Þar sem mörgum er sjálfsagt í fersku minni umræðan um aldamótin er ef til vill rétt að benda á muninn á því hvernig við teljum aldur manna annars vegar og ár í tímatalinu hins vegar. Árið 2000 er tvöþúsundasta árið frá upphafi tímatalsins. Þegar við segjum hins vegar að maður sé þrítugur eða 30 ára þá er miðað við árin sem liðin eru enda segjum við þá líka á íslensku að hann sé á þrítugasta og fyrsta ári. Segja má í vissum skilningi að "árið 0" sé til þegar við lýsum aldri manna, því að á fyrsta ári er barnið einmitt "0 ára". Árið 0 var hins vegar ekki til í tímatalinu eins og oft hefur verið bent á. Mynd:
- cakes-you-can-bake.com. Sótt 5. 7. 2011.