
Þegar uppgangur er mikill, nægt lánsfé er til staðar og almenn bjartsýni ríkir, hækkar eignaverð ört. Hækkuninni er stundum líkt við bólu, sem þenst fyrst út en springur síðan. Eftir að bólan springur situr fjöldi heimila og fyrirtækja eftir með miklar skuldir en verðlitlar eignir og lánastofnanir lenda í verulegum vandræðum.
- The Origin of Financial Crisis, eftir George Cooper.
- Surviving Large Losses eftir Philip T. Hoffman, Gilles Postel-Vinay og Jean-Laurent Rosenthal.
- A Short History of Financial Euphoria eftir John Kenneth Galbraith.
- The Financial Help Center. Sótt 18.12.2008.