nafni Murphy. Hann setti fram lögmál sem við hann er kennt og nefnist lögmál Murphys. Lögmálið er yfirleitt dregið saman í eina setningu: Allt sem getur farið úrskeiðis gerir það, fyrr eða síðar. Út frá lögmálinu má meðal annars leiða eftirfarandi reglur: Allt te...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er „að komast í hann krappan“?

Í heild sinni hljóðaði spurningin svona: "Að komast í hann krappan" þýðir að koma sér í vandræði. En hvaðan kemur þetta orðatiltak? Hvaða krappi er þetta sem við komum okkur í? Maður hefur heyrt "að komast í/stíga krappan dans" en það útskýrir tiltækið ekkert betur. Lýsingarorðið krappur merkir ‘þröngur, knapp...

category-iconVísindavefur

Hver stal kökunni úr krúsinni í gær?

Kökurannsóknardeild Vísindavefsins fékk nafnlausa ábendingu um að köku hefði verið stolið úr krús í gær! Málið er grafalvarlegt og okkar fyrstu viðbrögð eru þau að setja á laggirnar rannsóknarnefnd. Nefndin er skipuð til þriggja ára og í henni sitja valinkunnir bakarameistararar. Forseti nefndarinnar er Hérastubbu...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er fjármálakreppa?

Fjármálakreppur eru vel þekkt fyrirbæri og aðdragandi þeirrar sem Ísland stendur nú frammi fyrir er um margt svipaður og önnur lönd hafa áður upplifað. Fjármálakreppur koma alla jafna í kjölfar mikils og örs uppgangs þar sem mikið framboð hefur verið af lánsfé, almenn bjartsýni ríkt og eignaverð hækkað ört. Hækkun...

category-iconSálfræði

Hvað er persónuleikaröskun?

Til þess að skýra hvað átt er við með persónuleikaröskun skulum við taka dæmi. Jón Jónsson er stöðugt að skipta um vini og vinkonur. Hann er í fyrstu afar hrifinn af þeim sem hann kynnist en ekki líður á löngu þar til hann óskar þeim út í hafsauga og skilur ekki hvernig hann gat nokkru sinni laðast að slíku fólki....

category-iconStærðfræði

Hvaða tala er helmingi stærri en 20?

Rökréttasta svarið samkvæmt hlutfallareikningi yfirleitt væri 30. Samkvæmt gamalli íslenskri málvenju er svarið hins vegar 40. Þetta er óheppilegur ruglingur sem verður meðal annars til þess að menn veigra sér við að nota þetta orðalag. Jafnframt virðist sem gamla málvenjan sé á undanhaldi í þróun tungumálsins. ...

category-iconVísindavefur

Hvað er að vera alveg kexruglaður?

Samkvæmt orðabókinni okkar er slanguryrðið kexruglaður notað um þá sem eru 'alveg ruglaðir', 'geðveikir' eða 'í vímu'. Ekki er víst að allir sjái í hendi sér hvernig orðið kex gerir ruglað fólk alveg snarruglað og geðveikt; örugglega finnst sumum að slík orðanotkun sé út í hött og baki eintóm vandræði. En þ...

Fleiri niðurstöður